Viðskipti innlent

Ásgeir Friðgeirsson: Actavis er í skilum

Ásgeir Friðgeirsson
Ásgeir Friðgeirsson
Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, staðfestir í samtali við Vísi að skuld Actavis hjá Landsbankanum nemi 206 milljónum punda eða 41,5 milljarði króna og að félagið sé í skilum við bankann.

Hann vill auk þess koma því á framfæri að Deutsche Bank hafi verið aðal lánveitandi Novators við kaupin á Actavis.

Lánið hvílir nú alfarið á Actavis og segir Ásgeir stöðu félagsins mjög trausta þó eigandinn, Björgólfur Thor, standi mögulega höllum fæti.

Actavis samstæðan er það veð sem liggur á bakvið lánið og segir Ásgeir að traustara veð sé varla hægt að finna í því árferði sem nú ríkir á alþjóðlegum lánamörkuðum. Ásgeir segir jafnframt að lyfjageirinn sé ekki eins háður efnahagssveiflum og aðrir geirar eins og til dæmis smásala.

Stefnt hefur verið að sölu Actavis síðan Novator eignaðist Actavis í júlí 2007. Þá náði hlutabréfamarkaður á Íslandi hámarki og gert var ráð fyrir að verðmæti Actavis myndi aukast töluvert en samkvæmt Ásgeiri nam kaupverð félagsins 6 milljörðum Evra, jafnvirði um 1.064 milljörðum íslenskra króna.

Novator hefur auk þess tekið til skoðunar samruna eða yfirtöku Actavis á öðrum lyfjafyrirtækjum en eins og staðan er á lánamörkuðum í dag er erfitt að segja til um hver framtíð félagsins verður.




Tengdar fréttir

Heildarútlán Landsbankans í London nema 731 milljarði

Heildarútlán Landsbankans í London nema rúmum sjö hundruð þrjátíu og einum milljarði íslenskra króna, en þau eiga að ganga upp skuldbindingar ríkisins vegna Icesave. Líklegt er að nokkur afföll verði á útlánunum. Útlán bankans til íslensku útrásarinnar námu um hundrað og þrjátíu milljörðum íslenskra króna en stærstu hluti þess var lánaður til Novator Pharma, sem er í eigu Björgólfs Thors, og fyrirtækja tengdum Baugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×