Erlent

Skaut lögregluþjón á flóttanum

Frá Gateshead í norðausturhluta Bretlands í gær þar sem Moat skaut karl og konu.
Frá Gateshead í norðausturhluta Bretlands í gær þar sem Moat skaut karl og konu.

Maðurinn sem myrti mann fáeinum klukkistundum eftir að eftir að hafa öðlast frelsi fyrir helgi er talinn hafa skotið lögreglumann í Newcastle í morgun.

Maðurinn, Raoul Thomas Moat, var látinn laus úr fangelsi á föstudaginn þar sem hann hafði afplánað dóm fyrir ofbeldisbrot. Í framhaldinu fór Moat heim til fyrrverandi kærustu sinnar og sambýlismanns hennar í bænum Gateshead í norðausturhluta Bretlands og skaut þau. Maðurinn lést en konan er lífshættulega slösuð.

Umfangsmikl leit hófst í kjölfarið að Moat. Það var svo í morgun að hann skaut lögreglumenn við umferðareftirlit í Newcastle. Lögreglumaðurinn er ekki í lífshættu.

Moat er ófundinn.




Tengdar fréttir

Myrti mann fáeinum klukkustundum eftir að hafa öðlast frelsi

Víðtæk leit fer nú fram í norðausturhluta Bretlands af karlmanni sem talinn er hafa myrt mann og sært konu lífshættulega í bænum Gateshead í nótt. Maðurinn heitir Raoul Thomas Moat sat í fangelsi allt þar til í gær þegar hann öðlaðist frelsi. Hann er fyrrverandi kærasti konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×