Innlent

Bíógestum brugðið nyrðra

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.

Tveimur bíógestum á Akureyri brá í brún þegar þeir sáu hvergi bílinn sinn þegar þeir komu út. Við nánari athugun fannst hann fastur í skafli þar skammt frá og var miði í bílnum þar sem nágranni bíósins tilkynnti að hann hefði dregið bílinn upp í skaflinn, þar sem hann hefði verið fyrir innkeyrslunni hjá sér. Lögreglan lét hann draga bílinn aftur á frían sjó og komust bíógestirnir þá til síns heima á bílnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×