Aðild að ESB; landbúnaður og byggðamál Ólafur Arnalds skrifar 30. júní 2011 06:00 Landbúnaðarmál og byggðamál eru meðal málaflokka sem standa út af í núverandi EES-samstarfi og landbúnaður er mögulega ásteytingarsteinn í tengslum við hugsanlega aðild að ESB. Eftir að samningar nást á milli Íslands og ESB er kosið um aðild. Sé hún samþykkt sitja Íslendingar uppi með þá samninga sem gerðir eru, afar erfitt er að breyta eftir á. Þetta á m.a. við um landbúnað og byggðamál. Samningar þurfa að byggja á víðtækri faglegri vinnu þar sem kostir og möguleikar eru skoðaðir til að móta samningsmarkmið. Sú vinna hefur ekki farið fram, en það er afar mikilvægt að svo verði, því annars er hætta á að íbúar í dreifbýli sitji uppi með mun verri samning en ella. Rétt er að hafa í huga að stuðningur við landbúnað og dreifbýli á Íslandi er í mjög þröngum farvegi þar sem tvær búgreinar njóta gríðarlega mikils stuðnings (>16 milljarðar á ári, tollavernd meðtalin). Engin áþreifanleg stefnumótun hefur átt sér stað um þennan stuðning né hefur verið kannað hverju hann skilar. Ekki hefur verið rannsakað hvaða aðrir kostir koma til greina til þess að tryggja og bæta búsetuskilyrði í hinum dreifðu byggðum landsins. Sendinefnd ESB (Scoping Mission) komst að þeirri niðurstöðu að engin dreifbýlisstefna hefði verið mótuð fyrir landið. Það er stefna ESB að færa styrki frá stuðningi við framleiðslu til stuðnings við fjölbreytt atvinnulíf og mannlíf í dreifbýli. Fábreytt framleiðsla skapar ekki það fjölbreytta samfélag sem þarf til að viðhalda byggð til lengri tíma. Þá verður það æ vafasamara út frá jafnræðissjónarmiðum að greiða styrki til einnar greinar en lítið eða ekki til annarrar greinar. En þróun sem þessi er flókin og krefst víðtækrar faglegrar vinnu; rannsókna á mörgum fræðasviðum. Landbúnaðarstefna ESB (Common Agricultural Policy; CAP) byggir á tveimur stoðum: framleiðslustoð (Pillar 1) og dreifbýlisstoð (Pillar 2). Margs kyns stuðningur kemur til álita samkvæmt 2. stoðinni: umhverfismál, menntun og menning, ferðaþjónusta o.fl. sem hentar hverju svæði eða þjóðríki. Þessi þáttur verður æ fyrirferðameiri á meðan leynt og ljóst er verið að draga úr beinum framleiðslustuðningi, m.a. í takt við alþjóðlega þróun í heimsviðskiptum og til að draga úr misræmi og hlutdrægni. Það er mikilvægt að afstaða til aðildar að ESB sé tekin á grunni þekkingar á kostum og göllum aðildarinnar, og ekki síður á þeim möguleikum sem aðild kynni að skapa, t.d. á sviði uppbyggingar í dreifbýli landsins. Sérstaða landsins er mikil og möguleikar eru fyrir hendi að þróa samningsmarkmið sem gætu haft mjög hagfelld áhrif á þróun dreifbýlis á Íslandi. Slík vinna þarf í raun að fara fram án tillits til aðildar að ESB með hagsmuni dreifbýlis á Íslandi að leiðarljósi. Er ekki rétt að fara að byrja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landbúnaðarmál og byggðamál eru meðal málaflokka sem standa út af í núverandi EES-samstarfi og landbúnaður er mögulega ásteytingarsteinn í tengslum við hugsanlega aðild að ESB. Eftir að samningar nást á milli Íslands og ESB er kosið um aðild. Sé hún samþykkt sitja Íslendingar uppi með þá samninga sem gerðir eru, afar erfitt er að breyta eftir á. Þetta á m.a. við um landbúnað og byggðamál. Samningar þurfa að byggja á víðtækri faglegri vinnu þar sem kostir og möguleikar eru skoðaðir til að móta samningsmarkmið. Sú vinna hefur ekki farið fram, en það er afar mikilvægt að svo verði, því annars er hætta á að íbúar í dreifbýli sitji uppi með mun verri samning en ella. Rétt er að hafa í huga að stuðningur við landbúnað og dreifbýli á Íslandi er í mjög þröngum farvegi þar sem tvær búgreinar njóta gríðarlega mikils stuðnings (>16 milljarðar á ári, tollavernd meðtalin). Engin áþreifanleg stefnumótun hefur átt sér stað um þennan stuðning né hefur verið kannað hverju hann skilar. Ekki hefur verið rannsakað hvaða aðrir kostir koma til greina til þess að tryggja og bæta búsetuskilyrði í hinum dreifðu byggðum landsins. Sendinefnd ESB (Scoping Mission) komst að þeirri niðurstöðu að engin dreifbýlisstefna hefði verið mótuð fyrir landið. Það er stefna ESB að færa styrki frá stuðningi við framleiðslu til stuðnings við fjölbreytt atvinnulíf og mannlíf í dreifbýli. Fábreytt framleiðsla skapar ekki það fjölbreytta samfélag sem þarf til að viðhalda byggð til lengri tíma. Þá verður það æ vafasamara út frá jafnræðissjónarmiðum að greiða styrki til einnar greinar en lítið eða ekki til annarrar greinar. En þróun sem þessi er flókin og krefst víðtækrar faglegrar vinnu; rannsókna á mörgum fræðasviðum. Landbúnaðarstefna ESB (Common Agricultural Policy; CAP) byggir á tveimur stoðum: framleiðslustoð (Pillar 1) og dreifbýlisstoð (Pillar 2). Margs kyns stuðningur kemur til álita samkvæmt 2. stoðinni: umhverfismál, menntun og menning, ferðaþjónusta o.fl. sem hentar hverju svæði eða þjóðríki. Þessi þáttur verður æ fyrirferðameiri á meðan leynt og ljóst er verið að draga úr beinum framleiðslustuðningi, m.a. í takt við alþjóðlega þróun í heimsviðskiptum og til að draga úr misræmi og hlutdrægni. Það er mikilvægt að afstaða til aðildar að ESB sé tekin á grunni þekkingar á kostum og göllum aðildarinnar, og ekki síður á þeim möguleikum sem aðild kynni að skapa, t.d. á sviði uppbyggingar í dreifbýli landsins. Sérstaða landsins er mikil og möguleikar eru fyrir hendi að þróa samningsmarkmið sem gætu haft mjög hagfelld áhrif á þróun dreifbýlis á Íslandi. Slík vinna þarf í raun að fara fram án tillits til aðildar að ESB með hagsmuni dreifbýlis á Íslandi að leiðarljósi. Er ekki rétt að fara að byrja?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun