Er eitthvað að fela? Sara Dögg Svanhildardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 11:00 Þegar starfað er í stjórnmálum skiptir miklu máli að taka hlutverk sitt alvarlega. Ekki síst til að ýta undir nauðsynlegt traust og langþráð gegnsæi í íslenskri stjórnsýslu. Sumir stjórnmálaflokkar hafa í grunnstefnu sinni að tryggja að almannahagsmunir séu í fyrirrúmi, að farið sé vel með almannafé og að gegnsæi ríki í ákvarðanatöku stjórnvalda. Þannig myndast traust á milli kjósenda og kjörinna fulltrúa enda er það forsenda heilbrigðs samfélags. Aðrir stjórnmálaflokkar virðast hins vegar hafa þá vinnureglu að reyna eftir fremsta megni að torvelda aðgengi almennings að upplýsingum, svara illa fyrirspurnum um framgang mála og finnast gagnsæi vera hálfgert vesen. Gleðispillir jafnvel. Í Garðabæ hefur verið tekin ákvörðun um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýrinni. Sem er mjög jákvætt og gott skref að okkar mati. Garðbæingar eru stoltir af Stjörnunni enda framúrskarandi lið og einstaklingar á ferð, hvort sem litið er til boltaíþrótta eða fimleika. Nú berast fregnir af því að áform um uppbyggingu í Vetrarmýrinni standist ekki, framkvæmdin mun vera flóknari en fyrr var talið. Það sé snúið mál að byggja í mýri og eitthvað í þeim dúr. Eins og það hafi átt að koma á óvart. Gott og vel. Það sem er hins vegar bagalegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar þráast við að veita minnihlutanum upplýsingar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn lítur á beiðni minnihlutans sem ákveðið vesen, en það er lýsandi fyrir viðhorf meirihlutans til leikreglna lýðræðisins. Einföldum spurningum um raunverulegan framgang verkefnisins er vart svarað og meirihlutinn sýnir lítið frumkvæði í að greiða fyrir aðgengi minnihlutans og þar með almennings að upplýsingum um framkvæmdina. Og þetta er ekki einhver smáframkvæmd. Um er að ræða gríðarlega fjárfestingu af hálfu bæjarins um að minnsta kosti 4,5 milljarða króna. Framkvæmdin er fjármögnuð að hluta til beint úr bæjarsjóði en að stórum hluta af lóðasölu (sem ekki er enn vitað hvort gangi upp) og frekari lántöku. Það er auðvitað kappsmál okkar allra að vel takist til. Enda íþrótta- og tómstundastarf mikilvægara sem aldrei fyrr. En það hefur verið merkilegt að fylgjast með því hversu viðkvæmt það er fyrir meirihlutann að koma hreint fram og veita einfaldar upplýsingar. Því hljótum við að staldra við og spyrja okkur hvers vegna svo sé. Það er eðli stjórnmálanna að þeir sem eru í minnihluta veita aðhald og spyrja spurninga; þeir sem eru í meirihluta eiga að axla ábyrgð á ákvörðunum sínum og standa með þeim. Það verða alltaf álitamál sem leysa þarf og heilbrigt er að eiga samtal um. Við það á enginn að vera feiminn. En það leysir engan vanda að stinga höfðinu í sandinn og bíða af sér óþægindin. Slík stjórnun er varla í þágu almennings. Betra væri að koma hreint fram gagnvart íbúum Garðabæjar og að lágmarki svara eðlilegum spurningum um framvindu mikilvægra verkefna. Það er ekkert að fela. Eða hvað? Sara Dögg er oddviti Garðabæjarlistans og Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þegar starfað er í stjórnmálum skiptir miklu máli að taka hlutverk sitt alvarlega. Ekki síst til að ýta undir nauðsynlegt traust og langþráð gegnsæi í íslenskri stjórnsýslu. Sumir stjórnmálaflokkar hafa í grunnstefnu sinni að tryggja að almannahagsmunir séu í fyrirrúmi, að farið sé vel með almannafé og að gegnsæi ríki í ákvarðanatöku stjórnvalda. Þannig myndast traust á milli kjósenda og kjörinna fulltrúa enda er það forsenda heilbrigðs samfélags. Aðrir stjórnmálaflokkar virðast hins vegar hafa þá vinnureglu að reyna eftir fremsta megni að torvelda aðgengi almennings að upplýsingum, svara illa fyrirspurnum um framgang mála og finnast gagnsæi vera hálfgert vesen. Gleðispillir jafnvel. Í Garðabæ hefur verið tekin ákvörðun um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýrinni. Sem er mjög jákvætt og gott skref að okkar mati. Garðbæingar eru stoltir af Stjörnunni enda framúrskarandi lið og einstaklingar á ferð, hvort sem litið er til boltaíþrótta eða fimleika. Nú berast fregnir af því að áform um uppbyggingu í Vetrarmýrinni standist ekki, framkvæmdin mun vera flóknari en fyrr var talið. Það sé snúið mál að byggja í mýri og eitthvað í þeim dúr. Eins og það hafi átt að koma á óvart. Gott og vel. Það sem er hins vegar bagalegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar þráast við að veita minnihlutanum upplýsingar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn lítur á beiðni minnihlutans sem ákveðið vesen, en það er lýsandi fyrir viðhorf meirihlutans til leikreglna lýðræðisins. Einföldum spurningum um raunverulegan framgang verkefnisins er vart svarað og meirihlutinn sýnir lítið frumkvæði í að greiða fyrir aðgengi minnihlutans og þar með almennings að upplýsingum um framkvæmdina. Og þetta er ekki einhver smáframkvæmd. Um er að ræða gríðarlega fjárfestingu af hálfu bæjarins um að minnsta kosti 4,5 milljarða króna. Framkvæmdin er fjármögnuð að hluta til beint úr bæjarsjóði en að stórum hluta af lóðasölu (sem ekki er enn vitað hvort gangi upp) og frekari lántöku. Það er auðvitað kappsmál okkar allra að vel takist til. Enda íþrótta- og tómstundastarf mikilvægara sem aldrei fyrr. En það hefur verið merkilegt að fylgjast með því hversu viðkvæmt það er fyrir meirihlutann að koma hreint fram og veita einfaldar upplýsingar. Því hljótum við að staldra við og spyrja okkur hvers vegna svo sé. Það er eðli stjórnmálanna að þeir sem eru í minnihluta veita aðhald og spyrja spurninga; þeir sem eru í meirihluta eiga að axla ábyrgð á ákvörðunum sínum og standa með þeim. Það verða alltaf álitamál sem leysa þarf og heilbrigt er að eiga samtal um. Við það á enginn að vera feiminn. En það leysir engan vanda að stinga höfðinu í sandinn og bíða af sér óþægindin. Slík stjórnun er varla í þágu almennings. Betra væri að koma hreint fram gagnvart íbúum Garðabæjar og að lágmarki svara eðlilegum spurningum um framvindu mikilvægra verkefna. Það er ekkert að fela. Eða hvað? Sara Dögg er oddviti Garðabæjarlistans og Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun