Innlent

Haftyrðill berst til landsins

Haftyrðill (lat. alle alle).
Haftyrðill (lat. alle alle).

Nokkuð er um að haftyrðill hafi borist hingað til lands með norðanáttinni að undanförnu, en heimkynni hans eru á norðurslóðum. Á fréttavef Siglufjarðar er greint frá komu þeirra og er fólki bent á að koma þeim út á sjó aftur, ef þeir hafa lent á landi, því þeir ná ekki fluginu af þurrlendi. Haftyrðillinn er mjög smár, eða vart stærri en músarrindill, og fisléttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×