Erlent

Netanyahu á leið til Bandaríkjanna

Benjamin Netanyahu hittir Obama í fimmt sinn nk. þriðjudag.
Benjamin Netanyahu hittir Obama í fimmt sinn nk. þriðjudag. Mynd/AP
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er á leið til Bandaríkjanna til fundar við þarlenda ráðamenn. Hann mun eiga fund með Barack Obama, Bandaríkjaforseta, á þriðjudaginn. Þar verða friðarviðræðurnar milli Palestínumanna og Ísraela til umræðu.

Friðarviðræðurnar hafa legið niðri í rúmt eitt og hálft ár. Eitt helsta deilumálið sem kemur í veg fyrir að formlegar viðræður hefjist er bygging 1600 nýrra íbúða gyðinga í austurhluta Jerúsalem en þar vilja Palestínumenn að verði höfuðborg sjálfstæðrar Palestínu. Ísraelar hafa tilkynnt að hægt verði á framkvæmdunum en Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, krefst þess að þeim verði slegið á frest.

Netanyahu segir að allt frá því að ríkisstjórn hans tók til starfa á síðasta ári hafi hann ítrekað lýsti yfir vilja til að hefja formlegar viðræður á nýjan leik.

Netanyahu og Obama munu ræða saman í Hvíta húsinu. Þetta verður fimmti fundur þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×