Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2016 20:00 Einar Erlingsson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Framkvæmdir á Þeistareykjum eru nú í hámarki og þar vinna um 240 manns þessa dagana að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. Eftir snjóþungan vetur hefur veðrið leikið við starfsmenn í sumar. Myndir frá vinnusvæðinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Frá Húsavík liggur 28 kílómetra vegur að Þeistareykjum en virkjanasvæðið er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli. Stöðvarhúsið er þegar orðið mest áberandi mannvirki á svæðinu og staðarverkfræðingur Landsvirkjunar, Einar Erlingsson, segir okkur að verkið gangi samkvæmt áætlun, en smíði stöðvarhússins á að ljúka í nóvember á þessu ári. Og það er óhætt að segja að allt sé á útopnu þessa dagana. „Við erum í dag á verkstað milli 230 og 240 starfsmenn. Þetta er mannaflatoppurinn og verðum í þessari mynd út sumarið en svo fækkar í haust,“ segir Einar.Stærsti verktakinn er LNS Saga, með um 180 manns í stöðvarhúsinu og við lagningu gufuveitu með yfir sex kílómetrum af lögnum. Jarðboranir eru með 25 manns að bora fleiri vinnsluholur og véla- og rafverktaki með þrettán manns að setja upp kæliturn. Og kannski kemur það ýmsum á óvart hvaðan meirihluti starfsmanna kemur, sé miðað við talningu þeirra sem sótt hafa öryggisnámskeið, sem allir verða að gera. 40 prósent þeirra eru útlendingar, mest Pólverjar, en 60 prósent Íslendingar, að sögn Einars. Og þarna hátt inni í landi fengu þeir auðvitað að kynnast norðlenskum vetri með snjóþyngslum. „Það var töluverð snjókoma og töluverð truflun í apríl þegar menn ætluðu að fara að hefja útivinnu. Að fá þennan snjó seinkaði í raun upphafi sumarvertíðarinnar.“Vinnusvæðið á Þeistareykjum er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Góð tíð í sumar hefur bætt það upp. „Það er búið að vera mjög gott í sumar, miklu betra en við fengum til að mynda í fyrrasumar, þegar við vorum hér í átta gráðum og þoku. En við erum búnir að vera með marga góða daga yfir fimmtán gráður og hægviðri,“ segir staðarverkfræðingur Landsvirkjunar. Það verður svo haustið 2017 sem raforkuframleiðslan á að hefjast, í tæka tíð áður en kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka á að hefja rekstur. Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Framkvæmdir á Þeistareykjum eru nú í hámarki og þar vinna um 240 manns þessa dagana að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. Eftir snjóþungan vetur hefur veðrið leikið við starfsmenn í sumar. Myndir frá vinnusvæðinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Frá Húsavík liggur 28 kílómetra vegur að Þeistareykjum en virkjanasvæðið er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli. Stöðvarhúsið er þegar orðið mest áberandi mannvirki á svæðinu og staðarverkfræðingur Landsvirkjunar, Einar Erlingsson, segir okkur að verkið gangi samkvæmt áætlun, en smíði stöðvarhússins á að ljúka í nóvember á þessu ári. Og það er óhætt að segja að allt sé á útopnu þessa dagana. „Við erum í dag á verkstað milli 230 og 240 starfsmenn. Þetta er mannaflatoppurinn og verðum í þessari mynd út sumarið en svo fækkar í haust,“ segir Einar.Stærsti verktakinn er LNS Saga, með um 180 manns í stöðvarhúsinu og við lagningu gufuveitu með yfir sex kílómetrum af lögnum. Jarðboranir eru með 25 manns að bora fleiri vinnsluholur og véla- og rafverktaki með þrettán manns að setja upp kæliturn. Og kannski kemur það ýmsum á óvart hvaðan meirihluti starfsmanna kemur, sé miðað við talningu þeirra sem sótt hafa öryggisnámskeið, sem allir verða að gera. 40 prósent þeirra eru útlendingar, mest Pólverjar, en 60 prósent Íslendingar, að sögn Einars. Og þarna hátt inni í landi fengu þeir auðvitað að kynnast norðlenskum vetri með snjóþyngslum. „Það var töluverð snjókoma og töluverð truflun í apríl þegar menn ætluðu að fara að hefja útivinnu. Að fá þennan snjó seinkaði í raun upphafi sumarvertíðarinnar.“Vinnusvæðið á Þeistareykjum er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Góð tíð í sumar hefur bætt það upp. „Það er búið að vera mjög gott í sumar, miklu betra en við fengum til að mynda í fyrrasumar, þegar við vorum hér í átta gráðum og þoku. En við erum búnir að vera með marga góða daga yfir fimmtán gráður og hægviðri,“ segir staðarverkfræðingur Landsvirkjunar. Það verður svo haustið 2017 sem raforkuframleiðslan á að hefjast, í tæka tíð áður en kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka á að hefja rekstur.
Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45
Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26