Nöddesbo: Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel Arnar Björnsson í Katar skrifar 29. janúar 2015 17:00 Jesper Nöddesbo og félagar hans í danska landsliðinu þurftu að sætta sig við eins marks tap á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Danski línumaðurinn leikur með Barcelona á Spáni, líkt og fyrirliði íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson. Nöddesbo mætti í gær fjórum samherjum sínum hjá Katalóníuliðinu, fyrirliðanum Raul Entrerrios, Viktor Tomas, Viran Morros og markverðinum Gonzalo Perez de Vargas. Nöddesbo er búinn að skora 14 mörk úr 17 skotum og er með sömu skotnýtingu og hornamaðurinn Lasse Svan. Aðeins línumaðurinn Henrik Toft er með betri tölfræði, 16 mörk úr 17 skotum. Var tapið gegn Spánverjum sárara þar sem svo margir samherjar hans voru að spila gegn honum? „Ég veit ekki hvort vonbrigðin eru meiri því ég er alltaf sár þegar ég tapa. Í vonbrigðum mínum get ég þó glaðst aðeins þeirra vegna þar sem þeir hafa haft mikið fyrir því að komast þetta langt," sagði Jesper Nöddesbo. Þetta var svo jafn leikur þess vegna hlýtur tapið að svíða töluvert? „Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel en að tapa t.d. með 8 marka mun. En auðvitað var ósigurinn sár en þannig eru nú íþróttirnar. Á morgun er nýr leikur og við þurfum að gleyma tapleiknum og einbeita okkur að þeim leik," sagði Jesper Nöddesbo. Nú þekkir þú spænska liðið mjög vel, voru þeir að spila eins og þú bjóst við? „Já þeir léku eins og við bjuggumst við. Sóknarleikur þeirra var hægur og þeir tóku taktinn úr leiknum og voru þess vegna mjög klókir. Varnarleikur okkar var góður," sagði Jesper Nöddesbo. Það voru mikil líkamleg átök í leiknum og þeir hljóta að hafa verið þreyttir eftir leikinn. Sérðu þá komast í úrslit með því að vinna Frakka? „Spánverjarar mæta mjög erfiðum andstæðingi því Frakkar eru alltaf sterkir á lokasprettinum á stórmótum. Spánverjarnir gáfu allt í sigurinn gegn okkur en svona sigur gefur þeim líka mikinn kraft þannig að ég held að leikurinn verði mjög jafn," sagði Jesper Nöddesbo. Hvað með næstu leiki. Verður ekki erfitt fyrir ykkur að einbeita ykkur eftir tapið gegn Spánverjum? „Það er alltaf erfitt að einbeita sér að leikjum um 5-8. sæti en það hjálpar að það er að einhverju að keppa. Nú hugsum við um að komast í forkeppni Ólympíuleikana," sagði Jesper Nöddesbo. Þrátt fyrir tapið gegn Spánverjum, hvernig er liðsandinn? „Liðsandinn er góður og þannig á það að vera. En við þurfum að einbeita okkur að Slóvena leiknum. Það gengur ekki að vera daufur í dálkinn þegar við mætum þeim," sagði Jesper Nöddesbo. Allt viðtalið má finna hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Jesper Nöddesbo og félagar hans í danska landsliðinu þurftu að sætta sig við eins marks tap á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar. Danski línumaðurinn leikur með Barcelona á Spáni, líkt og fyrirliði íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson. Nöddesbo mætti í gær fjórum samherjum sínum hjá Katalóníuliðinu, fyrirliðanum Raul Entrerrios, Viktor Tomas, Viran Morros og markverðinum Gonzalo Perez de Vargas. Nöddesbo er búinn að skora 14 mörk úr 17 skotum og er með sömu skotnýtingu og hornamaðurinn Lasse Svan. Aðeins línumaðurinn Henrik Toft er með betri tölfræði, 16 mörk úr 17 skotum. Var tapið gegn Spánverjum sárara þar sem svo margir samherjar hans voru að spila gegn honum? „Ég veit ekki hvort vonbrigðin eru meiri því ég er alltaf sár þegar ég tapa. Í vonbrigðum mínum get ég þó glaðst aðeins þeirra vegna þar sem þeir hafa haft mikið fyrir því að komast þetta langt," sagði Jesper Nöddesbo. Þetta var svo jafn leikur þess vegna hlýtur tapið að svíða töluvert? „Ég vil frekar tapa með einu marki og spila vel en að tapa t.d. með 8 marka mun. En auðvitað var ósigurinn sár en þannig eru nú íþróttirnar. Á morgun er nýr leikur og við þurfum að gleyma tapleiknum og einbeita okkur að þeim leik," sagði Jesper Nöddesbo. Nú þekkir þú spænska liðið mjög vel, voru þeir að spila eins og þú bjóst við? „Já þeir léku eins og við bjuggumst við. Sóknarleikur þeirra var hægur og þeir tóku taktinn úr leiknum og voru þess vegna mjög klókir. Varnarleikur okkar var góður," sagði Jesper Nöddesbo. Það voru mikil líkamleg átök í leiknum og þeir hljóta að hafa verið þreyttir eftir leikinn. Sérðu þá komast í úrslit með því að vinna Frakka? „Spánverjarar mæta mjög erfiðum andstæðingi því Frakkar eru alltaf sterkir á lokasprettinum á stórmótum. Spánverjarnir gáfu allt í sigurinn gegn okkur en svona sigur gefur þeim líka mikinn kraft þannig að ég held að leikurinn verði mjög jafn," sagði Jesper Nöddesbo. Hvað með næstu leiki. Verður ekki erfitt fyrir ykkur að einbeita ykkur eftir tapið gegn Spánverjum? „Það er alltaf erfitt að einbeita sér að leikjum um 5-8. sæti en það hjálpar að það er að einhverju að keppa. Nú hugsum við um að komast í forkeppni Ólympíuleikana," sagði Jesper Nöddesbo. Þrátt fyrir tapið gegn Spánverjum, hvernig er liðsandinn? „Liðsandinn er góður og þannig á það að vera. En við þurfum að einbeita okkur að Slóvena leiknum. Það gengur ekki að vera daufur í dálkinn þegar við mætum þeim," sagði Jesper Nöddesbo. Allt viðtalið má finna hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti