Aðild að ESB; landbúnaður og byggðamál Ólafur Arnalds skrifar 30. júní 2011 06:00 Landbúnaðarmál og byggðamál eru meðal málaflokka sem standa út af í núverandi EES-samstarfi og landbúnaður er mögulega ásteytingarsteinn í tengslum við hugsanlega aðild að ESB. Eftir að samningar nást á milli Íslands og ESB er kosið um aðild. Sé hún samþykkt sitja Íslendingar uppi með þá samninga sem gerðir eru, afar erfitt er að breyta eftir á. Þetta á m.a. við um landbúnað og byggðamál. Samningar þurfa að byggja á víðtækri faglegri vinnu þar sem kostir og möguleikar eru skoðaðir til að móta samningsmarkmið. Sú vinna hefur ekki farið fram, en það er afar mikilvægt að svo verði, því annars er hætta á að íbúar í dreifbýli sitji uppi með mun verri samning en ella. Rétt er að hafa í huga að stuðningur við landbúnað og dreifbýli á Íslandi er í mjög þröngum farvegi þar sem tvær búgreinar njóta gríðarlega mikils stuðnings (>16 milljarðar á ári, tollavernd meðtalin). Engin áþreifanleg stefnumótun hefur átt sér stað um þennan stuðning né hefur verið kannað hverju hann skilar. Ekki hefur verið rannsakað hvaða aðrir kostir koma til greina til þess að tryggja og bæta búsetuskilyrði í hinum dreifðu byggðum landsins. Sendinefnd ESB (Scoping Mission) komst að þeirri niðurstöðu að engin dreifbýlisstefna hefði verið mótuð fyrir landið. Það er stefna ESB að færa styrki frá stuðningi við framleiðslu til stuðnings við fjölbreytt atvinnulíf og mannlíf í dreifbýli. Fábreytt framleiðsla skapar ekki það fjölbreytta samfélag sem þarf til að viðhalda byggð til lengri tíma. Þá verður það æ vafasamara út frá jafnræðissjónarmiðum að greiða styrki til einnar greinar en lítið eða ekki til annarrar greinar. En þróun sem þessi er flókin og krefst víðtækrar faglegrar vinnu; rannsókna á mörgum fræðasviðum. Landbúnaðarstefna ESB (Common Agricultural Policy; CAP) byggir á tveimur stoðum: framleiðslustoð (Pillar 1) og dreifbýlisstoð (Pillar 2). Margs kyns stuðningur kemur til álita samkvæmt 2. stoðinni: umhverfismál, menntun og menning, ferðaþjónusta o.fl. sem hentar hverju svæði eða þjóðríki. Þessi þáttur verður æ fyrirferðameiri á meðan leynt og ljóst er verið að draga úr beinum framleiðslustuðningi, m.a. í takt við alþjóðlega þróun í heimsviðskiptum og til að draga úr misræmi og hlutdrægni. Það er mikilvægt að afstaða til aðildar að ESB sé tekin á grunni þekkingar á kostum og göllum aðildarinnar, og ekki síður á þeim möguleikum sem aðild kynni að skapa, t.d. á sviði uppbyggingar í dreifbýli landsins. Sérstaða landsins er mikil og möguleikar eru fyrir hendi að þróa samningsmarkmið sem gætu haft mjög hagfelld áhrif á þróun dreifbýlis á Íslandi. Slík vinna þarf í raun að fara fram án tillits til aðildar að ESB með hagsmuni dreifbýlis á Íslandi að leiðarljósi. Er ekki rétt að fara að byrja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Landbúnaðarmál og byggðamál eru meðal málaflokka sem standa út af í núverandi EES-samstarfi og landbúnaður er mögulega ásteytingarsteinn í tengslum við hugsanlega aðild að ESB. Eftir að samningar nást á milli Íslands og ESB er kosið um aðild. Sé hún samþykkt sitja Íslendingar uppi með þá samninga sem gerðir eru, afar erfitt er að breyta eftir á. Þetta á m.a. við um landbúnað og byggðamál. Samningar þurfa að byggja á víðtækri faglegri vinnu þar sem kostir og möguleikar eru skoðaðir til að móta samningsmarkmið. Sú vinna hefur ekki farið fram, en það er afar mikilvægt að svo verði, því annars er hætta á að íbúar í dreifbýli sitji uppi með mun verri samning en ella. Rétt er að hafa í huga að stuðningur við landbúnað og dreifbýli á Íslandi er í mjög þröngum farvegi þar sem tvær búgreinar njóta gríðarlega mikils stuðnings (>16 milljarðar á ári, tollavernd meðtalin). Engin áþreifanleg stefnumótun hefur átt sér stað um þennan stuðning né hefur verið kannað hverju hann skilar. Ekki hefur verið rannsakað hvaða aðrir kostir koma til greina til þess að tryggja og bæta búsetuskilyrði í hinum dreifðu byggðum landsins. Sendinefnd ESB (Scoping Mission) komst að þeirri niðurstöðu að engin dreifbýlisstefna hefði verið mótuð fyrir landið. Það er stefna ESB að færa styrki frá stuðningi við framleiðslu til stuðnings við fjölbreytt atvinnulíf og mannlíf í dreifbýli. Fábreytt framleiðsla skapar ekki það fjölbreytta samfélag sem þarf til að viðhalda byggð til lengri tíma. Þá verður það æ vafasamara út frá jafnræðissjónarmiðum að greiða styrki til einnar greinar en lítið eða ekki til annarrar greinar. En þróun sem þessi er flókin og krefst víðtækrar faglegrar vinnu; rannsókna á mörgum fræðasviðum. Landbúnaðarstefna ESB (Common Agricultural Policy; CAP) byggir á tveimur stoðum: framleiðslustoð (Pillar 1) og dreifbýlisstoð (Pillar 2). Margs kyns stuðningur kemur til álita samkvæmt 2. stoðinni: umhverfismál, menntun og menning, ferðaþjónusta o.fl. sem hentar hverju svæði eða þjóðríki. Þessi þáttur verður æ fyrirferðameiri á meðan leynt og ljóst er verið að draga úr beinum framleiðslustuðningi, m.a. í takt við alþjóðlega þróun í heimsviðskiptum og til að draga úr misræmi og hlutdrægni. Það er mikilvægt að afstaða til aðildar að ESB sé tekin á grunni þekkingar á kostum og göllum aðildarinnar, og ekki síður á þeim möguleikum sem aðild kynni að skapa, t.d. á sviði uppbyggingar í dreifbýli landsins. Sérstaða landsins er mikil og möguleikar eru fyrir hendi að þróa samningsmarkmið sem gætu haft mjög hagfelld áhrif á þróun dreifbýlis á Íslandi. Slík vinna þarf í raun að fara fram án tillits til aðildar að ESB með hagsmuni dreifbýlis á Íslandi að leiðarljósi. Er ekki rétt að fara að byrja?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar