Erlent

Pólverjar kjósa nýjan forseta

Jaroslaw Kaczynski greiðir atkvæði í Varsjá í morgun með barnabarni sínu.
Jaroslaw Kaczynski greiðir atkvæði í Varsjá í morgun með barnabarni sínu. Mynd/AP

Seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi hófst í morgun en kosið er á milli Jaroslaw Kaczynski, tvíburabróður fyrrverandi forseta landsins Lech Kaczynski sem lést í flugslysi í apríl og þess sem tók við keflinu eftir flugslysið, Bronislaw Komorowski. Fyrri umferðin fór fram 20. júní en þá fékk enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða og því þurfti að kjósa á ný milli efstu tveggja.

Í flugslysinu fórstu 96 manns þar á meðal forsetahjónin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×