Rúmlega 53 milljónum ráðstafað til alþjóðlegra mannúðarverkefna Heimsljós kynnir 16. desember 2019 13:15 Frá Jemen. Save the Children. Utanríkisráðuneytið hefur falið þremur frjálsum félagasamtökum að ráðstafa rúmlega 53 milljónum króna til þriggja mannúðarverkefna, í Sýrlandi, Jemen og meðal þjóðanna sem urðu verst úti í fellibylnum Idai fyrr á árinu. Félagsamtökin sem fá styrkina eru Rauði krossinn á Íslandi, Barnaheill – Save the Children og Hjálparstarf kirkjunnar. Mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi fær hæsta styrkinn að þessu sinni, rúmlega 31 milljón króna, en verkefnið er unnið af Rauða krossinum og hefur það megin markmið að lina þjáningar óbreyttra borgara, særðra og sjúkra í Sýrlandi. Verkefnið beinist sérstaklega að því að vinna að því að tryggja stríðshrjáðum einstaklingum í Sýrlandi þá virðingu og vernd sem kveðið er á um í alþjóðlegum mannúðarlögum. Barnaheill – Save the Children fær 15 milljóna króna styrk í neyðaraðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Jemen. Markmið verkefnisins er að lina þjáningar fórnarlamba átaka í landinu en helstu verkefnaþættir snúa að fæðuöryggi, barnavernd og réttindum barna, heilsu, hreinlætisaðstöðu, næringu og menntun. Verkefnið verður unnið gegnum alþjóðasamtökin Save the Children. Hjálparstarf kirkjunnar fær 7 milljóna króna styrk í mannúðaraðstoð vegna fellibylsins Idai sem reið yfir Mósambík, Malaví og Simbabve fyrr á árinu. Markmiðið með verkefninu, sem unnið er á grundvelli neyðarbeiðni ACT Alliance – alþjóðasamtaka kirkjulegra hjálparstofnana – er að draga úr varnarleysi og þjáningu þeirra sem hafa orðið illa úti vegna hamfaranna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur falið þremur frjálsum félagasamtökum að ráðstafa rúmlega 53 milljónum króna til þriggja mannúðarverkefna, í Sýrlandi, Jemen og meðal þjóðanna sem urðu verst úti í fellibylnum Idai fyrr á árinu. Félagsamtökin sem fá styrkina eru Rauði krossinn á Íslandi, Barnaheill – Save the Children og Hjálparstarf kirkjunnar. Mannúðaraðstoð til stríðshrjáðra í Sýrlandi fær hæsta styrkinn að þessu sinni, rúmlega 31 milljón króna, en verkefnið er unnið af Rauða krossinum og hefur það megin markmið að lina þjáningar óbreyttra borgara, særðra og sjúkra í Sýrlandi. Verkefnið beinist sérstaklega að því að vinna að því að tryggja stríðshrjáðum einstaklingum í Sýrlandi þá virðingu og vernd sem kveðið er á um í alþjóðlegum mannúðarlögum. Barnaheill – Save the Children fær 15 milljóna króna styrk í neyðaraðstoð fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Jemen. Markmið verkefnisins er að lina þjáningar fórnarlamba átaka í landinu en helstu verkefnaþættir snúa að fæðuöryggi, barnavernd og réttindum barna, heilsu, hreinlætisaðstöðu, næringu og menntun. Verkefnið verður unnið gegnum alþjóðasamtökin Save the Children. Hjálparstarf kirkjunnar fær 7 milljóna króna styrk í mannúðaraðstoð vegna fellibylsins Idai sem reið yfir Mósambík, Malaví og Simbabve fyrr á árinu. Markmiðið með verkefninu, sem unnið er á grundvelli neyðarbeiðni ACT Alliance – alþjóðasamtaka kirkjulegra hjálparstofnana – er að draga úr varnarleysi og þjáningu þeirra sem hafa orðið illa úti vegna hamfaranna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent