Tuttugu fyrirtæki fá undanþágu frá samkomubanni Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2020 07:44 Stór hluti fyrirtækjanna er í sjávarútvegi. Vísir/Jóhann Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. Undanþágurnar eru sagðar veittar í samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Alls starfa tuttugu fyrirtæki á grundvelli undanþágu að svo stöddu. Um er að ræða fyrirtæki í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi samkvæmt mati stjórnvalda. Sjá einnig: Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Í núgildandi samkomubanni, sem tók gildi þann 24. mars síðastliðinn, ber stjórnendum almennt að tryggja að fleiri en tuttugu séu ekki í sama rými á vinnustöðum eða í annarri starfsemi. Fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágu og flestum þeirra hafi verið hafnað. Lýsti furðu sinni yfir fjölda umsókna Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að mikið af undanþágubeiðnum hafi komið inn á borð yfirvalda fram að þessu. „Ég vil aðeins lýsa fuðru minni á öllum þeim beiðnum um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni sem eru að berast. Það virðist vera mjög mikið um það að menn teji að þeir þurfi að fá sundanþágu frá sóttkví.“ Í ljósi þessa bað hann alla um að sýna aðstæðum skilning. „Það er náttúrulega mjög ólógískt að ætla að veita mjög mörgum undanþágu frá þessum aðgerðum því þá er hætta á því að við fáum bara aukningu í faraldurinn aftur.“ Horft til viðmiða sóttvarnalæknis Fram kemur í frétt heilbrigðisráðuneytisins að við mat á umsóknum um undanþágu frá samkomubanni hafi verið horft til viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða.“ Sjá einnig: Fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veitt undanþága Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu frá samkomubanninu er starfsemi fyrirtækja sem telst „kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, matvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi.“ Þá er veiting undanþágu sögð þurfa að byggjast á því að nær ómögulegt sé að aðlaga starfsemina að reglunum. Eftirfarandi fyrirtæki starfa nú á grundvelli undanþágu samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu: Íslandspóstur Samtök iðnaðarins: Mjólkursamsalan. Austurvegur 65, 800 Selfoss Matfugl. Völuteigur 2, 270 Mosfellsbær Rio Tinto – Ísal í Straumsvík Alcoa á Reyðafirði Norðurál á Grundaratanga Terra í Hafnarfirði Elkem á Grundartanga Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vestmannaeyjum Nesfiskur ehf., Garði Oddi hf., Patreksfirði Samherji ehf. / Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Akureyri og Dalvík Skinney-Þinganes hf., Hornafirði Vinnslustöðin hf. og dótturfyrirtæki, Vestmannaeyjum Þorbjörn hf., Grindavík Brim hf., Reykjavík Fiskkaup hf., Reykjavík Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri Að sögn ráðuneytisins er listinn yfir sjávarútvegsfyrirtæki birtur „með fyrirvara Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem aflaði upplýsinganna að ekki sé víst að listinn sé tæmandi“ Fréttin var uppfærð til að leiðrétta mistök í frétt heilbrigðisráðuneytisins. Þar vantaði upphaflega fjögur fyrirtæki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stóriðja Samkomubann á Íslandi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa fengið undanþágu frá samkomubanni svo unnt sé að halda starfsemi þeirra órófinni. Undanþágurnar eru sagðar veittar í samráði við sóttvarnalækni, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Matvælastofnun. Alls starfa tuttugu fyrirtæki á grundvelli undanþágu að svo stöddu. Um er að ræða fyrirtæki í stóriðju, sjávarútvegi, matvælaframleiðslu og annarri mikilvægri starfsemi samkvæmt mati stjórnvalda. Sjá einnig: Um þrjú hundruð tilkynningar vegna brota á samkomubanni Í núgildandi samkomubanni, sem tók gildi þann 24. mars síðastliðinn, ber stjórnendum almennt að tryggja að fleiri en tuttugu séu ekki í sama rými á vinnustöðum eða í annarri starfsemi. Fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins að margar umsóknir hafi borist ráðuneytinu um undanþágu og flestum þeirra hafi verið hafnað. Lýsti furðu sinni yfir fjölda umsókna Á upplýsingafundi í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að mikið af undanþágubeiðnum hafi komið inn á borð yfirvalda fram að þessu. „Ég vil aðeins lýsa fuðru minni á öllum þeim beiðnum um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni sem eru að berast. Það virðist vera mjög mikið um það að menn teji að þeir þurfi að fá sundanþágu frá sóttkví.“ Í ljósi þessa bað hann alla um að sýna aðstæðum skilning. „Það er náttúrulega mjög ólógískt að ætla að veita mjög mörgum undanþágu frá þessum aðgerðum því þá er hætta á því að við fáum bara aukningu í faraldurinn aftur.“ Horft til viðmiða sóttvarnalæknis Fram kemur í frétt heilbrigðisráðuneytisins að við mat á umsóknum um undanþágu frá samkomubanni hafi verið horft til viðmiða sem sóttvarnalæknir byggir á við veitingu undanþága frá sóttkví. „Þau felast í því að um sé að ræða samfélagslega ómissandi innviði sem mega ekki stöðvast vegna lífsbjargandi starfsemi, svo sem raforku, fjarskipta, samgangna, heilbrigðisstarfsemi, löggæslu, sjúkraflutninga og slökkviliða.“ Sjá einnig: Fyrirtækjum í stóriðju, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu veitt undanþága Önnur starfsemi sem mögulega getur fallið undir heimild til undanþágu frá samkomubanninu er starfsemi fyrirtækja sem telst „kerfislega og efnahagslega mikilvæg, svo sem til að tryggja innviði, sorphirðu, aðföng, matvælaframleiðslu, flutninga matvæla, lyfja og annarra nauðsynjavara eða efnahagslegt öryggi ríkisins með útflutningi.“ Þá er veiting undanþágu sögð þurfa að byggjast á því að nær ómögulegt sé að aðlaga starfsemina að reglunum. Eftirfarandi fyrirtæki starfa nú á grundvelli undanþágu samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu: Íslandspóstur Samtök iðnaðarins: Mjólkursamsalan. Austurvegur 65, 800 Selfoss Matfugl. Völuteigur 2, 270 Mosfellsbær Rio Tinto – Ísal í Straumsvík Alcoa á Reyðafirði Norðurál á Grundaratanga Terra í Hafnarfirði Elkem á Grundartanga Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Hnífsdal Ísfélag Vestmannaeyja hf., Vestmannaeyjum Nesfiskur ehf., Garði Oddi hf., Patreksfirði Samherji ehf. / Útgerðarfélag Akureyringa ehf., Akureyri og Dalvík Skinney-Þinganes hf., Hornafirði Vinnslustöðin hf. og dótturfyrirtæki, Vestmannaeyjum Þorbjörn hf., Grindavík Brim hf., Reykjavík Fiskkaup hf., Reykjavík Fiskvinnslan Íslandssaga hf., Suðureyri Að sögn ráðuneytisins er listinn yfir sjávarútvegsfyrirtæki birtur „með fyrirvara Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem aflaði upplýsinganna að ekki sé víst að listinn sé tæmandi“ Fréttin var uppfærð til að leiðrétta mistök í frétt heilbrigðisráðuneytisins. Þar vantaði upphaflega fjögur fyrirtæki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stóriðja Samkomubann á Íslandi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira