Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. apríl 2020 07:45 Airbus A380. Vísir/AP Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs tapaði Airbus um 481 milljónum evra, eða um 77 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur fyrirtækið þurft að taka milljarða evra lán, auk þess sem starfsfólki hefur verið sagt upp eða sent í launalaust leyfi. Faury segir að þegar dregið verði úr þeim ferðatakmörkunum sem ríki nú víða um heim, verði samt erfitt að sannfæra fólk um að ferðast með flugfélögum. Sjálfur kveðst hann ekki viss um hversu langan tíma það muni taka. „Við erum í alvarlegustu krísu sem flugbransinn hefur staðið frammi fyrir. Nú þurfum við að vinna saman sem starfsgrein og endurheimta traust farþega á flugferðalögum, á sama tíma og við lærum að lifa með þessum heimsfaraldri.“ Hlutabréf í Airbus og Boeing, helsta keppinaut þeirra, hafa lækkað um 60 prósent á þessu ári. Flugfélög heims, helstu viðskiptavinir flugvélaframleiðenda, hafa þurft að draga verulega úr starfsemi sinni til þess að eygja von um að komast hjá gjaldþroti. Dæmi um slíkar aðgerðir er að finna hér á landi, en í gær sagði Icelandair upp meira en 2000 starfsmönnum sínum. Yfirmenn hjá Airbus hafa lýst því yfir að þeir voni að afhending þeirra flugvéla sem dróst vegna kórónuveirufaraldursins geti farið fram á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa hins vegar ekki treyst sér til þess að gefa út áætlun þess efnis þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar í heiminum er enn í fullum gangi og ríkisstjórnir heims hafa margar hverjar ekki viljað aflétta ferðatakmörkunum. Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbus Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs tapaði Airbus um 481 milljónum evra, eða um 77 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur fyrirtækið þurft að taka milljarða evra lán, auk þess sem starfsfólki hefur verið sagt upp eða sent í launalaust leyfi. Faury segir að þegar dregið verði úr þeim ferðatakmörkunum sem ríki nú víða um heim, verði samt erfitt að sannfæra fólk um að ferðast með flugfélögum. Sjálfur kveðst hann ekki viss um hversu langan tíma það muni taka. „Við erum í alvarlegustu krísu sem flugbransinn hefur staðið frammi fyrir. Nú þurfum við að vinna saman sem starfsgrein og endurheimta traust farþega á flugferðalögum, á sama tíma og við lærum að lifa með þessum heimsfaraldri.“ Hlutabréf í Airbus og Boeing, helsta keppinaut þeirra, hafa lækkað um 60 prósent á þessu ári. Flugfélög heims, helstu viðskiptavinir flugvélaframleiðenda, hafa þurft að draga verulega úr starfsemi sinni til þess að eygja von um að komast hjá gjaldþroti. Dæmi um slíkar aðgerðir er að finna hér á landi, en í gær sagði Icelandair upp meira en 2000 starfsmönnum sínum. Yfirmenn hjá Airbus hafa lýst því yfir að þeir voni að afhending þeirra flugvéla sem dróst vegna kórónuveirufaraldursins geti farið fram á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa hins vegar ekki treyst sér til þess að gefa út áætlun þess efnis þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar í heiminum er enn í fullum gangi og ríkisstjórnir heims hafa margar hverjar ekki viljað aflétta ferðatakmörkunum.
Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbus Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira