Bílnum refsað fyrir glæfraakstur Jóhannes Ingi Kolbeinsson skrifar 29. janúar 2015 11:30 Ímyndum okkur mann sem ekur bíl sínum yfir gatnamót á rauðu ljósi. Lögreglan grípur hann og sendir málið til dómstóla. Niðurstaða þeirra er sú að bíllinn skuli sektaður en ökumaðurinn kemur frá atvikinu með hreinan skjöld og getur áfram brotið umferðarlög í trausti þess að bíllinn fái skellinn. Því miður er ástandið svona í samkeppnismálum á Íslandi. Ef upp kemst um samkeppnislagabrot, jafnvel ítrekuð, eru það fyrirtækin sem fá sektina. Stjórnendur sem skipuðu fyrir um samkeppnislagabrotin eða létu þau viðgangast eru stikkfríir og eina vandamál þeirra er að finna leiðir til að velta sektum Samkeppniseftirlitsins yfir á viðskiptavini sína. Þetta þýðir að stjórnendur geta vegið og metið kostnaðinn við samkeppnislagabrot og ef þeim sýnist svo að ávinningur af brotunum verði meiri en mögulegar sektir er ákvörðunin einföld. Þessu væri öfugt farið ef stjórnendur væru gerðir persónulega ábyrgir fyrir gjörðum sínum við rekstur fyrirtækja og brotum á samkeppnislögum sem þeir, eða starfsfólk í þeirra umboði, fremja. Ef þeir gætu átt von á persónulegum sektum eða sviptingu starfsleyfis í kjölfar slíkra dóma væri ákvörðunin um að brjóta samkeppnislög ekki eins auðveld. Ég hef horft upp á þetta í mínum rekstri í rúm tólf ár. Keppinautar Kortaþjónustunnar ásamt eigendum þeirra, bönkunum, hafa verið sektaðir um samtals 2.855 milljónir króna í þremur aðskildum málum, nú síðast í desember. Einstök brot á samkeppnislögum í þessum málum hafa verið um það bil 40 talsins. Á meðan Valitor og Borgun voru að semja við Samkeppniseftirlitið í fyrsta málinu árið 2008 voru þau að fremja þau brot sem Samkeppniseftirlitið var loks að sekta þau fyrir í lok síðasta árs.Dauður lagabókstafur Enginn stjórnandi hefur fengið svo mikið sem krónu í sekt fyrir öll þessi brot sem framin voru gegn neytendum í landinu. Þeir starfa áfram sem stjórnendur í fyrirtækjunum margir hverjir. Einn er bankastjóri Arion banka. Þetta viðgengst þrátt fyrir að í tiltölulega nýjum lögum um fjármálaþjónustu sé sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Sá lagabókstafur virðist algerlega dauður af því að það eru fyrirtækin en ekki stjórnendurnir sem eru dæmd brotleg.Breytingar eru nauðsynlegar! Því miður höfum við skapað það umhverfi í íslensku viðskiptalífi að það er alltof auðvelt fyrir stjórnendur markaðsráðandi fyrirtækja að ákveða að brjóta samkeppnislög. Úrskurðir Samkeppniseftirlitsins um brot á samkeppnislögum eru orðnir svo daglegt brauð að fjölmiðlar eru næstum hættir að gefa jafnvel milljarðasektum gaum. Stjórnvöld horfa í hina áttina, Fjármálaeftirlitið er ekki til viðtals um þessa hluti þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og Samkeppniseftirlitið hefur ekki tólin til að gera stjórnendur ábyrgja fyrir gjörðum sínum. Þetta gengur ekki lengur. Á meðan skuldinni er skellt á bílana munu ökumennirnir halda áfram að aka eins og hálfvitar. Alþingi verður að taka á málunum og endurskoða samkeppnislög sem stjórnendur virkilega forðast að brjóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur mann sem ekur bíl sínum yfir gatnamót á rauðu ljósi. Lögreglan grípur hann og sendir málið til dómstóla. Niðurstaða þeirra er sú að bíllinn skuli sektaður en ökumaðurinn kemur frá atvikinu með hreinan skjöld og getur áfram brotið umferðarlög í trausti þess að bíllinn fái skellinn. Því miður er ástandið svona í samkeppnismálum á Íslandi. Ef upp kemst um samkeppnislagabrot, jafnvel ítrekuð, eru það fyrirtækin sem fá sektina. Stjórnendur sem skipuðu fyrir um samkeppnislagabrotin eða létu þau viðgangast eru stikkfríir og eina vandamál þeirra er að finna leiðir til að velta sektum Samkeppniseftirlitsins yfir á viðskiptavini sína. Þetta þýðir að stjórnendur geta vegið og metið kostnaðinn við samkeppnislagabrot og ef þeim sýnist svo að ávinningur af brotunum verði meiri en mögulegar sektir er ákvörðunin einföld. Þessu væri öfugt farið ef stjórnendur væru gerðir persónulega ábyrgir fyrir gjörðum sínum við rekstur fyrirtækja og brotum á samkeppnislögum sem þeir, eða starfsfólk í þeirra umboði, fremja. Ef þeir gætu átt von á persónulegum sektum eða sviptingu starfsleyfis í kjölfar slíkra dóma væri ákvörðunin um að brjóta samkeppnislög ekki eins auðveld. Ég hef horft upp á þetta í mínum rekstri í rúm tólf ár. Keppinautar Kortaþjónustunnar ásamt eigendum þeirra, bönkunum, hafa verið sektaðir um samtals 2.855 milljónir króna í þremur aðskildum málum, nú síðast í desember. Einstök brot á samkeppnislögum í þessum málum hafa verið um það bil 40 talsins. Á meðan Valitor og Borgun voru að semja við Samkeppniseftirlitið í fyrsta málinu árið 2008 voru þau að fremja þau brot sem Samkeppniseftirlitið var loks að sekta þau fyrir í lok síðasta árs.Dauður lagabókstafur Enginn stjórnandi hefur fengið svo mikið sem krónu í sekt fyrir öll þessi brot sem framin voru gegn neytendum í landinu. Þeir starfa áfram sem stjórnendur í fyrirtækjunum margir hverjir. Einn er bankastjóri Arion banka. Þetta viðgengst þrátt fyrir að í tiltölulega nýjum lögum um fjármálaþjónustu sé sérstaklega tilgreint að stjórnendur fjármálafyrirtækja megi ekki hafa gerst brotlegir við samkeppnislög. Sá lagabókstafur virðist algerlega dauður af því að það eru fyrirtækin en ekki stjórnendurnir sem eru dæmd brotleg.Breytingar eru nauðsynlegar! Því miður höfum við skapað það umhverfi í íslensku viðskiptalífi að það er alltof auðvelt fyrir stjórnendur markaðsráðandi fyrirtækja að ákveða að brjóta samkeppnislög. Úrskurðir Samkeppniseftirlitsins um brot á samkeppnislögum eru orðnir svo daglegt brauð að fjölmiðlar eru næstum hættir að gefa jafnvel milljarðasektum gaum. Stjórnvöld horfa í hina áttina, Fjármálaeftirlitið er ekki til viðtals um þessa hluti þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og Samkeppniseftirlitið hefur ekki tólin til að gera stjórnendur ábyrgja fyrir gjörðum sínum. Þetta gengur ekki lengur. Á meðan skuldinni er skellt á bílana munu ökumennirnir halda áfram að aka eins og hálfvitar. Alþingi verður að taka á málunum og endurskoða samkeppnislög sem stjórnendur virkilega forðast að brjóta.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar