Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í handknattleik hjá Val. Frá þessu er greint á vef Rúv.
Óskar verður Stefáni Arnarsyni til halds og trausts en Stefán hefur þjálfað liðið undanfarin ár. Óskar hefur áður aðstoðað Stefán við þjálfun meistaraflokksins.
Óskar Bjarni dvaldi í Danmörku síðastliðinn vetur þar sem hann þjálfaði fyrst karlalið og síðar kvennalið Viborg.
Óskar Bjarni í þjálfarateymi Vals
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
