28 prósent telja skort vera á starfsfólki Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2015 13:11 Skortur á starfsfólki er langmestur byggingarstarfsemi, þar sem tæplega 60% stjórnenda telja skort ríkjandi, og þar á eftir í flutningum og ferðaþjónustu, rúmlega 40% stjórnenda. Vísir/Getty Þeim fyrirtækjum fjölgar stöðugt sem telja sig búa við skort á starfsfólki. Nú telja 28% stjórnenda skort vera á starfsfólki og samanborið við þessa könnun fyrir tveimur árum hefur þeim fjölgað um 16%. Skortur á starfsfólki er langmestur byggingarstarfsemi, þar sem tæplega 60% stjórnenda telja skort ríkjandi, og þar á eftir í flutningum og ferðaþjónustu, rúmlega 40% stjórnenda. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi og sjávarútvegi. Þetta er meðal niðurstaða könnunar Samtaka atvinnulífsins meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Niðurstöður könnunarinnar endurspegla góðar aðstæður í öllum megin atvinnugreinum atvinnulífsins. Mat stjórnenda á núverandi aðstæðum í atvinnulífinu eru svipaðar og á þensluárinu 2007 og mat þeirra í heild er að aðstæðurnar muni verða enn betri á næstunni. Þeim stjórnendum fjölgar töluvert sem búast við aukningu eftirspurnar á innanlandsmarkaði á næstunni. Áhyggjur stjórnenda af þróuninni á erlendum mörkuðum fer hins vegar vaxandi. Stjórnendur búast við að verðbólgan verði 3,6% á næstu 12 mánuðum. Að jafnaði vænta stjórnendur þess að gengi krónunnar verði stöðugt næstu 12 mánuði, en í síðustu könnunum hafa þeir búist við 1-2% veikingu gengisins.Aðstæður mjög góðar í atvinnulífinuVísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar muninn á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er nú á sömu slóðum og árið 2007 þegar hún varð hæst. Mikill meirihluti stjórnenda, 62%, telur aðstæður í atvinnulífinu góðar, en einungis 3% að þær séu slæmar. Mat stjórnenda er jákvæðast í fjármálastarfsemi og verslun en minnst jákvæðir eru stjórnendur í sjávarútvegi og iðnaði. Samanburður við síðustu könnun, frá september 2015, sýnir talsverða heildarfjölgun þeirra sem telja aðstæður góðar og fækkun þeirra sem telja þær slæmar. Þó er athyglisvert að vísitalan lækkar í flutningum og ferðaþjónustu þar sem þeim fjölgar sem telja aðstæður slæmar í greininni.Almenn bjartsýni um framvindunaMun fleiri stjórnendur telja að aðstæður í efnahagslífinu verði betri en að þær verði verri eftir sex mánuði. Rúmlega 40% telja aðstæður verða betri en 11% verri. Stjórnendur í öllum atvinnugreinum eru bjartsýnir á framvinduna en hún er mest í flutningum og ferðaþjónustu, en minnst í sjávarútvegi og iðnaði. Mun meiri bjartsýni gætir á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni.Töluverð fjölgun starfsmanna á næstunni30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. 31% stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 12% sjá fram á fækkun en 57% búast við óbreyttum fjölda. Þetta er sama niðurstaða og í síðustu könnun í september sl. Þegar svör stjórnenda eru vegin með stærð fyrirtækjanna fæst að starfsmönnum þeirra fjölgi um 1,2% á næstu sex mánuðum. Sé sú niðurstaða færð yfir á almenna markaðinn í heild má búast við störfum þar fjölgi um rúmlega 1.400 á næstu sex mánuðum. Búist er við fjölgun starfsmanna í öllum atvinnugreinum en langmest í byggingarstarfsemi, en þar á eftir koma flutningar og ferðaþjónusta en minnst fjölgun er áformuð í Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Þeim fyrirtækjum fjölgar stöðugt sem telja sig búa við skort á starfsfólki. Nú telja 28% stjórnenda skort vera á starfsfólki og samanborið við þessa könnun fyrir tveimur árum hefur þeim fjölgað um 16%. Skortur á starfsfólki er langmestur byggingarstarfsemi, þar sem tæplega 60% stjórnenda telja skort ríkjandi, og þar á eftir í flutningum og ferðaþjónustu, rúmlega 40% stjórnenda. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi og sjávarútvegi. Þetta er meðal niðurstaða könnunar Samtaka atvinnulífsins meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins. Niðurstöður könnunarinnar endurspegla góðar aðstæður í öllum megin atvinnugreinum atvinnulífsins. Mat stjórnenda á núverandi aðstæðum í atvinnulífinu eru svipaðar og á þensluárinu 2007 og mat þeirra í heild er að aðstæðurnar muni verða enn betri á næstunni. Þeim stjórnendum fjölgar töluvert sem búast við aukningu eftirspurnar á innanlandsmarkaði á næstunni. Áhyggjur stjórnenda af þróuninni á erlendum mörkuðum fer hins vegar vaxandi. Stjórnendur búast við að verðbólgan verði 3,6% á næstu 12 mánuðum. Að jafnaði vænta stjórnendur þess að gengi krónunnar verði stöðugt næstu 12 mánuði, en í síðustu könnunum hafa þeir búist við 1-2% veikingu gengisins.Aðstæður mjög góðar í atvinnulífinuVísitala efnahagslífsins, sem endurspeglar muninn á fjölda stjórnenda sem meta aðstæður góðar og slæmar, er nú á sömu slóðum og árið 2007 þegar hún varð hæst. Mikill meirihluti stjórnenda, 62%, telur aðstæður í atvinnulífinu góðar, en einungis 3% að þær séu slæmar. Mat stjórnenda er jákvæðast í fjármálastarfsemi og verslun en minnst jákvæðir eru stjórnendur í sjávarútvegi og iðnaði. Samanburður við síðustu könnun, frá september 2015, sýnir talsverða heildarfjölgun þeirra sem telja aðstæður góðar og fækkun þeirra sem telja þær slæmar. Þó er athyglisvert að vísitalan lækkar í flutningum og ferðaþjónustu þar sem þeim fjölgar sem telja aðstæður slæmar í greininni.Almenn bjartsýni um framvindunaMun fleiri stjórnendur telja að aðstæður í efnahagslífinu verði betri en að þær verði verri eftir sex mánuði. Rúmlega 40% telja aðstæður verða betri en 11% verri. Stjórnendur í öllum atvinnugreinum eru bjartsýnir á framvinduna en hún er mest í flutningum og ferðaþjónustu, en minnst í sjávarútvegi og iðnaði. Mun meiri bjartsýni gætir á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni.Töluverð fjölgun starfsmanna á næstunni30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. 31% stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 12% sjá fram á fækkun en 57% búast við óbreyttum fjölda. Þetta er sama niðurstaða og í síðustu könnun í september sl. Þegar svör stjórnenda eru vegin með stærð fyrirtækjanna fæst að starfsmönnum þeirra fjölgi um 1,2% á næstu sex mánuðum. Sé sú niðurstaða færð yfir á almenna markaðinn í heild má búast við störfum þar fjölgi um rúmlega 1.400 á næstu sex mánuðum. Búist er við fjölgun starfsmanna í öllum atvinnugreinum en langmest í byggingarstarfsemi, en þar á eftir koma flutningar og ferðaþjónusta en minnst fjölgun er áformuð í
Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira