Bílnum refsað fyrir glæfraakstur Jóhannes Ingi Kolbeinsson skrifar 29. janúar 2015 11:30 Ímyndum okkur mann sem ekur bíl sínum yfir gatnamót á rauðu ljósi. Lögreglan grípur hann og sendir málið til dómstóla. Niðurstaða þeirra er sú að bíllinn skuli sektaður en ökumaðurinn kemur frá atvikinu með hreinan skjöld og getur áfram brotið umferðarlög í trausti þess að bíllinn fái skellinn. Því miður er ástandið svona í samkeppnismálum á Íslandi. Ef upp kemst um samkeppnislagabrot, jafnvel ítrekuð, eru það fyrirtækin sem fá sektina. Stjórnendur sem skipuðu fyrir um samkeppnislagabrotin eða létu þau viðgangast eru stikkfríir og eina vandamál þeirra er að finna leiðir til að velta sektum Samkeppniseftirlitsins yfir á viðskiptavini sína. Þetta þýðir að stjórnendur geta vegið og metið kostnaðinn við samkeppnislagabrot og ef þeim sýnist svo að ávinningur af brotunum verði meiri en mögulegar sektir er ákvörðunin einföld. Þessu væri öfugt farið ef stjórnendur væru gerðir persónulega ábyrgir fyrir gjörðum sínum við rekstur fyrirtækja og brotum á samkeppnislögum sem þeir, eða starfsfólk í þeirra umboði, fremja. Ef þeir gætu átt von á persónulegum sektum eða sviptingu starfsleyfis í kjölfar slíkra dóma væri ákvörðunin um að brjóta samkeppnislög ekki eins auðveld. Ég hef horft upp á þetta í mínum rekstri í rúm tólf ár. Keppinautar Kortaþjónustunnar ásamt eigendum þeirra, bönkunum, hafa verið sektaðir um samtals 2.855 milljónir króna í þremur aðskildum málum, nú síðast í desember. Einstök brot á samkeppnislögum í þessum málum hafa verið um það bil 40 talsins. Á meðan Valitor og Borgun voru að semja við Samkeppniseftirlitið í fyrsta málinu árið 2008 voru þau að fremja þau brot sem Samkeppniseftirlitið var loks að sekta þau fyrir í lok síðasta árs.Dauður lagabókstafur Enginn stjórnandi hefur fengið svo mikið sem krónu í sekt fyrir öll þessi brot sem framin voru gegn neytendum í landinu. Þeir starfa áfram sem stjórnendur í fyrirtækjunum margir hverjir. Einn er bankastjóri Arion banka. Þetta viðgengst þrátt fyrir að í tiltölulega nýjum lögum um fjármálaþjónustu sé sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Sá lagabókstafur virðist algerlega dauður af því að það eru fyrirtækin en ekki stjórnendurnir sem eru dæmd brotleg.Breytingar eru nauðsynlegar! Því miður höfum við skapað það umhverfi í íslensku viðskiptalífi að það er alltof auðvelt fyrir stjórnendur markaðsráðandi fyrirtækja að ákveða að brjóta samkeppnislög. Úrskurðir Samkeppniseftirlitsins um brot á samkeppnislögum eru orðnir svo daglegt brauð að fjölmiðlar eru næstum hættir að gefa jafnvel milljarðasektum gaum. Stjórnvöld horfa í hina áttina, Fjármálaeftirlitið er ekki til viðtals um þessa hluti þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og Samkeppniseftirlitið hefur ekki tólin til að gera stjórnendur ábyrgja fyrir gjörðum sínum. Þetta gengur ekki lengur. Á meðan skuldinni er skellt á bílana munu ökumennirnir halda áfram að aka eins og hálfvitar. Alþingi verður að taka á málunum og endurskoða samkeppnislög sem stjórnendur virkilega forðast að brjóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur mann sem ekur bíl sínum yfir gatnamót á rauðu ljósi. Lögreglan grípur hann og sendir málið til dómstóla. Niðurstaða þeirra er sú að bíllinn skuli sektaður en ökumaðurinn kemur frá atvikinu með hreinan skjöld og getur áfram brotið umferðarlög í trausti þess að bíllinn fái skellinn. Því miður er ástandið svona í samkeppnismálum á Íslandi. Ef upp kemst um samkeppnislagabrot, jafnvel ítrekuð, eru það fyrirtækin sem fá sektina. Stjórnendur sem skipuðu fyrir um samkeppnislagabrotin eða létu þau viðgangast eru stikkfríir og eina vandamál þeirra er að finna leiðir til að velta sektum Samkeppniseftirlitsins yfir á viðskiptavini sína. Þetta þýðir að stjórnendur geta vegið og metið kostnaðinn við samkeppnislagabrot og ef þeim sýnist svo að ávinningur af brotunum verði meiri en mögulegar sektir er ákvörðunin einföld. Þessu væri öfugt farið ef stjórnendur væru gerðir persónulega ábyrgir fyrir gjörðum sínum við rekstur fyrirtækja og brotum á samkeppnislögum sem þeir, eða starfsfólk í þeirra umboði, fremja. Ef þeir gætu átt von á persónulegum sektum eða sviptingu starfsleyfis í kjölfar slíkra dóma væri ákvörðunin um að brjóta samkeppnislög ekki eins auðveld. Ég hef horft upp á þetta í mínum rekstri í rúm tólf ár. Keppinautar Kortaþjónustunnar ásamt eigendum þeirra, bönkunum, hafa verið sektaðir um samtals 2.855 milljónir króna í þremur aðskildum málum, nú síðast í desember. Einstök brot á samkeppnislögum í þessum málum hafa verið um það bil 40 talsins. Á meðan Valitor og Borgun voru að semja við Samkeppniseftirlitið í fyrsta málinu árið 2008 voru þau að fremja þau brot sem Samkeppniseftirlitið var loks að sekta þau fyrir í lok síðasta árs.Dauður lagabókstafur Enginn stjórnandi hefur fengið svo mikið sem krónu í sekt fyrir öll þessi brot sem framin voru gegn neytendum í landinu. Þeir starfa áfram sem stjórnendur í fyrirtækjunum margir hverjir. Einn er bankastjóri Arion banka. Þetta viðgengst þrátt fyrir að í tiltölulega nýjum lögum um fjármálaþjónustu sé sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Sá lagabókstafur virðist algerlega dauður af því að það eru fyrirtækin en ekki stjórnendurnir sem eru dæmd brotleg.Breytingar eru nauðsynlegar! Því miður höfum við skapað það umhverfi í íslensku viðskiptalífi að það er alltof auðvelt fyrir stjórnendur markaðsráðandi fyrirtækja að ákveða að brjóta samkeppnislög. Úrskurðir Samkeppniseftirlitsins um brot á samkeppnislögum eru orðnir svo daglegt brauð að fjölmiðlar eru næstum hættir að gefa jafnvel milljarðasektum gaum. Stjórnvöld horfa í hina áttina, Fjármálaeftirlitið er ekki til viðtals um þessa hluti þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og Samkeppniseftirlitið hefur ekki tólin til að gera stjórnendur ábyrgja fyrir gjörðum sínum. Þetta gengur ekki lengur. Á meðan skuldinni er skellt á bílana munu ökumennirnir halda áfram að aka eins og hálfvitar. Alþingi verður að taka á málunum og endurskoða samkeppnislög sem stjórnendur virkilega forðast að brjóta.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar