Sport

Sigurganga Barcelona heldur áfram

Barcelona hélt áfram sigurgöngu sinni í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona sigraði Deportivo 2-1 en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn. Xavi og Samuel Etoo skoruðu mörk Börsunga sem hafa níu stiga forskot í deildinni. Þá gerðu Albacete og Real Betis markalaust jafntefli. Real Madríd sækir Malaga heim í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×