Erlent

Mjótt á munum í Póllandi

Bronislaw Komorowski greiðir atkvæði með Önnu eiginkonu sinni í norðausturhluta Póllands í morgun.
Bronislaw Komorowski greiðir atkvæði með Önnu eiginkonu sinni í norðausturhluta Póllands í morgun. Mynd/AP
Önnur umferð forsetakosninganna í Póllandi í dag. Skoðanakannanir benda til þess að mjótt sé á munum á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengu í fyrri umferðinni.

Alls voru átta frambjóðendur í kjöri í fyrri umferðinni en þar sem enginn þeirra fékk meira en 50% atkvæða er nú kosið á milli Jaroslaw Kaczynski og Bronislaw Komorowski en þeir fengu flest atkvæði í fyrri umferðinni. Komorowski fékk þá 41.5% og Kaczynski 36.5%.

Kaczynski er tvíburabróðir Lech Kacyniski fyrrverandi forseta sem fórst í flugslysi í Rússlandi fyrr á árinu en Komorowski er fyrrverandi forseti þingsins og hefur gegnt embætti forseta síðan Lech Kaczynski lést.

Í Póllandi gegnir forsetinn fyrst og fremst táknrænu hlutverki. Stefnumótun er fyrst og fremst í höndum forsætisráðherrans, en Donald Tusk gegnir því embætti nú, Forsetinn getur hins vegar haft áhrif á stefnu forsætisráðherrans bæði með því að leggja fram frumvörp auk þess sem hann hefur neitunarvald.


Tengdar fréttir

Pólverjar kjósa nýjan forseta

Seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi hófst í morgun en kosið er á milli Jaroslaw Kaczynski, tvíburabróður fyrrverandi forseta landsins Lech Kaczynski sem lést í flugslysi í apríl og þess sem tók við keflinu eftir flugslysið, Bronislaw Komorowski. Fyrri umferðin fór fram 20. júní en þá fékk enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða og því þurfti að kjósa á ný milli efstu tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×