Dæmi hver fyrir sig Helgi Hjörvar skrifar 31. mars 2014 07:00 Sigmundur Davíð neitar að hafa gefið fyrirheit um 300 milljarða leiðréttingu frá hrægömmum til skuldara fyrir síðustu kosningar. Sem betur fer búum við núorðið í þannig heimi að einfalt er fyrir flesta að fara bara á netið og hlusta t.d. á viðtal RÚV við hann fyrir kosningar. Hitt er þó óumdeilt að Framsóknarflokkurinn lofaði að leiðrétta forsendubrestinn. Sá hluti íslenskra heimila sem fær leiðréttingu mun fá að meðaltali um 1,1 milljón. Hver og einn getur metið það hvort það sé sá forsendubrestur sem skuldsettu heimilin í landinu urðu að meðaltali fyrir. Leiðréttingin nemur 72 milljörðum eða 5,7% af verðtryggðum skuldum heimilanna og 3,75% af heildarskuldum heimilanna. Lesendur muna best sjálfir hvort þetta eru prósentutölurnar sem talað var um. Þá þræta menn varla um að þessi fyrirheit hafi verið kölluð af Sigmundi Davíð upprisa millistéttarinnar. 1,1 milljónar króna lækkun á verðtryggðu láni Íbúðalánasjóðs mun leiða til allt að 7.000 kr. lægri greiðslubyrði á mánuði fyrir þau heimili sem aðgerðirnar ná til. Hvort það jafngildir upprisu metur fólk best sjálft. Þá var ótvírætt lofað heimsmeti en umfang aðgerðanna er skv. hagdeild ASÍ svipað og aðgerðir síðustu ríkisstjórnar. Útfærslan núna hefur hins vegar meiri þensluáhrif og vegna þess að ekkert hefur verið gert í verðtryggingunni er hætt við að á móti komi ýmis kostnaður fyrir heimilin í hækkun verðtryggðra lána, vaxta og verðlags almennt. Þar sem þetta er hvorki forsenduleiðrétting né nýting á svigrúmi hrægamma, heldur framlag af skattfé, er líka ástæða til að hafa efasemdir um að sanngjarnt sé að undanskilja í aðgerðunum efnaminnstu heimilin og þau skuldsettustu en greiða hluta fjármunanna til hátekju- og stóreignafólks í staðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð neitar að hafa gefið fyrirheit um 300 milljarða leiðréttingu frá hrægömmum til skuldara fyrir síðustu kosningar. Sem betur fer búum við núorðið í þannig heimi að einfalt er fyrir flesta að fara bara á netið og hlusta t.d. á viðtal RÚV við hann fyrir kosningar. Hitt er þó óumdeilt að Framsóknarflokkurinn lofaði að leiðrétta forsendubrestinn. Sá hluti íslenskra heimila sem fær leiðréttingu mun fá að meðaltali um 1,1 milljón. Hver og einn getur metið það hvort það sé sá forsendubrestur sem skuldsettu heimilin í landinu urðu að meðaltali fyrir. Leiðréttingin nemur 72 milljörðum eða 5,7% af verðtryggðum skuldum heimilanna og 3,75% af heildarskuldum heimilanna. Lesendur muna best sjálfir hvort þetta eru prósentutölurnar sem talað var um. Þá þræta menn varla um að þessi fyrirheit hafi verið kölluð af Sigmundi Davíð upprisa millistéttarinnar. 1,1 milljónar króna lækkun á verðtryggðu láni Íbúðalánasjóðs mun leiða til allt að 7.000 kr. lægri greiðslubyrði á mánuði fyrir þau heimili sem aðgerðirnar ná til. Hvort það jafngildir upprisu metur fólk best sjálft. Þá var ótvírætt lofað heimsmeti en umfang aðgerðanna er skv. hagdeild ASÍ svipað og aðgerðir síðustu ríkisstjórnar. Útfærslan núna hefur hins vegar meiri þensluáhrif og vegna þess að ekkert hefur verið gert í verðtryggingunni er hætt við að á móti komi ýmis kostnaður fyrir heimilin í hækkun verðtryggðra lána, vaxta og verðlags almennt. Þar sem þetta er hvorki forsenduleiðrétting né nýting á svigrúmi hrægamma, heldur framlag af skattfé, er líka ástæða til að hafa efasemdir um að sanngjarnt sé að undanskilja í aðgerðunum efnaminnstu heimilin og þau skuldsettustu en greiða hluta fjármunanna til hátekju- og stóreignafólks í staðinn.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar