Hryðjuverkastarfsemi íslamista Stefán Karlsson skrifar 30. nóvember 2015 00:00 Eina ástæðuna fyrir þeirri hrinu hryðjuverkastarfsemi sem hefur gengið yfir heimsbyggðina undanfarið má rekja til tilvistarkreppu íslams í nútímanum. Sú lífseiga þula að voðaverk hryðjuverkamanna hafi ekkert með íslam að gera er röng. Vandamálið kristallast þar sem nútíminn og íslömsk trú og menning, sem byggist á fornum grunni, mætast. Sá veruleiki birtist ekki bara í Mið-Austurlöndum heldur einnig í vestræna heiminum þar sem múslímum hefur fjölgað ört á undanförnum áratugum. Þrátt fyrir að íslamskar fjöldahreyfingar séu með milljónir hófsamra karla og kvenna innan sinna vébanda er þar einnig að finna fjölmarga íhaldssama múslíma sem telja að vestræn áhrif séu siðspillandi. Þeir eiga erfitt með að fóta sig í nútímanum, bregðast við áhrifum hans eða höndla hann, og sjá þann kost vænstan að hverfa aftur til fortíðarinnar. Þessir íslamistar óttast um trúarlega sjálfsmynd sína í samfélögum nútímans og að gagnrýnin umræða muni ná að sá fræjum efa í hjörtum manna. Til að vinna gegn áhrifunum dæma þeir samfélög sín til sjálfskipaðrar einangrunar í ákveðnum hverfum evrópskra borga þar sem þeir leitast við að framfylgja ævafornum lífsháttum og viðhorfum. Þar lifa margir múslímar lífi sem er nánast algerlega aðskilið hversdagslífi annarra í samfélaginu og neita að aðlagast. Innan þessara samfélaga vænisýki og aðskilnaðar eru fjölmargir sem halda á lofti úreltum hugmyndum um réttindi kvenna, menn sem telja að réttindi samkynhneigðra séu óguðleg, láta sig tjáningarfrelsi litlu skipta og ala á skipulögðu gyðingahatri. Í sumum moskum kynda öfgafullir múslímar undir hatri á því umhverfi sem þeir telja ógna sér og boða heilagt stríð og heimsyfirráð. Í því skyni halda þeir á lofti herskáum tilvitnunum úr Kóraninum á kostnað þeirra friðsamlegu þar sem stríð og ofbeldi eru vegsömuð og skipað er fyrir um dráp á vantrúuðum.Sjálfskipuð einangrun og firring Skýringarinnar á uppgangi íslamista og hatri þeirra á Vesturlöndum er frekar að leita í þessari sjálfskipuðu einangrun, firringu og íhaldssamri kredduhyggju en í yfirdrottnunarstefnu vestrænna stórvelda þó að hún sé notuð sem átylla. Ekki er ósennilegt að þetta hatur endurspegli viðbrögð ráðandi afla á meðal múslíma, viðbrögð sem stafa af ótta við að allar breytingar raski högum þeirra og hagsmunum. Til að verja stöðu sína ala þeir á skipulegri andúð á Vesturlöndum og vestrænum gildum í sumum moskum sem ungt fólk er sérstaklega móttækilegt fyrir. Þessi boðskapur er rótin að hryðjuverkastarfsemi þar sem ungir múslímar stíga yfir mörk hins siðlega og grípa til þess ráðs að drepa. Það er sárgrætilegt að fólk á Vesturlöndum sem telur sig tilheyra frjálslyndari armi stjórnmálanna og jafnvel vestrænir femínistar skuli slá skjaldborg um þennan hugmyndaheim kredduhyggju og kvennakúgunar með því að stimpla alla þá sem vilja gagnrýna hann sem rasista. Það eru ekki allir múslímar íslamistar. Fjölmargir þeirra vilja lifa með öðrum hætti en þeir sem eru fastir í trúarlegu og stöðnuðu feðraveldisfyrirkomulagi. Þessir múslímar bíða mestan skaða af íslamskri öfgahyggju. Þeir þurfa að fara að líta í eigin barm, átta sig á hver hinn eiginlegi óvinur þeirra sé og beina bræði sinni að þeim sem raunverulega eru að kúga þá í stað þess að festa sig eingöngu í orðræðu um glæpi Vesturlanda. Þeir þurfa að snúa baki við boðberum hatursins og gera upp við sig hvers konar íslam þeir vilja lifa við. Salman Rushdie telur að umbótahreyfingu þurfi til að laga mikilvægustu trúarsetningar íslams að samfélögum nútímans, múslímsk siðaskipti til að berjast gegn þeim hugmyndafræðingum sem boða heilagt stríð (jihad) og hatur. Það þurfi ný fræði í stað bókstafstrúarlegra kennisetninga og kredduhyggju sem þjaki hugsun margra múslíma nú á dögum. Fyrst í stað sé tímabært að múslímar læri um opinberunina í trúarbrögðum sínum sem sögulegan atburð en ekki atburð sem sé hafinn yfir vísindalega söguskoðun á einhvern yfirskilvitlegan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eina ástæðuna fyrir þeirri hrinu hryðjuverkastarfsemi sem hefur gengið yfir heimsbyggðina undanfarið má rekja til tilvistarkreppu íslams í nútímanum. Sú lífseiga þula að voðaverk hryðjuverkamanna hafi ekkert með íslam að gera er röng. Vandamálið kristallast þar sem nútíminn og íslömsk trú og menning, sem byggist á fornum grunni, mætast. Sá veruleiki birtist ekki bara í Mið-Austurlöndum heldur einnig í vestræna heiminum þar sem múslímum hefur fjölgað ört á undanförnum áratugum. Þrátt fyrir að íslamskar fjöldahreyfingar séu með milljónir hófsamra karla og kvenna innan sinna vébanda er þar einnig að finna fjölmarga íhaldssama múslíma sem telja að vestræn áhrif séu siðspillandi. Þeir eiga erfitt með að fóta sig í nútímanum, bregðast við áhrifum hans eða höndla hann, og sjá þann kost vænstan að hverfa aftur til fortíðarinnar. Þessir íslamistar óttast um trúarlega sjálfsmynd sína í samfélögum nútímans og að gagnrýnin umræða muni ná að sá fræjum efa í hjörtum manna. Til að vinna gegn áhrifunum dæma þeir samfélög sín til sjálfskipaðrar einangrunar í ákveðnum hverfum evrópskra borga þar sem þeir leitast við að framfylgja ævafornum lífsháttum og viðhorfum. Þar lifa margir múslímar lífi sem er nánast algerlega aðskilið hversdagslífi annarra í samfélaginu og neita að aðlagast. Innan þessara samfélaga vænisýki og aðskilnaðar eru fjölmargir sem halda á lofti úreltum hugmyndum um réttindi kvenna, menn sem telja að réttindi samkynhneigðra séu óguðleg, láta sig tjáningarfrelsi litlu skipta og ala á skipulögðu gyðingahatri. Í sumum moskum kynda öfgafullir múslímar undir hatri á því umhverfi sem þeir telja ógna sér og boða heilagt stríð og heimsyfirráð. Í því skyni halda þeir á lofti herskáum tilvitnunum úr Kóraninum á kostnað þeirra friðsamlegu þar sem stríð og ofbeldi eru vegsömuð og skipað er fyrir um dráp á vantrúuðum.Sjálfskipuð einangrun og firring Skýringarinnar á uppgangi íslamista og hatri þeirra á Vesturlöndum er frekar að leita í þessari sjálfskipuðu einangrun, firringu og íhaldssamri kredduhyggju en í yfirdrottnunarstefnu vestrænna stórvelda þó að hún sé notuð sem átylla. Ekki er ósennilegt að þetta hatur endurspegli viðbrögð ráðandi afla á meðal múslíma, viðbrögð sem stafa af ótta við að allar breytingar raski högum þeirra og hagsmunum. Til að verja stöðu sína ala þeir á skipulegri andúð á Vesturlöndum og vestrænum gildum í sumum moskum sem ungt fólk er sérstaklega móttækilegt fyrir. Þessi boðskapur er rótin að hryðjuverkastarfsemi þar sem ungir múslímar stíga yfir mörk hins siðlega og grípa til þess ráðs að drepa. Það er sárgrætilegt að fólk á Vesturlöndum sem telur sig tilheyra frjálslyndari armi stjórnmálanna og jafnvel vestrænir femínistar skuli slá skjaldborg um þennan hugmyndaheim kredduhyggju og kvennakúgunar með því að stimpla alla þá sem vilja gagnrýna hann sem rasista. Það eru ekki allir múslímar íslamistar. Fjölmargir þeirra vilja lifa með öðrum hætti en þeir sem eru fastir í trúarlegu og stöðnuðu feðraveldisfyrirkomulagi. Þessir múslímar bíða mestan skaða af íslamskri öfgahyggju. Þeir þurfa að fara að líta í eigin barm, átta sig á hver hinn eiginlegi óvinur þeirra sé og beina bræði sinni að þeim sem raunverulega eru að kúga þá í stað þess að festa sig eingöngu í orðræðu um glæpi Vesturlanda. Þeir þurfa að snúa baki við boðberum hatursins og gera upp við sig hvers konar íslam þeir vilja lifa við. Salman Rushdie telur að umbótahreyfingu þurfi til að laga mikilvægustu trúarsetningar íslams að samfélögum nútímans, múslímsk siðaskipti til að berjast gegn þeim hugmyndafræðingum sem boða heilagt stríð (jihad) og hatur. Það þurfi ný fræði í stað bókstafstrúarlegra kennisetninga og kredduhyggju sem þjaki hugsun margra múslíma nú á dögum. Fyrst í stað sé tímabært að múslímar læri um opinberunina í trúarbrögðum sínum sem sögulegan atburð en ekki atburð sem sé hafinn yfir vísindalega söguskoðun á einhvern yfirskilvitlegan hátt.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun