Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2016 20:00 Einar Erlingsson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Framkvæmdir á Þeistareykjum eru nú í hámarki og þar vinna um 240 manns þessa dagana að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. Eftir snjóþungan vetur hefur veðrið leikið við starfsmenn í sumar. Myndir frá vinnusvæðinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Frá Húsavík liggur 28 kílómetra vegur að Þeistareykjum en virkjanasvæðið er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli. Stöðvarhúsið er þegar orðið mest áberandi mannvirki á svæðinu og staðarverkfræðingur Landsvirkjunar, Einar Erlingsson, segir okkur að verkið gangi samkvæmt áætlun, en smíði stöðvarhússins á að ljúka í nóvember á þessu ári. Og það er óhætt að segja að allt sé á útopnu þessa dagana. „Við erum í dag á verkstað milli 230 og 240 starfsmenn. Þetta er mannaflatoppurinn og verðum í þessari mynd út sumarið en svo fækkar í haust,“ segir Einar.Stærsti verktakinn er LNS Saga, með um 180 manns í stöðvarhúsinu og við lagningu gufuveitu með yfir sex kílómetrum af lögnum. Jarðboranir eru með 25 manns að bora fleiri vinnsluholur og véla- og rafverktaki með þrettán manns að setja upp kæliturn. Og kannski kemur það ýmsum á óvart hvaðan meirihluti starfsmanna kemur, sé miðað við talningu þeirra sem sótt hafa öryggisnámskeið, sem allir verða að gera. 40 prósent þeirra eru útlendingar, mest Pólverjar, en 60 prósent Íslendingar, að sögn Einars. Og þarna hátt inni í landi fengu þeir auðvitað að kynnast norðlenskum vetri með snjóþyngslum. „Það var töluverð snjókoma og töluverð truflun í apríl þegar menn ætluðu að fara að hefja útivinnu. Að fá þennan snjó seinkaði í raun upphafi sumarvertíðarinnar.“Vinnusvæðið á Þeistareykjum er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Góð tíð í sumar hefur bætt það upp. „Það er búið að vera mjög gott í sumar, miklu betra en við fengum til að mynda í fyrrasumar, þegar við vorum hér í átta gráðum og þoku. En við erum búnir að vera með marga góða daga yfir fimmtán gráður og hægviðri,“ segir staðarverkfræðingur Landsvirkjunar. Það verður svo haustið 2017 sem raforkuframleiðslan á að hefjast, í tæka tíð áður en kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka á að hefja rekstur. Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Framkvæmdir á Þeistareykjum eru nú í hámarki og þar vinna um 240 manns þessa dagana að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. Eftir snjóþungan vetur hefur veðrið leikið við starfsmenn í sumar. Myndir frá vinnusvæðinu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Frá Húsavík liggur 28 kílómetra vegur að Þeistareykjum en virkjanasvæðið er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli. Stöðvarhúsið er þegar orðið mest áberandi mannvirki á svæðinu og staðarverkfræðingur Landsvirkjunar, Einar Erlingsson, segir okkur að verkið gangi samkvæmt áætlun, en smíði stöðvarhússins á að ljúka í nóvember á þessu ári. Og það er óhætt að segja að allt sé á útopnu þessa dagana. „Við erum í dag á verkstað milli 230 og 240 starfsmenn. Þetta er mannaflatoppurinn og verðum í þessari mynd út sumarið en svo fækkar í haust,“ segir Einar.Stærsti verktakinn er LNS Saga, með um 180 manns í stöðvarhúsinu og við lagningu gufuveitu með yfir sex kílómetrum af lögnum. Jarðboranir eru með 25 manns að bora fleiri vinnsluholur og véla- og rafverktaki með þrettán manns að setja upp kæliturn. Og kannski kemur það ýmsum á óvart hvaðan meirihluti starfsmanna kemur, sé miðað við talningu þeirra sem sótt hafa öryggisnámskeið, sem allir verða að gera. 40 prósent þeirra eru útlendingar, mest Pólverjar, en 60 prósent Íslendingar, að sögn Einars. Og þarna hátt inni í landi fengu þeir auðvitað að kynnast norðlenskum vetri með snjóþyngslum. „Það var töluverð snjókoma og töluverð truflun í apríl þegar menn ætluðu að fara að hefja útivinnu. Að fá þennan snjó seinkaði í raun upphafi sumarvertíðarinnar.“Vinnusvæðið á Þeistareykjum er í 330 metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Góð tíð í sumar hefur bætt það upp. „Það er búið að vera mjög gott í sumar, miklu betra en við fengum til að mynda í fyrrasumar, þegar við vorum hér í átta gráðum og þoku. En við erum búnir að vera með marga góða daga yfir fimmtán gráður og hægviðri,“ segir staðarverkfræðingur Landsvirkjunar. Það verður svo haustið 2017 sem raforkuframleiðslan á að hefjast, í tæka tíð áður en kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka á að hefja rekstur.
Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45
Undirbúa hundrað megavatta virkjun Um fimmtíu manns starfa nú við undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykum í Þingeyjarsýslum vegna kísilvers sem ef til vill verður reist á Húsavík. 13. september 2014 20:26