Alvarlegt atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum Magnus Gissler og Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2014 07:00 Ungt fólk á Norðurlöndum nýtir sér óspart sameiginlegan norrænan vinnumarkað, hvort sem er til náms eða vinnu. Samt mælist atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum 18% og þar af 15% langtímaatvinnulausir. Atvinnuleysi ungs fólks er ein stærsta áskorun sameiginlegs vinnumarkaðar á Norðurlöndum. Atvinnuleysi ungs fólks fylgja alvarleg samfélagsleg og félagsleg vandamál því ungt fólk kemst ekki inn á vinnumarkaðinn sem hindrar síðan þátttöku þess í samfélaginu. Þetta vandamál hefur einnig áhrif á það land þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst á Norðurlöndum – Ísland. Örugg atvinna er ein forsenda þess að geta stofnað heimili og fjölskyldu. Það er því gífurlega mikilvægt að takast á við vandamálið. Norrænir vinnumálaráðherrar munu hittast á ný í dag, að þessu sinni í Reykjavík. Ráðherrarnir verða að nýta tækifærið til að ræða sameiginlegar aðgerðir sem unnt er að grípa til innan ramma norræns samstarfs til að sporna við atvinnuleysi ungs fólks. NFS og FNF hvetja þessa aðila til að láta greina áhrif þeirra úrræða sem gripið hefur verið til á Norðurlöndum til að auka atvinnutækifæri ungs fólks. Slík úttekt ætti að bæta skilning á áhrifum úrræða sem þegar hafa verið ákveðin og mynda betri grundvöll fyrir pólitískar ákvarðanir í framtíðinni. Sá hópur sem hvað verst hefur orðið úti er ungt fólk sem hvorki stundar vinnu, er í námi né starfsþjálfun. Það verður því að ná til ungs fólks sem hættir í framhaldsskóla, þar þurfa að koma til samræmdar aðgerðir skóla, félagsþjónustu og viðkomandi stjórnvalda. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að taka þátt í því að skapa möguleika á starfsþjálfun. Starfsþjálfunaráætlanir fyrir lærlinga, þar sem menntun er tengd starfsþjálfun á vinnustað í umsjá aðila vinnumarkaðarins, eru mikilvæg tæki til að koma ungu atvinnulausu fólki inn á vinnumarkaðinn. Einnig er nauðsynlegt að tryggja lærlingum rétt til starfsþjálfunar svo þeir geti lokið námi og komið undir sig fótum á vinnumarkaði.Þurfum aðgerðir strax Við köllum eftir því að unnið sé markvisst að því að afnema og koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir milli Norðurlanda, t.d. með því að skapa tækifæri til starfsþjálfunar í öðru norrænu landi. Útvíkka þarf áætlanir sem nú þegar eru til, eins og Nordjobb og Nordplus. Til þess að norrænt samstarf geti uppfyllt hlutverk sitt er þörf á virku þríhliða samstarfi á norrænum vettvangi og kalla þarf eftir þátttöku aðila vinnumarkaðarins í umræðu um atvinnuleysi ungs fólks. Við þurfum aðgerðir strax og ráðherrarnir verða að nýta fund sinn nú til góðra verka. Því miður eru allt of sjaldan teknar mikilvægar ákvarðanir á ráðherrafundum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og þess eru dæmi að haldnir hafi verið „ráðherrafundir“ þar sem færri en þrír ráðherrar hafa verið til staðar, þótt það fari í bága við reglur ráðherranefndarinnar. Norrænt samstarf getur gert betur og íbúar Norðurlanda eiga betra skilið. Krafa okkar er að í samstarfi Norðurlandanna verði atvinnumálin svið þar sem raunveruleg norræn samvinna á sér stað í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins svo hægt sé að vinna að virkum umbótum sem máli skipta. Við verðum að hefja þetta starf með baráttu gegn atvinnuleysi ungs fólks alls staðar á Norðurlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Norðurlöndum nýtir sér óspart sameiginlegan norrænan vinnumarkað, hvort sem er til náms eða vinnu. Samt mælist atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum 18% og þar af 15% langtímaatvinnulausir. Atvinnuleysi ungs fólks er ein stærsta áskorun sameiginlegs vinnumarkaðar á Norðurlöndum. Atvinnuleysi ungs fólks fylgja alvarleg samfélagsleg og félagsleg vandamál því ungt fólk kemst ekki inn á vinnumarkaðinn sem hindrar síðan þátttöku þess í samfélaginu. Þetta vandamál hefur einnig áhrif á það land þar sem atvinnuleysi ungs fólks er hvað minnst á Norðurlöndum – Ísland. Örugg atvinna er ein forsenda þess að geta stofnað heimili og fjölskyldu. Það er því gífurlega mikilvægt að takast á við vandamálið. Norrænir vinnumálaráðherrar munu hittast á ný í dag, að þessu sinni í Reykjavík. Ráðherrarnir verða að nýta tækifærið til að ræða sameiginlegar aðgerðir sem unnt er að grípa til innan ramma norræns samstarfs til að sporna við atvinnuleysi ungs fólks. NFS og FNF hvetja þessa aðila til að láta greina áhrif þeirra úrræða sem gripið hefur verið til á Norðurlöndum til að auka atvinnutækifæri ungs fólks. Slík úttekt ætti að bæta skilning á áhrifum úrræða sem þegar hafa verið ákveðin og mynda betri grundvöll fyrir pólitískar ákvarðanir í framtíðinni. Sá hópur sem hvað verst hefur orðið úti er ungt fólk sem hvorki stundar vinnu, er í námi né starfsþjálfun. Það verður því að ná til ungs fólks sem hættir í framhaldsskóla, þar þurfa að koma til samræmdar aðgerðir skóla, félagsþjónustu og viðkomandi stjórnvalda. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa einnig að taka þátt í því að skapa möguleika á starfsþjálfun. Starfsþjálfunaráætlanir fyrir lærlinga, þar sem menntun er tengd starfsþjálfun á vinnustað í umsjá aðila vinnumarkaðarins, eru mikilvæg tæki til að koma ungu atvinnulausu fólki inn á vinnumarkaðinn. Einnig er nauðsynlegt að tryggja lærlingum rétt til starfsþjálfunar svo þeir geti lokið námi og komið undir sig fótum á vinnumarkaði.Þurfum aðgerðir strax Við köllum eftir því að unnið sé markvisst að því að afnema og koma í veg fyrir stjórnsýsluhindranir milli Norðurlanda, t.d. með því að skapa tækifæri til starfsþjálfunar í öðru norrænu landi. Útvíkka þarf áætlanir sem nú þegar eru til, eins og Nordjobb og Nordplus. Til þess að norrænt samstarf geti uppfyllt hlutverk sitt er þörf á virku þríhliða samstarfi á norrænum vettvangi og kalla þarf eftir þátttöku aðila vinnumarkaðarins í umræðu um atvinnuleysi ungs fólks. Við þurfum aðgerðir strax og ráðherrarnir verða að nýta fund sinn nú til góðra verka. Því miður eru allt of sjaldan teknar mikilvægar ákvarðanir á ráðherrafundum á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og þess eru dæmi að haldnir hafi verið „ráðherrafundir“ þar sem færri en þrír ráðherrar hafa verið til staðar, þótt það fari í bága við reglur ráðherranefndarinnar. Norrænt samstarf getur gert betur og íbúar Norðurlanda eiga betra skilið. Krafa okkar er að í samstarfi Norðurlandanna verði atvinnumálin svið þar sem raunveruleg norræn samvinna á sér stað í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins svo hægt sé að vinna að virkum umbótum sem máli skipta. Við verðum að hefja þetta starf með baráttu gegn atvinnuleysi ungs fólks alls staðar á Norðurlöndum.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar