Körfubolti

Elvar Már valinn bakvörður ársins í Svíþjóð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Már í landsleik gegn Portúgal.
Elvar Már í landsleik gegn Portúgal. vísir/bára

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, var valinn bakvörður ársins í sænsku úrvalsdeildinni.

Njarðvíkingurinn lék einkar vel á sínu fyrsta tímabili með Borås Basket. Tímabilið var flautað af vegna kórónuveirunnar og Borås krýnt meistari. Liðið var á toppi deildarinnar þegar keppni var hætt.

Elvar var bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður liðsins og var með hæsta framlag allra leikmanna þess. Þá var Elvar stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar.

Í 33 deildarleikjum var Elvar með 16,7 stig, 2,9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali. Framlagsstigin voru 18,1. Hann var með 49,8% nýtingu í tveggja stiga skotum og 39,5% í þristum.

Elvar fékk 44% í kjörinu á bakverði ársins. Í 2. sæti varð Bandaríkjamaðurinn Brandon Rozzel, leikmaður Luleå, með 24% atkvæða. Hann lék með Stjörnunni seinni hluta síðasta tímabils.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.