713 milljarðar gufað upp í Kauphöllinni frá áramótum 23. mars 2008 13:10 Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur þurft að horfa upp á tæplega 150 milljarða rýrnun á verðmæti Kaupþings frá áramótum. Verðmæti 17 íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur rýrnað um 712,7 milljarða frá áramótum. Mest hefur virði Kaupþings minnkað eða um 148 milljarða. Tvö önnur fyrirtæki, Exista og FL Group, hafa þurft að horfa upp á meira en hundrað milljarða gufa upp frá áramótum. Og til að bæta gráu ofan á svart fyrir Exista og FL Group þá hafa kjölfestueignir þeirra í íslenskum félögum einnig hrapað. Þannig hefur rúmlega 23% hlutur félagsins í Kaupþing rýrnað um 34,1 milljarð og 39% hlutur þess í Bakkavör um 16,6 milljarða. Rúmlega 30% hlutur FL Group í Glitni hefur rýrnað um 26,8 milljarða. Eins og gefur að skilja þá hafa stærstu hluthafar fyrirtækjanna einnig þurft að horfa upp á eignir sínar rýrna mikið. Þannig hefur 45,21% hlutur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar í Exista rýrnað um 50,1 milljarð frá áramótum. Fjárfestingafélagið Kista, sem er í eigu SPRON og nokkurra annarra sparisjóða, hefur þurft að horfa upp á 8,94% hlut sinn í Exista minnka að verðmæti úr 20,1 milljarði í 10,2 milljarða eða um 9,9 milljarða. Björgólfsfeðgar hafa einnig fundið fyrir erfiðum tímum í Kauphöllinni. Alls hafa þrír lykilhlutir þeirra í Landsbankanum, Straumi-Burðarás og Eimskip rýrnað um 56,3 milljarða. Þar munar mest um rétt rúmlega 40% hlut þeirra í Landsbankanum sem hefur rýrnað um 35,9 milljarða og 32,89% hlut þeirra í Straumi sem hefur rýrnað um 14,8 milljarða. Hluthafar FL Group hafa einnig fengið þungt högg. Gengi bréfa í félaginu hafa fallið um 55,5% frá áramótum og það hefur komið við stærstu hluthafa félagsins. Baugur Group, sem á 36,47% hlut í FL Group í gegnum BG Capital og Baug Group, hefur þurft að horfa upp á eign sína í félaginu rýrna um 39,8 milljarða frá áramótum. Hlutur Fons, félags Pálma Haraldssonar, varaformanns stjórnar FL Group, upp á 12,21% hefur rýrnað um 13,3 milljarða og hlutur Hannesar Smárasonar hefur rýrnað um 10,8 milljarða. Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Verðmæti 17 íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur rýrnað um 712,7 milljarða frá áramótum. Mest hefur virði Kaupþings minnkað eða um 148 milljarða. Tvö önnur fyrirtæki, Exista og FL Group, hafa þurft að horfa upp á meira en hundrað milljarða gufa upp frá áramótum. Og til að bæta gráu ofan á svart fyrir Exista og FL Group þá hafa kjölfestueignir þeirra í íslenskum félögum einnig hrapað. Þannig hefur rúmlega 23% hlutur félagsins í Kaupþing rýrnað um 34,1 milljarð og 39% hlutur þess í Bakkavör um 16,6 milljarða. Rúmlega 30% hlutur FL Group í Glitni hefur rýrnað um 26,8 milljarða. Eins og gefur að skilja þá hafa stærstu hluthafar fyrirtækjanna einnig þurft að horfa upp á eignir sínar rýrna mikið. Þannig hefur 45,21% hlutur bræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar í Exista rýrnað um 50,1 milljarð frá áramótum. Fjárfestingafélagið Kista, sem er í eigu SPRON og nokkurra annarra sparisjóða, hefur þurft að horfa upp á 8,94% hlut sinn í Exista minnka að verðmæti úr 20,1 milljarði í 10,2 milljarða eða um 9,9 milljarða. Björgólfsfeðgar hafa einnig fundið fyrir erfiðum tímum í Kauphöllinni. Alls hafa þrír lykilhlutir þeirra í Landsbankanum, Straumi-Burðarás og Eimskip rýrnað um 56,3 milljarða. Þar munar mest um rétt rúmlega 40% hlut þeirra í Landsbankanum sem hefur rýrnað um 35,9 milljarða og 32,89% hlut þeirra í Straumi sem hefur rýrnað um 14,8 milljarða. Hluthafar FL Group hafa einnig fengið þungt högg. Gengi bréfa í félaginu hafa fallið um 55,5% frá áramótum og það hefur komið við stærstu hluthafa félagsins. Baugur Group, sem á 36,47% hlut í FL Group í gegnum BG Capital og Baug Group, hefur þurft að horfa upp á eign sína í félaginu rýrna um 39,8 milljarða frá áramótum. Hlutur Fons, félags Pálma Haraldssonar, varaformanns stjórnar FL Group, upp á 12,21% hefur rýrnað um 13,3 milljarða og hlutur Hannesar Smárasonar hefur rýrnað um 10,8 milljarða.
Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira