Geðheilbrigðisúrræði eru sjálfsögð gæði Eygló María Björnsdóttir skrifar 29. apríl 2020 11:00 „Geðheilsa stúdenta hefur sjaldan verið betri,“ er fáheyrð staðhæfing, gott ef sönn væri, en raunin er sú að margt bendir til þess að geðheilsu ungs fólks fari hrakandi. Háskólanám er fullt starf ef tillit er tekið til einingafjölda og oftar en ekki reynist það vera meira en svo ef litið er til vinnuframlags. Til að standa sig vel í háskólanámi er best að vinna ekki samhliða námi og helst ekki eyða of miklum tíma í félagslíf. Raunin er þó sú að langflestir stúdentar þurfa að vinna samhliða námi til að sjá fyrir sér og hvaða stúdent vill ekki upplifa félagslífið sem fylgir háskólanámi. Í háskólanámi eru stúdentar útsettir fyrir ýmsum streituþáttum sem auka líkurnar á því að stúdentar upplifi streitu, kvíða og/eða jafnvel þunglyndi. Það er afar mikilvægt að háskólar geri sér grein fyrir því að stór hópur stúdenta eru útsettir fyrir álagi og pressu en enn mikilvægara að þeir geri sér grein fyrir því að hægt er að grípa snemma inn í. Að því utanskyldu er einnig stór hópur stúdenta með fyrirliggjandi raskanir á borð við þunglyndi, kvíða, ADHD og ADD. Þar kemur félagsleg vídd inn í spilið. Til að uppfylla ákveðin gæðaskilyrði þurfa háskólar að huga að þó nokkrum þáttum: gæði kennslu, að menntun sé byggð á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu, gagnreyndum kennsluaðferðum, námsmati og svo mætti lengi telja. Reglulega eru háskólastofnanir metnar með svokölluðum úttektum þar sem stofnanirnar meta sig sjálfar og sérfræðingar meta því næst stofnanirnar út frá þeirra mati. Með þessum hætti eru háskólastofnanir hvattar til að bæta sig og auka gæði háskólastarfsins með reglulegu millibili. Allt er þetta gott og blessað en hvernig huga háskólastofnanir að geðheilsu stúdenta? Félagsleg vídd er mikilvægt hugtak sem þarf að hafa í huga þegar gæði náms er metið og þarf að líta til ýmissa þátta t.d. hvaða geðheilbrigðisúrræði standa stúdentum til boða. Félagsleg vídd (e. Social dimension) gefur til kynna þann fjölbreytileika sem til staðar er í samfélaginu. Félagsleg vídd í háskólasamfélaginu þýðir að þar endurspeglist þverskurður samfélagsins. Árið 2017 var talið að nærri 9% landsmanna hefðu þunglyndiseinkenni. Rúmlega 20 þúsund stúdentar stunda háskólanám á íslandi, sem þýðir að út frá því ættu um 1800 stúdentar að glíma við þunglyndiseinkenni. Til að háskólar geti stutt við alla sína stúdenta er mikilvægt að viðeigandi stuðningskerfi séu til staðar. Tveir háskólar á Íslandi hafa tekið það skref að veita sálfræðiráðgjöf og hópmeðferðir og hefur aðsóknin í þá þjónustu aukist síðustu misseri. Það er ánægjulegt að sjá háskólastofnanir fylgja kröfum stúdenta eftir en stúdentar hafa frá 2018 vakið athygli á bágri geðheilsu stúdenta. Viðeigandi stuðningskerfi auka líkur á því að stúdentar hverfi ekki frá námi og því líklegra er að stúdentahópurinn geti endurspegla þverskurð samfélagsins. Án stuðningskerfa, svo sem sálfræðiaðstoðar, er ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi að námi. Það er þó ekki nóg að bjóða stúdentum upp á slíka þjónustu ef hún er ekki byggð á gagnreyndum aðferðum. HAM (Hugræn atferlismeðferð) er sú hópmeðferð sem tvær háskólastofnanir hafa verið að bjóða upp á og er hún stutt af fjölda rannsókna. Þetta ættu fleiri háskólar að taka sér til fyrirmyndar. Tryggjum gæði náms með góðum og faglegum geðheilbrigðisúrræðum á landsvísu. Höfundur er gæðastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Skrifaðu undir ákall samtakanna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
„Geðheilsa stúdenta hefur sjaldan verið betri,“ er fáheyrð staðhæfing, gott ef sönn væri, en raunin er sú að margt bendir til þess að geðheilsu ungs fólks fari hrakandi. Háskólanám er fullt starf ef tillit er tekið til einingafjölda og oftar en ekki reynist það vera meira en svo ef litið er til vinnuframlags. Til að standa sig vel í háskólanámi er best að vinna ekki samhliða námi og helst ekki eyða of miklum tíma í félagslíf. Raunin er þó sú að langflestir stúdentar þurfa að vinna samhliða námi til að sjá fyrir sér og hvaða stúdent vill ekki upplifa félagslífið sem fylgir háskólanámi. Í háskólanámi eru stúdentar útsettir fyrir ýmsum streituþáttum sem auka líkurnar á því að stúdentar upplifi streitu, kvíða og/eða jafnvel þunglyndi. Það er afar mikilvægt að háskólar geri sér grein fyrir því að stór hópur stúdenta eru útsettir fyrir álagi og pressu en enn mikilvægara að þeir geri sér grein fyrir því að hægt er að grípa snemma inn í. Að því utanskyldu er einnig stór hópur stúdenta með fyrirliggjandi raskanir á borð við þunglyndi, kvíða, ADHD og ADD. Þar kemur félagsleg vídd inn í spilið. Til að uppfylla ákveðin gæðaskilyrði þurfa háskólar að huga að þó nokkrum þáttum: gæði kennslu, að menntun sé byggð á rannsóknum og gagnreyndri þekkingu, gagnreyndum kennsluaðferðum, námsmati og svo mætti lengi telja. Reglulega eru háskólastofnanir metnar með svokölluðum úttektum þar sem stofnanirnar meta sig sjálfar og sérfræðingar meta því næst stofnanirnar út frá þeirra mati. Með þessum hætti eru háskólastofnanir hvattar til að bæta sig og auka gæði háskólastarfsins með reglulegu millibili. Allt er þetta gott og blessað en hvernig huga háskólastofnanir að geðheilsu stúdenta? Félagsleg vídd er mikilvægt hugtak sem þarf að hafa í huga þegar gæði náms er metið og þarf að líta til ýmissa þátta t.d. hvaða geðheilbrigðisúrræði standa stúdentum til boða. Félagsleg vídd (e. Social dimension) gefur til kynna þann fjölbreytileika sem til staðar er í samfélaginu. Félagsleg vídd í háskólasamfélaginu þýðir að þar endurspeglist þverskurður samfélagsins. Árið 2017 var talið að nærri 9% landsmanna hefðu þunglyndiseinkenni. Rúmlega 20 þúsund stúdentar stunda háskólanám á íslandi, sem þýðir að út frá því ættu um 1800 stúdentar að glíma við þunglyndiseinkenni. Til að háskólar geti stutt við alla sína stúdenta er mikilvægt að viðeigandi stuðningskerfi séu til staðar. Tveir háskólar á Íslandi hafa tekið það skref að veita sálfræðiráðgjöf og hópmeðferðir og hefur aðsóknin í þá þjónustu aukist síðustu misseri. Það er ánægjulegt að sjá háskólastofnanir fylgja kröfum stúdenta eftir en stúdentar hafa frá 2018 vakið athygli á bágri geðheilsu stúdenta. Viðeigandi stuðningskerfi auka líkur á því að stúdentar hverfi ekki frá námi og því líklegra er að stúdentahópurinn geti endurspegla þverskurð samfélagsins. Án stuðningskerfa, svo sem sálfræðiaðstoðar, er ekki hægt að tryggja jafnt aðgengi að námi. Það er þó ekki nóg að bjóða stúdentum upp á slíka þjónustu ef hún er ekki byggð á gagnreyndum aðferðum. HAM (Hugræn atferlismeðferð) er sú hópmeðferð sem tvær háskólastofnanir hafa verið að bjóða upp á og er hún stutt af fjölda rannsókna. Þetta ættu fleiri háskólar að taka sér til fyrirmyndar. Tryggjum gæði náms með góðum og faglegum geðheilbrigðisúrræðum á landsvísu. Höfundur er gæðastjóri Landssamtaka íslenskra stúdenta. Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Skrifaðu undir ákall samtakanna hér.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun