Viðskipti innlent

Guðmundur hættur sem forstjóri Brims

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson, fráfarandi forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, fráfarandi forstjóri Brims.

Guðmundur Kristjánsson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Brims hf. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar er hann sagður hætta vegna persónulegra ástæðna.

Þar segir jafnframt að stjórn félagsins hafi samþykkt brotthvarf Guðmundar á fundi sínum í dag. Guðmundur muni þó áfram sitja í umræddri stjórn.

Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður, hefur þar með tekið tímabundið við verkefnum og skyldum forstjóra og er honum ætlað að gera það þangað til að nýr forstjóri hefur verið ráðinn.

Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er stærsti eigandi Brims og í meirihlutaeigu Guðmundar, seldi í gær um 0,8 prósent hlut í Brim fyrir um 600 milljónir króna. Eftir viðskiptin fara Guðmundur og félög tengd honum með um 44 prósent eignarhlut í Brimi. 

Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra. Samþykkt var á aðalfundi félagsins í lok mars að greiða hluthöfum um 1,9 milljarða króna í arð - sömu upphæð og árið áður. Virði hlutabréfa í Brimi hafa hækkað um næstum 9 prósent á þessu ári.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×