Vanþekking eða sjálfhverf hugsun - Hugleiðingar um Reykjavíkurflugvöll Emil Ágústsson skrifar 22. ágúst 2013 08:12 Skoðanakannanir undanfarin misseri og ár sýna að stöðugt fjölgar í þeim hóp sem telur að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Könnun sem gerð var af Stöð 2 og Fréttablaðinu 7.-8. desember 2012 sýnir að 82% borgarbúa og 84% þjóðarinnar vilja völlinn áfram í Vatnsmýrinni. Enn er þó að finna mjög fámennan hóp sem gengur þvert á vilja þjóðarinnar með nýju aðalskipulagi sem nú liggur frammi og sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn fari á næstu árum og verði ekki í Reykjavík. Áður en slík tillaga er samþykkt er vert að skoða nokkrar staðreyndir til þess að átta sig á hvort flugvöllurinn í Vatnsmýrinni eigi að vera eða fara. Reykjavíkurflugvöllur er sjúkraflugvöllur allrar landsbyggðarinnar og tenging á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Árlega fara nú um völlinn um 400 -500 þúsund farþegar á ári. Samkvæmt samningi við heilbrigðiseftirlitið er nú árlega flogið með um 400-600 sjúklinga um Reykjavíkurflugvöll, sem komast þurfa á sjúkrahús í höfuðborginni. Í svari heilbrigðis og tryggingamálaráðherra frá árinu 2005 kemur fram að þá er um helmingur sjúkrafluga af þessu tagi bráðasjúkraflug af viðbragðsstigi 1, en þá er flogið með bráðveikt fólk þar sem tíminn getur skilið á milli lífs og dauða. Allt þetta sjúkraflug fer fram með hraðfleygum skrúfuþotum með jafnþrýstiklefa. Þyrluflug er utan við þessar tölur um sjúkraflug. Þyrlur eru ómissandi til vissra starfa en þær henta ekki vel í hraðflug né þar sem fljúga þarf í mikilli hæð til að losna við slæm veður. Þyrlur fljúga um helmingi hægar en skrúfuþotur og eru ekki með jafnþrýstiklefa og kostnaður við hvern flugtíma þyrlu er margfaldur á við skrúfuþotu miðað við sætafjölda og burðargetu. Rétt staðsetning sjúkra- og höfuðborgarflugvallar er því afar mikilvæg og ekki síst hér á landi þar sem veðurfar getur hamlað flugi stóran hluta vetrar sé flugvöllurinn ekki vel staðsettur. Mikilvægt er að flugvöllur höfuðborgarinnar hafi hæstan mögulegan nýtingarstuðul og að hætta af völdum veðurs sé lágmörkuð. Við staðarval flugvalla er reynt að uppfylla eftirfarandi skilyrði:Að flugvöllurinn sé sem næst sjávarmáli, án þess að vera í særoki. Þar er hitastig hæst, ísing minnst, snjómokstur minnstur, loftþrýstingur mestur og skýjahæð mest.Að stefna flugbrauta sé sem næst ríkjandi vindáttum og að brautir séu nægjanlega margar til að fækka hættulegum hliðarvindslendingum.Að ekki séu fjöll sem valda hindrun og hættu við aðflug.Að ekki séu fjöll það nærri flugvellinum að þau valdi hvirflum eða ókyrrð í aðflugi í vondum veðrum.Að skýjafar sé létt, sem fæst með því að landslag sé hærra umhverfis völlinn án þess að valda ókyrrð í aðflugi.Að flugvöllurinn sé staðsettur nærri höfuðborginni til að stytta ferðatíma og til að auðvelda flug með stuttum fyrirvara til flugvalla með erfið veðurskilyrði.Höfuðborgarflugvöllur sé staðsettur sem næst sjúkrahúsi. Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þessi skilyrði þar sem hann er núna staðsettur. Það sama verður ekki sagt um neina af þeim hugmyndum sem uppi hafa verið um mögulega aðra staðsetningu flugvallar í stað núverandi flugvallar í Vatnsmýrinni. En lítum nánar á þær hugmyndir sem uppi hafa verið: Löngusker yrðu í of miklu særoki þar sem NA áttir hafa náð verulegum vindhraða á þessum stað eins og þeir sem til þekkja vita vegna vindstrengsins sem kemur úr Hvalfirði og gengur yfir vesturhluta Reykjavíkur. Þessi vindur næði að skrúfa upp sjó og ýra yfir allan völlinn eins og þekkt er á Skúlagötunni við svipaðar aðstæður. Allir flugvélaeigendur og -framleiðendur vita hversu hratt flugvélar tærast ef þær lenda í sjávarseltu. Meira að segja sjóflugvélar sem eru þó sérstaklega varðar fyrir afleiðingum tæringar eiga sér afar stuttan líftíma við þessi skilyrði. Þá er kostnaður við flugvallargerð á fyllingum í sjó gífurlegur. Á svæðinu milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur voru gerðar ítarlegar athuganir á veðurfari og vindum á vegum Flugmálstjórna á sínum tíma. Niðurstaðan var sú að þar er ókyrrð frá fjöllum of mikil í aðflugi sem gerir völlinn of hættulegan. Auk þess yrði flugvöllur á þeim stað of nálægt Keflavíkurflugvelli og of langt frá Reykjavík. Hólmsheiði er 130 m ofan við sjávarmál og lendir því í öðru veðrasvæði en Reykjavík. Á þessum stað yrðu vetrarveður í flestum tilvikum mjög hamlandi fyrir flug. Skýjahæð er of lítil og snjóþyngsli og ísing algengari. Nálægð við fjöll veldur hvirflum, hættulegri ókyrrð við viss veðurskilyrði og fjöllin hindra líka eðlilegan aðflugsferil. Nýtingarhlutfall flugvallar á þessum stað er of lítið og óásættanlegt. Enginn flugmaður eða flugrekstraraðili sem þekkir til íslenskrar vetrarveðráttu myndi láta sér detta í hug að velja þennan stað til flugrekstrar að vetri til. Þá er það ekki til bóta að á þessum stað er land mishæðótt sem kallar á mikla og dýra jarðvinnu.Keflavíkurflugvöllur er of langt frá höfuðborginni til að getað þjónað hlutverki sínu sem innanlandsflugvöllur. Innanlandsflug legðist að mestu niður við þá staðsetningu eins og flugrekstraraðilar og fólkið á landsbyggðinni hefur tjáð sig um og oft hefur verið fjallað um. Önnur flugvallarstæði eru ekki í boði eða nothæf í nágrenni við höfuðborgina. Þetta er grundvallaratriði sem hafa þarf í huga áður en ákveðið er að leggja niður flugvöllinn. Þessi staðreynd hefur legið á borðinu nokkuð lengi og er engin ný sannindi. Að bíða lengur eftir að þetta breytist er ekki vænlegur kostur. Eins og fram hefur komið hér að framan er Reykjavíkurflugvöllur einstaklega vel staðsettur út frá veðurfars- og öryggissjónarmiðum og nýtingarstuðull hans með því hæsta sem gerist á landinu. Sé einnig tekið tillit til stuttra vegalengda í þjónustu fyrir þá sem nota völlinn, getur staðsetningin varla orðið betri. Stutt er síðan lagt var í umtalsverðan kostnað við að skipta um jarðveg undir brautum Reykjavíkurflugvallar og endurnýja lagnir og ljósabúnað. Flugvöllurinn myndi sóma sér vel í borgarlandinu þegar að búið er að hirða í kring um hann og skipuleggja þar svæði sem ekki hindra þá starfsemi sem tengist flugvelli. Það er ekki útilokað að nýta megi betur þau svæði sem auð eru í kring um flugvöllinn og utan öryggissvæða hans. Þar gætu verið skrúðgarðar, hlaupa- og hjólabrautir, lágreistar byggingar eða annað. Arkitekta skortir áreiðanlega ekki hugmyndir í þeim efnum. Vatnsmýrin er óhentugt byggingarland fyrir íbúðabyggð og gatnagerð. Ástæðan er einfaldlega sú, að þar er mýri eins og nafnið bendir til. Nokkurra metra djúp vatnssósa mold sem ekki er hægt að byggja á. Það vita allir sem vit hafa á gatnagerð og byggingarframkvæmdum að viðbótarkostnaður vegna mikilla jarðvegsskipta er ekki fýsilegur, allra síst ef aka þarf eða sigla efninu langt og moka því oft upp. Ekki yrði vinsælt að aka öllu þessu efni í gegn um borgina. Fyrir þá sem áhuga hafa á er vert að benda á að ef skipt yrði um jarðveg í Vatnsmýrinni til að gera landið byggingarhæft, mun grunnvatnshæð lækka í mýrinni og Reykjavíkurtjörn þorna upp nema að til komi sérstakar ráðstafanir. Lausnin gæti falist í dælubúnaði til að halda vatnsborði tjarnarinnar óbreyttu. Ef gerð er heiðarleg kostnaðaráætlun yfir það að gera Vatnsmýrina byggingarhæfa fyrir íbúðahverfi þá þarf að gera ráð fyrir tvennum viðbótar kostnaði sem ekki fellur á aðrar byggingarlóðir að öllu jöfnu. Annað er kostnaður við jarðvegsskiptin sem eru óvenjulega mikil og dýr og hitt er kostnaður við að byggja annan flugvöll í stað flugvallarins sem ætlunin er að fjarlægja af svæðinu. Þegar kostnaði af þessu tvennu hefur verið bætt við annan hefðbundinn kostnað við að gera land byggingarhæft, er Vatnsmýrin orðin dýrt byggingarland. Óvíst er að nokkur hafi efni á að kaupa lóð undir íbúðarhús á þessum stað. Allar hugmyndir um styttingu brauta og skerðingu þeirra eru afar varhugaverðar og ætti ekki að setja þær fram nema að full athuguðu máli. Því fylgir ábyrgð sem fáir mundu vilja axla. Slíkar hugmyndir leiða að öllu jöfnu til minna öryggis, meiri hættu á óhöppum auk þess sem nýting vallarins minnkar. Í dag er verið er að reyna að auka öryggi á öllum sviðum en ekki að minnka það. Á það við um alla þætti, í lofti, á landi og á sjó. Nú er tími til að hugsa fram á veginn og huga að góðri borg fyrir komandi kynslóðir. Enn er nóg land á Stór-Reykjavíkursvæðinu þar sem hægt er að þétta byggð og óþarfi að einblína á mýrina sem nú nýtist að miklu leiti undir bráðnauðsynlega þjónustu höfuðborgarinnar við landsmenn og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Minnumst þess að engin járnbrautarstöð er á höfuðborgarsvæðinu né járnbrautir sem tengja borgina við okkar strjálbýla land. Flugvöllurinn er því okkar lífæð við landsbyggðina og honum verðu ekki úthýst. Viðurkennum að Reykjavíkurflugvöllur er samgöngumannvirki og sjúkraflugvöllur, sem á að vera í borginni, enda enginn annar staður til fyrir hann eins og lengi hefur legið fyrir. Drífum í að fegra í kring um flugvöllinn. Byggjum fallega vel staðsetta umferðarmiðstöð við völlinn sem yrði landi og þjóð til sóma. Miðstöð sem tengir saman flug, rútubíla, strætisvagna og leigubíla. Það er erfitt að átta sig á hugsuninni á bak við skipulagstillöguna sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn hverfi. Hefur ekki eitthvað gleymst í röksemdafærslunni ? Með henni er stefnt í óafturkræft tjón á samgöngu- og sjúkrakerfi landsins. Hvernig á að leysa á sjúkraflutningamálið ef flugvöllurinn hverfur ? Skipulagstillagan gengur auk þess þvert á vilja meirihluta borgarbúa og þjóðarinnar allrar. Ég vona að hugmyndin á bak við skipulagstillöguna sé hvorki af völdum vanþekkingar eða sjálfhverfrar hugsunar. Enn er tími til að kippa þessari tillögu til baka og lagfæra hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Skoðanakannanir undanfarin misseri og ár sýna að stöðugt fjölgar í þeim hóp sem telur að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni. Könnun sem gerð var af Stöð 2 og Fréttablaðinu 7.-8. desember 2012 sýnir að 82% borgarbúa og 84% þjóðarinnar vilja völlinn áfram í Vatnsmýrinni. Enn er þó að finna mjög fámennan hóp sem gengur þvert á vilja þjóðarinnar með nýju aðalskipulagi sem nú liggur frammi og sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn fari á næstu árum og verði ekki í Reykjavík. Áður en slík tillaga er samþykkt er vert að skoða nokkrar staðreyndir til þess að átta sig á hvort flugvöllurinn í Vatnsmýrinni eigi að vera eða fara. Reykjavíkurflugvöllur er sjúkraflugvöllur allrar landsbyggðarinnar og tenging á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Árlega fara nú um völlinn um 400 -500 þúsund farþegar á ári. Samkvæmt samningi við heilbrigðiseftirlitið er nú árlega flogið með um 400-600 sjúklinga um Reykjavíkurflugvöll, sem komast þurfa á sjúkrahús í höfuðborginni. Í svari heilbrigðis og tryggingamálaráðherra frá árinu 2005 kemur fram að þá er um helmingur sjúkrafluga af þessu tagi bráðasjúkraflug af viðbragðsstigi 1, en þá er flogið með bráðveikt fólk þar sem tíminn getur skilið á milli lífs og dauða. Allt þetta sjúkraflug fer fram með hraðfleygum skrúfuþotum með jafnþrýstiklefa. Þyrluflug er utan við þessar tölur um sjúkraflug. Þyrlur eru ómissandi til vissra starfa en þær henta ekki vel í hraðflug né þar sem fljúga þarf í mikilli hæð til að losna við slæm veður. Þyrlur fljúga um helmingi hægar en skrúfuþotur og eru ekki með jafnþrýstiklefa og kostnaður við hvern flugtíma þyrlu er margfaldur á við skrúfuþotu miðað við sætafjölda og burðargetu. Rétt staðsetning sjúkra- og höfuðborgarflugvallar er því afar mikilvæg og ekki síst hér á landi þar sem veðurfar getur hamlað flugi stóran hluta vetrar sé flugvöllurinn ekki vel staðsettur. Mikilvægt er að flugvöllur höfuðborgarinnar hafi hæstan mögulegan nýtingarstuðul og að hætta af völdum veðurs sé lágmörkuð. Við staðarval flugvalla er reynt að uppfylla eftirfarandi skilyrði:Að flugvöllurinn sé sem næst sjávarmáli, án þess að vera í særoki. Þar er hitastig hæst, ísing minnst, snjómokstur minnstur, loftþrýstingur mestur og skýjahæð mest.Að stefna flugbrauta sé sem næst ríkjandi vindáttum og að brautir séu nægjanlega margar til að fækka hættulegum hliðarvindslendingum.Að ekki séu fjöll sem valda hindrun og hættu við aðflug.Að ekki séu fjöll það nærri flugvellinum að þau valdi hvirflum eða ókyrrð í aðflugi í vondum veðrum.Að skýjafar sé létt, sem fæst með því að landslag sé hærra umhverfis völlinn án þess að valda ókyrrð í aðflugi.Að flugvöllurinn sé staðsettur nærri höfuðborginni til að stytta ferðatíma og til að auðvelda flug með stuttum fyrirvara til flugvalla með erfið veðurskilyrði.Höfuðborgarflugvöllur sé staðsettur sem næst sjúkrahúsi. Reykjavíkurflugvöllur uppfyllir öll þessi skilyrði þar sem hann er núna staðsettur. Það sama verður ekki sagt um neina af þeim hugmyndum sem uppi hafa verið um mögulega aðra staðsetningu flugvallar í stað núverandi flugvallar í Vatnsmýrinni. En lítum nánar á þær hugmyndir sem uppi hafa verið: Löngusker yrðu í of miklu særoki þar sem NA áttir hafa náð verulegum vindhraða á þessum stað eins og þeir sem til þekkja vita vegna vindstrengsins sem kemur úr Hvalfirði og gengur yfir vesturhluta Reykjavíkur. Þessi vindur næði að skrúfa upp sjó og ýra yfir allan völlinn eins og þekkt er á Skúlagötunni við svipaðar aðstæður. Allir flugvélaeigendur og -framleiðendur vita hversu hratt flugvélar tærast ef þær lenda í sjávarseltu. Meira að segja sjóflugvélar sem eru þó sérstaklega varðar fyrir afleiðingum tæringar eiga sér afar stuttan líftíma við þessi skilyrði. Þá er kostnaður við flugvallargerð á fyllingum í sjó gífurlegur. Á svæðinu milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur voru gerðar ítarlegar athuganir á veðurfari og vindum á vegum Flugmálstjórna á sínum tíma. Niðurstaðan var sú að þar er ókyrrð frá fjöllum of mikil í aðflugi sem gerir völlinn of hættulegan. Auk þess yrði flugvöllur á þeim stað of nálægt Keflavíkurflugvelli og of langt frá Reykjavík. Hólmsheiði er 130 m ofan við sjávarmál og lendir því í öðru veðrasvæði en Reykjavík. Á þessum stað yrðu vetrarveður í flestum tilvikum mjög hamlandi fyrir flug. Skýjahæð er of lítil og snjóþyngsli og ísing algengari. Nálægð við fjöll veldur hvirflum, hættulegri ókyrrð við viss veðurskilyrði og fjöllin hindra líka eðlilegan aðflugsferil. Nýtingarhlutfall flugvallar á þessum stað er of lítið og óásættanlegt. Enginn flugmaður eða flugrekstraraðili sem þekkir til íslenskrar vetrarveðráttu myndi láta sér detta í hug að velja þennan stað til flugrekstrar að vetri til. Þá er það ekki til bóta að á þessum stað er land mishæðótt sem kallar á mikla og dýra jarðvinnu.Keflavíkurflugvöllur er of langt frá höfuðborginni til að getað þjónað hlutverki sínu sem innanlandsflugvöllur. Innanlandsflug legðist að mestu niður við þá staðsetningu eins og flugrekstraraðilar og fólkið á landsbyggðinni hefur tjáð sig um og oft hefur verið fjallað um. Önnur flugvallarstæði eru ekki í boði eða nothæf í nágrenni við höfuðborgina. Þetta er grundvallaratriði sem hafa þarf í huga áður en ákveðið er að leggja niður flugvöllinn. Þessi staðreynd hefur legið á borðinu nokkuð lengi og er engin ný sannindi. Að bíða lengur eftir að þetta breytist er ekki vænlegur kostur. Eins og fram hefur komið hér að framan er Reykjavíkurflugvöllur einstaklega vel staðsettur út frá veðurfars- og öryggissjónarmiðum og nýtingarstuðull hans með því hæsta sem gerist á landinu. Sé einnig tekið tillit til stuttra vegalengda í þjónustu fyrir þá sem nota völlinn, getur staðsetningin varla orðið betri. Stutt er síðan lagt var í umtalsverðan kostnað við að skipta um jarðveg undir brautum Reykjavíkurflugvallar og endurnýja lagnir og ljósabúnað. Flugvöllurinn myndi sóma sér vel í borgarlandinu þegar að búið er að hirða í kring um hann og skipuleggja þar svæði sem ekki hindra þá starfsemi sem tengist flugvelli. Það er ekki útilokað að nýta megi betur þau svæði sem auð eru í kring um flugvöllinn og utan öryggissvæða hans. Þar gætu verið skrúðgarðar, hlaupa- og hjólabrautir, lágreistar byggingar eða annað. Arkitekta skortir áreiðanlega ekki hugmyndir í þeim efnum. Vatnsmýrin er óhentugt byggingarland fyrir íbúðabyggð og gatnagerð. Ástæðan er einfaldlega sú, að þar er mýri eins og nafnið bendir til. Nokkurra metra djúp vatnssósa mold sem ekki er hægt að byggja á. Það vita allir sem vit hafa á gatnagerð og byggingarframkvæmdum að viðbótarkostnaður vegna mikilla jarðvegsskipta er ekki fýsilegur, allra síst ef aka þarf eða sigla efninu langt og moka því oft upp. Ekki yrði vinsælt að aka öllu þessu efni í gegn um borgina. Fyrir þá sem áhuga hafa á er vert að benda á að ef skipt yrði um jarðveg í Vatnsmýrinni til að gera landið byggingarhæft, mun grunnvatnshæð lækka í mýrinni og Reykjavíkurtjörn þorna upp nema að til komi sérstakar ráðstafanir. Lausnin gæti falist í dælubúnaði til að halda vatnsborði tjarnarinnar óbreyttu. Ef gerð er heiðarleg kostnaðaráætlun yfir það að gera Vatnsmýrina byggingarhæfa fyrir íbúðahverfi þá þarf að gera ráð fyrir tvennum viðbótar kostnaði sem ekki fellur á aðrar byggingarlóðir að öllu jöfnu. Annað er kostnaður við jarðvegsskiptin sem eru óvenjulega mikil og dýr og hitt er kostnaður við að byggja annan flugvöll í stað flugvallarins sem ætlunin er að fjarlægja af svæðinu. Þegar kostnaði af þessu tvennu hefur verið bætt við annan hefðbundinn kostnað við að gera land byggingarhæft, er Vatnsmýrin orðin dýrt byggingarland. Óvíst er að nokkur hafi efni á að kaupa lóð undir íbúðarhús á þessum stað. Allar hugmyndir um styttingu brauta og skerðingu þeirra eru afar varhugaverðar og ætti ekki að setja þær fram nema að full athuguðu máli. Því fylgir ábyrgð sem fáir mundu vilja axla. Slíkar hugmyndir leiða að öllu jöfnu til minna öryggis, meiri hættu á óhöppum auk þess sem nýting vallarins minnkar. Í dag er verið er að reyna að auka öryggi á öllum sviðum en ekki að minnka það. Á það við um alla þætti, í lofti, á landi og á sjó. Nú er tími til að hugsa fram á veginn og huga að góðri borg fyrir komandi kynslóðir. Enn er nóg land á Stór-Reykjavíkursvæðinu þar sem hægt er að þétta byggð og óþarfi að einblína á mýrina sem nú nýtist að miklu leiti undir bráðnauðsynlega þjónustu höfuðborgarinnar við landsmenn og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Minnumst þess að engin járnbrautarstöð er á höfuðborgarsvæðinu né járnbrautir sem tengja borgina við okkar strjálbýla land. Flugvöllurinn er því okkar lífæð við landsbyggðina og honum verðu ekki úthýst. Viðurkennum að Reykjavíkurflugvöllur er samgöngumannvirki og sjúkraflugvöllur, sem á að vera í borginni, enda enginn annar staður til fyrir hann eins og lengi hefur legið fyrir. Drífum í að fegra í kring um flugvöllinn. Byggjum fallega vel staðsetta umferðarmiðstöð við völlinn sem yrði landi og þjóð til sóma. Miðstöð sem tengir saman flug, rútubíla, strætisvagna og leigubíla. Það er erfitt að átta sig á hugsuninni á bak við skipulagstillöguna sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn hverfi. Hefur ekki eitthvað gleymst í röksemdafærslunni ? Með henni er stefnt í óafturkræft tjón á samgöngu- og sjúkrakerfi landsins. Hvernig á að leysa á sjúkraflutningamálið ef flugvöllurinn hverfur ? Skipulagstillagan gengur auk þess þvert á vilja meirihluta borgarbúa og þjóðarinnar allrar. Ég vona að hugmyndin á bak við skipulagstillöguna sé hvorki af völdum vanþekkingar eða sjálfhverfrar hugsunar. Enn er tími til að kippa þessari tillögu til baka og lagfæra hana.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun