Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 10:40 Kynnisferðir halda m.a. úti hópbifreiðaakstri undir merkjum Reykjavík Excursions. Vísir/vilhelm Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var út nú fyrir hádegi. Öllum starfsmönnum Ferðaskrifstofu Kynnisferða, sem og Bílaleigu Kynnisferða, verður sagt upp. Þá verður tæplega 70 starfsmönnum sagt upp hjá Hópbifreiðum og Almenningsvögnum Kynnisferða. Í frétt Mbl, sem greindi fyrst frá uppsögnunum í morgun, segir að starfsfólki hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar í gær og klukkan tíu í morgun hafi hafist starfsmannafundur þar sem farið verður yfir stöðu mála. Haft er eftir Birni í tilkynningu að erfitt sé að lýsa því hversu sorglegt það sé að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „[...] en hugur stjórnar og stjórnenda er fyrst og fremst hjá okkar frábæra fólki sem nú sér fram á að missa vinnuna. Við vonumst svo sannarlega til þess að geta boðið stærstum hluta starfsmanna vinnu aftur um leið og aðstæður batna.“ Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri KynnisferðaVísir/Arnar Halldórsson Í tilkynningu eru uppsagnirnar jafnframt raktar til áhrifa af faraldri kórónuveiru, sem lamað hefur nær allt millilandaflug. Kynnisferðir hafi getað nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda því vonast hafi verið til um tímabundið ástand væri að ræða. Til að bjarga rekstri félagsins sé þó nauðsynlegt að ráðast í þessar aðgerðir nú. „Við ætlum okkur að vera tilbúin að sækja fram þegar tækifæri gefst á ný. Við munum bjóða nokkrum starfsmönnum endurráðningu til að geta haldið rekstri félagsins í lágmarki,“ er haft eftir Birni í tilkynningu. Sjá einnig: Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Björn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að vænta mætti uppsagna hjá fyrirtækinu fyrir helgi. Um 320 starfsmenn störfuðu hjá Kynnisferðum fyrir uppsagnir. Viðbúið er að mörgþúsund missi vinnuna í uppsögnum nú um mánaðamótin og næstu misseri vegna faraldurs kórónuveiru, sem einkum hefur leikið ferðaþjónustuna grátt. Icelandair tilkynnti til að mynda í gær um uppsögn um 2000 starfsmanna sinna. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem send var út nú fyrir hádegi. Öllum starfsmönnum Ferðaskrifstofu Kynnisferða, sem og Bílaleigu Kynnisferða, verður sagt upp. Þá verður tæplega 70 starfsmönnum sagt upp hjá Hópbifreiðum og Almenningsvögnum Kynnisferða. Í frétt Mbl, sem greindi fyrst frá uppsögnunum í morgun, segir að starfsfólki hafi verið tilkynnt um uppsagnirnar í gær og klukkan tíu í morgun hafi hafist starfsmannafundur þar sem farið verður yfir stöðu mála. Haft er eftir Birni í tilkynningu að erfitt sé að lýsa því hversu sorglegt það sé að þurfa að grípa til þessara aðgerða. „[...] en hugur stjórnar og stjórnenda er fyrst og fremst hjá okkar frábæra fólki sem nú sér fram á að missa vinnuna. Við vonumst svo sannarlega til þess að geta boðið stærstum hluta starfsmanna vinnu aftur um leið og aðstæður batna.“ Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri KynnisferðaVísir/Arnar Halldórsson Í tilkynningu eru uppsagnirnar jafnframt raktar til áhrifa af faraldri kórónuveiru, sem lamað hefur nær allt millilandaflug. Kynnisferðir hafi getað nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda því vonast hafi verið til um tímabundið ástand væri að ræða. Til að bjarga rekstri félagsins sé þó nauðsynlegt að ráðast í þessar aðgerðir nú. „Við ætlum okkur að vera tilbúin að sækja fram þegar tækifæri gefst á ný. Við munum bjóða nokkrum starfsmönnum endurráðningu til að geta haldið rekstri félagsins í lágmarki,“ er haft eftir Birni í tilkynningu. Sjá einnig: Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Björn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag að vænta mætti uppsagna hjá fyrirtækinu fyrir helgi. Um 320 starfsmenn störfuðu hjá Kynnisferðum fyrir uppsagnir. Viðbúið er að mörgþúsund missi vinnuna í uppsögnum nú um mánaðamótin og næstu misseri vegna faraldurs kórónuveiru, sem einkum hefur leikið ferðaþjónustuna grátt. Icelandair tilkynnti til að mynda í gær um uppsögn um 2000 starfsmanna sinna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira