Erlent

Blaðamaður lagði línurnar

Bandarískur blaðamaður fékk tvo hermenn til að spyrja Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra út í það hvers vegna farartæki þeirra væru ekki nægilega vel brynvarin. Hann sá líka til þess að spurningum þeirra yrði svarað með því að ræða fyrirfram við liðþjálfa sem valdi þá úr sem fengu að spyrja ráðherrann út úr. Það vakti mikla athygli þegar hermenn saumuðu að Rumsfeld um útbúnað sinn. Ritstjóri blaðamannsins sagðist ánægður með verk hans en talsmenn varnarmálaráðuneytisins sögðu þetta óheppilegt þar sem blaðamenn fengju næg tækifæri til að spyrja Rumsfeld spurninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×