Erlent

Bin Laden sagður besta skinn

MYND/Reuters

Osama bin Laden er kurteis, hógvær og feiminn maður. Þetta segir ástralskur maður sem var í gær dæmdur fyrir að þiggja styrki frá al-Qaida. Hann starfaði undir handleiðslu bin Laden aðeins nokkrum mánuðum áður en al-Qaida gerðu hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Maðurinn, sem hitti Bin Laden oft á þessu tímabili, segir að hann hafi komið fyrir sem hinn vænsti maður, hógvær og boðið af sér góðan þokka. Hvað sem því líður bíður Ástralans tuttugu og fimm ára fangelsisvist fyrir að hafa þegið rúmar tvö hundruð þúsund krónur og flugmiða frá al-Kæda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×