Aðför að menntun bahá'ía í Íran Róbert Badí Baldursson skrifar 30. júní 2011 10:00 „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin(n) stór?" er algeng spurning sem fullorðnir spyrja börnin sín að. Og yfirleitt hafa börn svar á reiðum höndum: „Flugmaður", „lögga", „kennari". Svo byrja unglingsárin og allt breytist. Stundum tekur langan tíma að átta sig á því hvað maður vill gera en aðrir eru nokkuð vissir í sinni sök. Fara í háskóla eða iðnnám og afla sér þeirrar menntunar sem þeir kjósa. Ég er einn af þessum sem ætluðu aldrei að finna „sína hillu" í lífinu en fann hana svo fyrir rest og hafði þá mikla unun af náminu. En hvað ef umsókn minni um skólavist hefði verið hafnað? Það hefði vissulega verið mér áfall. Yfirleitt synja skólar nemendum um skólavist vegna mikillar aðsóknar og ef undanfaraskilyrðum er ekki fullnægt. Sem betur fer gerðist það ekki í mínu tilfelli. En þegar ég tók við viðurkenningu úr hendi rektors Háskólans í Reykjavík fyrir nokkrum árum var mér sterklega hugsað til þrjú hundruð þúsund íranskra trúsystkina minna sem er meinað um skólavist í háskólum í Íran einfaldlega vegna þess að þau eru bahá'íar. Það er gert í samræmi við leynilega stefnu stjórnvalda sem uppgötvaðist árið 1993. Þá var birt leyniskjal frá árinu 1991 frá Æðstaráði menningarbyltingarinnar og staðfest af æðstaklerki landsins þar sem kemur fram sú stefna gagnvart bahá'íum í landinu að framfarir og þróun þeirra skuli stöðvuð. Undir titlinum „Menntunar- og menningarleg staða" kemur fram að bahá'íar skuli „reknir úr háskólum, annað hvort í innritunarferlinu eða á meðan á námi þeirra stendur um leið og uppgötvast að þeir eru bahá'íar". Samkvæmt Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Íran hefur staðfest segir: „Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar." Í Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi segir einnig að „æðri menntun [skuli] gerð öllum jafn aðgengileg á grundvelli hæfni". Íran hefur einnig staðfest þennan samning. Þannig leikur Íran í raun tveimur skjöldum gagnvart alþjóðasamfélaginu, segir eitt en gerir eitthvað allt annað. En bahá'íar í Íran dóu ekki ráðalausir þegar írönsk stjórnvöld meinuðu bahá'íum að afla sér æðri menntunar í háskólum landsins. Bahá'í trúin leggur mikla áherslu á öflun menntunar og þekkingar, lítur svo á að maðurinn sé „náma auðug af ómetanlegum gimsteinum" sem aðeins menntun getur afhjúpað. Bahá'u'lláh, stofnandi bahá'í trúarinnar, segir í ritum sínum: „Hverjum og einum yðar er gert að skyldu, að stunda einhverskonar atvinnu, svo sem iðnir, verslun og þessháttar. Vér höfum náðarsamlega upphafið störf yðar í slíkri atvinnu á svið tilbeiðslu til Guðs, hins sanna." Fljótlega eftir íslömsku byltinguna í Íran kom í ljós að stjórnvöld ætluðu að meina bahá'íum aðgang að háskólum landsins til frambúðar. Bahá'íar brugðust þar af leiðandi við því í ljósi áherslunnar sem trú þeirra leggur á menntun með því að koma á fót kerfi þar sem bahá'í ungmenni gætu fengið æðri menntun. Upphaflega fór kennslan fram bréflega. Síðar voru skipulagðar kennslustundir í heimahúsum og á öðrum stöðum um allt land. Á seinni árum var bætt við fjarnámi á netinu sem bahá'íar víða að komu að. Þar á meðal kenndu tengdaforeldrar mínir írönskum bahá'í ungmennum ensku í gegnum netið, en þau eru búsett í Finnlandi. Í lok níunda áratugarins varð framtakið þekkt sem „Bahá'í stofnun um æðri menntun" (Bahá'í Institute for Higher Education). Nú er svo komið að stofnunin býður upp á kennslu í 17 námsgreinum í þremur deildum á sviði raunvísinda, félagsfræði og í hugvísindum. Einnig býður hún upp á tveggja ára nám í styttra starfsnámi. Um 1.000 bahá'íar sækja um nám við stofnunina á hverju ári og 200-300 manns koma að kennslu, stjórnun og fjármálum hennar. Leiðandi háskólar í Evrópu, Norður-Ameríku, Ástralíu og á Indlandi hafa borið vitni akademískri dýpt og þekkingu útskriftarnemanna og í ljósi sérstakra aðstæðna þeirra hafa þeir boðið útskriftarnemum að leggja stund á framhaldsnám hjá sér. Meirihluti þessara stúdenta hefur snúið aftur til Íran þegar þeir hafa lokið framhaldsnámi við erlenda háskóla og boðist til að kenna við stofnunina sem sjálfboðaliðar og þannig gert henni kleift að viðhalda háum akademískum staðli. Hinn 21. maí síðastliðinn sýndi Íransstjórn sitt nýjasta útspil er hún handtók 16 bahá'ía víðs vegar um landið sem höfðu komið að starfi menntastofnunarinnar. Einnig var gerð húsleit á 30 stöðum. Stjórnvöld hafa reglulega beitt slíkum aðgerðum gegn menntastofnuninni í viðleitni sinni til að þurrka út bahá'í samfélagið sem lífvænlega heild innan landsins og kæfa það efnahagslega. Árið 1998 var t.d. gerð húsleit á 500 heimilum og lagt hald á gögn og tölvur tengdar stofnuninni. Svipaðar aðfarir voru gerðar eftir það, en þar bar hæst aðgerðir árin 2001 og 2003. Bahá'íum og öðrum sem eiga undir högg að sækja í Íran væri styrkur í því ef háskólar hér á landi risu upp til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í Íran og lýstu yfir stuðningi við réttmætar kröfur bahá'ía um að fá aðgang að háskólum landsins til jafns við samlanda sína. Innan skamms munu þeir sem vilja mótmæla þessum aðgerðum stjórnvalda í Íran geta nálgast sérprentuð póstkort á skrifstofu Bahá'í samfélagsins til að senda ráðherra menntamála í Íran þar sem þessu óréttlæti er mótmælt. Nánar má lesa um aðför að menntun bahá'ía á vefnum http://denial.bahai.org Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
„Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin(n) stór?" er algeng spurning sem fullorðnir spyrja börnin sín að. Og yfirleitt hafa börn svar á reiðum höndum: „Flugmaður", „lögga", „kennari". Svo byrja unglingsárin og allt breytist. Stundum tekur langan tíma að átta sig á því hvað maður vill gera en aðrir eru nokkuð vissir í sinni sök. Fara í háskóla eða iðnnám og afla sér þeirrar menntunar sem þeir kjósa. Ég er einn af þessum sem ætluðu aldrei að finna „sína hillu" í lífinu en fann hana svo fyrir rest og hafði þá mikla unun af náminu. En hvað ef umsókn minni um skólavist hefði verið hafnað? Það hefði vissulega verið mér áfall. Yfirleitt synja skólar nemendum um skólavist vegna mikillar aðsóknar og ef undanfaraskilyrðum er ekki fullnægt. Sem betur fer gerðist það ekki í mínu tilfelli. En þegar ég tók við viðurkenningu úr hendi rektors Háskólans í Reykjavík fyrir nokkrum árum var mér sterklega hugsað til þrjú hundruð þúsund íranskra trúsystkina minna sem er meinað um skólavist í háskólum í Íran einfaldlega vegna þess að þau eru bahá'íar. Það er gert í samræmi við leynilega stefnu stjórnvalda sem uppgötvaðist árið 1993. Þá var birt leyniskjal frá árinu 1991 frá Æðstaráði menningarbyltingarinnar og staðfest af æðstaklerki landsins þar sem kemur fram sú stefna gagnvart bahá'íum í landinu að framfarir og þróun þeirra skuli stöðvuð. Undir titlinum „Menntunar- og menningarleg staða" kemur fram að bahá'íar skuli „reknir úr háskólum, annað hvort í innritunarferlinu eða á meðan á námi þeirra stendur um leið og uppgötvast að þeir eru bahá'íar". Samkvæmt Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Íran hefur staðfest segir: „Allir menn skulu frjálsir hugsana sinna, sannfæringar og trúar." Í Alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi segir einnig að „æðri menntun [skuli] gerð öllum jafn aðgengileg á grundvelli hæfni". Íran hefur einnig staðfest þennan samning. Þannig leikur Íran í raun tveimur skjöldum gagnvart alþjóðasamfélaginu, segir eitt en gerir eitthvað allt annað. En bahá'íar í Íran dóu ekki ráðalausir þegar írönsk stjórnvöld meinuðu bahá'íum að afla sér æðri menntunar í háskólum landsins. Bahá'í trúin leggur mikla áherslu á öflun menntunar og þekkingar, lítur svo á að maðurinn sé „náma auðug af ómetanlegum gimsteinum" sem aðeins menntun getur afhjúpað. Bahá'u'lláh, stofnandi bahá'í trúarinnar, segir í ritum sínum: „Hverjum og einum yðar er gert að skyldu, að stunda einhverskonar atvinnu, svo sem iðnir, verslun og þessháttar. Vér höfum náðarsamlega upphafið störf yðar í slíkri atvinnu á svið tilbeiðslu til Guðs, hins sanna." Fljótlega eftir íslömsku byltinguna í Íran kom í ljós að stjórnvöld ætluðu að meina bahá'íum aðgang að háskólum landsins til frambúðar. Bahá'íar brugðust þar af leiðandi við því í ljósi áherslunnar sem trú þeirra leggur á menntun með því að koma á fót kerfi þar sem bahá'í ungmenni gætu fengið æðri menntun. Upphaflega fór kennslan fram bréflega. Síðar voru skipulagðar kennslustundir í heimahúsum og á öðrum stöðum um allt land. Á seinni árum var bætt við fjarnámi á netinu sem bahá'íar víða að komu að. Þar á meðal kenndu tengdaforeldrar mínir írönskum bahá'í ungmennum ensku í gegnum netið, en þau eru búsett í Finnlandi. Í lok níunda áratugarins varð framtakið þekkt sem „Bahá'í stofnun um æðri menntun" (Bahá'í Institute for Higher Education). Nú er svo komið að stofnunin býður upp á kennslu í 17 námsgreinum í þremur deildum á sviði raunvísinda, félagsfræði og í hugvísindum. Einnig býður hún upp á tveggja ára nám í styttra starfsnámi. Um 1.000 bahá'íar sækja um nám við stofnunina á hverju ári og 200-300 manns koma að kennslu, stjórnun og fjármálum hennar. Leiðandi háskólar í Evrópu, Norður-Ameríku, Ástralíu og á Indlandi hafa borið vitni akademískri dýpt og þekkingu útskriftarnemanna og í ljósi sérstakra aðstæðna þeirra hafa þeir boðið útskriftarnemum að leggja stund á framhaldsnám hjá sér. Meirihluti þessara stúdenta hefur snúið aftur til Íran þegar þeir hafa lokið framhaldsnámi við erlenda háskóla og boðist til að kenna við stofnunina sem sjálfboðaliðar og þannig gert henni kleift að viðhalda háum akademískum staðli. Hinn 21. maí síðastliðinn sýndi Íransstjórn sitt nýjasta útspil er hún handtók 16 bahá'ía víðs vegar um landið sem höfðu komið að starfi menntastofnunarinnar. Einnig var gerð húsleit á 30 stöðum. Stjórnvöld hafa reglulega beitt slíkum aðgerðum gegn menntastofnuninni í viðleitni sinni til að þurrka út bahá'í samfélagið sem lífvænlega heild innan landsins og kæfa það efnahagslega. Árið 1998 var t.d. gerð húsleit á 500 heimilum og lagt hald á gögn og tölvur tengdar stofnuninni. Svipaðar aðfarir voru gerðar eftir það, en þar bar hæst aðgerðir árin 2001 og 2003. Bahá'íum og öðrum sem eiga undir högg að sækja í Íran væri styrkur í því ef háskólar hér á landi risu upp til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í Íran og lýstu yfir stuðningi við réttmætar kröfur bahá'ía um að fá aðgang að háskólum landsins til jafns við samlanda sína. Innan skamms munu þeir sem vilja mótmæla þessum aðgerðum stjórnvalda í Íran geta nálgast sérprentuð póstkort á skrifstofu Bahá'í samfélagsins til að senda ráðherra menntamála í Íran þar sem þessu óréttlæti er mótmælt. Nánar má lesa um aðför að menntun bahá'ía á vefnum http://denial.bahai.org
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun