Sport

Ítarlegur upphitunarþáttur um Pepsi-deildina á Stöð 2 sport

Íslandsmótið í knattspyrnu karla hefst á sunnudaginn þar sem að Íslandsmeistaralið Breiðabliks og KR eigast við á Kópavogsvelli. Fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar lýkur á mánudaginn með fimm leikjum.

Í kvöld er veglegur upphitunarþáttur um Pepsi-deildina í opinni dagskrá á Stöð 2 sport og hefst þátturinn kl. 21.00.

Umsjónarmaður þáttarins er Hörður Magnússon íþróttafréttamaður en sérfræðingar þáttarins í sumar verða þeir Hjörvar Hafliðason og Magnús Gylfason. Að venju verður ítarleg umfjöllun um leikina í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport eftir hverja umferð og fyrsti þátturinn er á dagskrá á mánudaginn.

Í upphitunarþættinum í kvöld verður spáð í spilin með ýmsum góðum gestum frá liðunum 12 sem eru í efstu deild karla. Eins og áður segir verður upphitunarþátturinn í opinn dagskrá en helstu atriði þáttarins verða aðgengileg á sjónvarpshluta visir.is á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×