Sport

Fyrsta tap Juventus

Á Ítalíu urðu óvænt úrslit í gær þegar Reggina sigraði topplið Juventus 2-1. Zlatan Ibrahimovic skoraði mark Juventus en Giuseppe Colucci og Marco Zamboni mörk Reggina. Þetta var fyrsta tap Juventus á leiktíðinni. Þá bar Brescia sigurorð af Chievo 1-0. Það er sannkallaður stórslagur í ítalska boltanum í kvöld þegar tvö efstu liðin frá síðustu leiktíð, meistarar AC Milan og Roma, mætast. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn klukkan 20.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×