Henderson fær ekki að láta ljós sitt skína á Old Trafford á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 19:00 Dean Henderson hefur farið mikinn í liði Sheffield United á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Enski markvörðurinn Dean Henderson hefur staðið sig með prýði það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hvort leiktíðin verði kláruð eður ei er ljóst að Henderson getur verið sáttur með framgöngu sína. Hann hefur verið frábær í spútnik liði tímabilsins, Sheffield United. Þegar deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins voru nýliðar Sheffield í 7. sæti eftir 28 umferðir með 43 stig. Þá hefur Henderson haldið oftast hreinu í deildinni ásamt Alisson [Liverpool] og Kasper Schmeichel [Leicester City] eða tíu sinnum. Henderson er á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni en hann kom til Stálborgarinnar á láni frá stórliði Manchester United. Þar var hann á eftir David De Gea og Sergio Romero í goggunarröðinni. Hann stefndi á að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar á næstu leiktíð en nú hefur Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, gefið það til kynna að Henderson verði lánaður frá Old Trafford enn á ný þegar næsta leiktíð hefst. 9.6 - The highest performing goalkeepers in Europe's top five leagues this season for Goals Prevented, based on Opta's Expected Goals on Target data:9.6 | Vicente Guaita8.7 | Martin Dubravka7.4 | Wojciech Szczesny7.2 | Dean Henderson7.0 | Walter BenítezStoppers. pic.twitter.com/2Wg07Ia20U— OptaJoe (@OptaJoe) March 18, 2020 Henderson munþó fá nýjan, og betrum bættan, samning í sumar en hann þarf samt að bíða eftir tækifærinu til að slá De Gea út sem aðalmarkvörð Man Utd. Hvort Englendingurinn fari aftur til Sheffield á eftir að koma í ljós en talið er að þó nokkur lið innan, sem og utan, Englands hafi áhuga á markverðinum unga. Enski fréttamiðillinn Daily Star greindi frá þessu. Þar kemur einnig fram að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi íhugað að skipta Jordan Pickford, aðalmarkverði Everton og landsliðsins, út fyrir Henderson. Evrópumótið í knattspyrnu fer fram næsta sumar og gæti hinn 23 ára gamli Henderson, með góðri frammistöðu á næstu leiktíð, verið orðinn aðalmarkvörður Englands þegar þar að kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Sjá meira
Enski markvörðurinn Dean Henderson hefur staðið sig með prýði það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hvort leiktíðin verði kláruð eður ei er ljóst að Henderson getur verið sáttur með framgöngu sína. Hann hefur verið frábær í spútnik liði tímabilsins, Sheffield United. Þegar deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins voru nýliðar Sheffield í 7. sæti eftir 28 umferðir með 43 stig. Þá hefur Henderson haldið oftast hreinu í deildinni ásamt Alisson [Liverpool] og Kasper Schmeichel [Leicester City] eða tíu sinnum. Henderson er á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni en hann kom til Stálborgarinnar á láni frá stórliði Manchester United. Þar var hann á eftir David De Gea og Sergio Romero í goggunarröðinni. Hann stefndi á að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar á næstu leiktíð en nú hefur Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, gefið það til kynna að Henderson verði lánaður frá Old Trafford enn á ný þegar næsta leiktíð hefst. 9.6 - The highest performing goalkeepers in Europe's top five leagues this season for Goals Prevented, based on Opta's Expected Goals on Target data:9.6 | Vicente Guaita8.7 | Martin Dubravka7.4 | Wojciech Szczesny7.2 | Dean Henderson7.0 | Walter BenítezStoppers. pic.twitter.com/2Wg07Ia20U— OptaJoe (@OptaJoe) March 18, 2020 Henderson munþó fá nýjan, og betrum bættan, samning í sumar en hann þarf samt að bíða eftir tækifærinu til að slá De Gea út sem aðalmarkvörð Man Utd. Hvort Englendingurinn fari aftur til Sheffield á eftir að koma í ljós en talið er að þó nokkur lið innan, sem og utan, Englands hafi áhuga á markverðinum unga. Enski fréttamiðillinn Daily Star greindi frá þessu. Þar kemur einnig fram að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi íhugað að skipta Jordan Pickford, aðalmarkverði Everton og landsliðsins, út fyrir Henderson. Evrópumótið í knattspyrnu fer fram næsta sumar og gæti hinn 23 ára gamli Henderson, með góðri frammistöðu á næstu leiktíð, verið orðinn aðalmarkvörður Englands þegar þar að kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Sjá meira