Handknattleiksmarkvörðurinn Guðrún Ósk Maríasdóttir snýr aftur á handboltavöllinn í vetur en hún er búin að semja við FH.
Guðrún Ósk tók sér frí síðasta vetur þar sem hún var ólétt. Hún eignaðist barnið í júní síðastliðnum.
Guðrún Ósk lék með Fram áður en hún fór í leyfi. Hún er öflugur markvörður og á vafalítið eftir að styrkja lið FH mikið.
