Ljúkum aðildarviðræðum Margrét Kristmannsdóttir og Svana Helen Björnsdóttir skrifar 22. ágúst 2013 12:00 Það eru gömul sannindi og ný að hagur heimila og fyrirtækja er samtvinnaður. Það skiptir því miklu máli að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau standi undir þeim lífskjörum og kaupmætti sem almenningur væntir og telur eðlilegan og sanngjarnan. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að fyrirtækin geti blómstrað og staðið sig í alþjóðlegri samkeppni. Aðeins þannig geta fyrirtæki landsins boðið fólki vel launuð og eftirsóknarverð störf. Til að svo megi verða þarf að ríkja stöðugleiki, lágt vaxtastig og frelsi í fjármagnsflutningum. Við þurfum gjaldmiðil sem er gjaldgengur í alþjóðaviðskiptum og ekki má heldur gleyma að fyrirtækin þurfa vel menntað starfsfólk – og er þá fátt eitt talið. Íslenskt atvinnulíf hefur búið við lítið af þessu undanfarin ár. Öllu alvarlegra er þó að fátt er í spilunum sem styður það að íslenskum fyrirtækjum muni standa til boða það rekstrarumhverfi sem talið er sjálfsagt í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Hér þurfa íslensk stjórnvöld að girða sig í brók því ekki er nóg að segja í hátíðarræðum að koma þurfi hjólum atvinnulífsins af stað, að nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu og verðmætasköpun þegar búið er þannig að atvinnulífinu að hvatann og arðsemina skortir. Fyrir okkur sem sinnum hagsmunagæslu fyrir íslensk fyrirtæki er fátt sárgrætilegra en að horfa á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi. Fyrirtækjum sem hafa gefist upp á íslenskum aðstæðum, aðstæðum sem íslensk stjórnvöld lofa einatt að snúa til betri vegar en án efnda. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir margvíslegum vandamálum sem mörg eiga upptök sín í hruninu 2008 og samkvæmt mælingum fara lífskjör hér á landi versnandi. Sú staðreynd hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll. Margir telja að aðild að ESB sé lausn á mörgum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og aðildarviðræður séu liður í leit að lausn á margháttuðum efnahagsvanda þjóðarinnar. Þeir heittrúuðustu telja aðild lausn á flestum okkar vanda en aðrir sjá djöfla í hverju horni þegar minnst er á Evrópusambandið. Samkvæmt könnunum vill þó meirihluti þjóðarinnar leiða aðildarviðræður til lykta og fá að kjósa um aðildarsamning þegar þar að kemur. Ljóst er að íslensk stjórnvöld geta ekki að óbreyttu, ein og óstudd, aflétt gjaldeyrishöftum og varið hagkerfi okkar og gjaldmiðil. Viðræðurnar við ESB eru því mikilvægur liður í því að tryggja farsæla lausn þessa mikla vanda. Það er málskilningur flestra Íslendinga sem lesið hafa stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að það sé stefna hennar að spyrja þjóðina af því hvort að halda beri viðræðum við ESB áfram. Að minnsta kosti var það skýrt loforð Sjálfstæðisflokksins að íslenska þjóðina yrði spurð um framhald viðræðnanna á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Það er mjög vanhugsuð aðgerð hjá ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðum við ESB – ekki síst á meðan hún hefur ekki komið fram með neinar útfærslur á því hvernig hún sjálf ætlar að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Hver verður peningastefnan – verður íslenska krónan framtíðargjaldmiðill okkar – í höftum að hluta eða til frambúðar? Hvernig náum við niður vaxtastiginu sem nauðsynlegt er til að örva fjárfestingu og skiptir skuldsett heimili ekki síður máli? Hvernig tryggjum við lægra vöru- og matvælaverð? Aðild ríkja að ESB snýr jú fyrst og fremst að því að tryggja sem best starfsskilyrði fyrirtækja og lífskjör almennings. Afar óábyrgt er af stjórnvöldum að útiloka fyrir fram einn fárra kosta sem vísa veginn út úr erfiðri stöðu íslensks atvinnulífs og heimila. Stjórnvöld verða að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga í þessu máli, ekki sérhagsmuni fárra. Ljúkum aðildarviðræðum og metum samninginn þegar hann liggur fyrir ásamt fullmótuðum lausnum sem ríkisstjórnin hefur þá vonandi lagt á borðið. Við erum einfaldlega ekki í þeirri aðstöðu að fækkun valkosta sé skynsamleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það eru gömul sannindi og ný að hagur heimila og fyrirtækja er samtvinnaður. Það skiptir því miklu máli að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að þau standi undir þeim lífskjörum og kaupmætti sem almenningur væntir og telur eðlilegan og sanngjarnan. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja að rekstrarumhverfi fyrirtækja sé með þeim hætti að fyrirtækin geti blómstrað og staðið sig í alþjóðlegri samkeppni. Aðeins þannig geta fyrirtæki landsins boðið fólki vel launuð og eftirsóknarverð störf. Til að svo megi verða þarf að ríkja stöðugleiki, lágt vaxtastig og frelsi í fjármagnsflutningum. Við þurfum gjaldmiðil sem er gjaldgengur í alþjóðaviðskiptum og ekki má heldur gleyma að fyrirtækin þurfa vel menntað starfsfólk – og er þá fátt eitt talið. Íslenskt atvinnulíf hefur búið við lítið af þessu undanfarin ár. Öllu alvarlegra er þó að fátt er í spilunum sem styður það að íslenskum fyrirtækjum muni standa til boða það rekstrarumhverfi sem talið er sjálfsagt í þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Hér þurfa íslensk stjórnvöld að girða sig í brók því ekki er nóg að segja í hátíðarræðum að koma þurfi hjólum atvinnulífsins af stað, að nauðsynlegt sé að auka fjárfestingu og verðmætasköpun þegar búið er þannig að atvinnulífinu að hvatann og arðsemina skortir. Fyrir okkur sem sinnum hagsmunagæslu fyrir íslensk fyrirtæki er fátt sárgrætilegra en að horfa á eftir öflugum fyrirtækjum úr landi. Fyrirtækjum sem hafa gefist upp á íslenskum aðstæðum, aðstæðum sem íslensk stjórnvöld lofa einatt að snúa til betri vegar en án efnda. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir margvíslegum vandamálum sem mörg eiga upptök sín í hruninu 2008 og samkvæmt mælingum fara lífskjör hér á landi versnandi. Sú staðreynd hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll. Margir telja að aðild að ESB sé lausn á mörgum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og aðildarviðræður séu liður í leit að lausn á margháttuðum efnahagsvanda þjóðarinnar. Þeir heittrúuðustu telja aðild lausn á flestum okkar vanda en aðrir sjá djöfla í hverju horni þegar minnst er á Evrópusambandið. Samkvæmt könnunum vill þó meirihluti þjóðarinnar leiða aðildarviðræður til lykta og fá að kjósa um aðildarsamning þegar þar að kemur. Ljóst er að íslensk stjórnvöld geta ekki að óbreyttu, ein og óstudd, aflétt gjaldeyrishöftum og varið hagkerfi okkar og gjaldmiðil. Viðræðurnar við ESB eru því mikilvægur liður í því að tryggja farsæla lausn þessa mikla vanda. Það er málskilningur flestra Íslendinga sem lesið hafa stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að það sé stefna hennar að spyrja þjóðina af því hvort að halda beri viðræðum við ESB áfram. Að minnsta kosti var það skýrt loforð Sjálfstæðisflokksins að íslenska þjóðina yrði spurð um framhald viðræðnanna á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Það er mjög vanhugsuð aðgerð hjá ríkisstjórninni að slíta aðildarviðræðum við ESB – ekki síst á meðan hún hefur ekki komið fram með neinar útfærslur á því hvernig hún sjálf ætlar að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir. Hver verður peningastefnan – verður íslenska krónan framtíðargjaldmiðill okkar – í höftum að hluta eða til frambúðar? Hvernig náum við niður vaxtastiginu sem nauðsynlegt er til að örva fjárfestingu og skiptir skuldsett heimili ekki síður máli? Hvernig tryggjum við lægra vöru- og matvælaverð? Aðild ríkja að ESB snýr jú fyrst og fremst að því að tryggja sem best starfsskilyrði fyrirtækja og lífskjör almennings. Afar óábyrgt er af stjórnvöldum að útiloka fyrir fram einn fárra kosta sem vísa veginn út úr erfiðri stöðu íslensks atvinnulífs og heimila. Stjórnvöld verða að hafa heildarhagsmuni þjóðarinnar í huga í þessu máli, ekki sérhagsmuni fárra. Ljúkum aðildarviðræðum og metum samninginn þegar hann liggur fyrir ásamt fullmótuðum lausnum sem ríkisstjórnin hefur þá vonandi lagt á borðið. Við erum einfaldlega ekki í þeirri aðstöðu að fækkun valkosta sé skynsamleg.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar