Erlent

54 blaðamenn drepnir á árinu

Árið sem nú er senn á enda er hið mannskæðasta í stétt blaðamanna um áratuga skeið. Alls hafa 54 blaðamenn verið myrtir við störf sín í ár, þar af 23 í Írak. Þá eru ótaldir þeir sem látist hafa úr slysum eða árásum þegar þeir hafa ekki verið við störf. Næstflestir hafa verið myrtir á Fillipseyjum, eða átta. Flestir þeirra sem látist hafa í Írak eru starfsmenn fréttastofa í Bandaríkjunum, en einnig hafa nokkrir frá Bretlandseyjum látist þar. Þá hefur 22 blaðamönnum verið rænt og þeir teknir í gíslingu á árinu 2004.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×