Telur að vandræði flugbransans séu rétt að byrja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. apríl 2020 07:45 Airbus A380. Vísir/AP Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs tapaði Airbus um 481 milljónum evra, eða um 77 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur fyrirtækið þurft að taka milljarða evra lán, auk þess sem starfsfólki hefur verið sagt upp eða sent í launalaust leyfi. Faury segir að þegar dregið verði úr þeim ferðatakmörkunum sem ríki nú víða um heim, verði samt erfitt að sannfæra fólk um að ferðast með flugfélögum. Sjálfur kveðst hann ekki viss um hversu langan tíma það muni taka. „Við erum í alvarlegustu krísu sem flugbransinn hefur staðið frammi fyrir. Nú þurfum við að vinna saman sem starfsgrein og endurheimta traust farþega á flugferðalögum, á sama tíma og við lærum að lifa með þessum heimsfaraldri.“ Hlutabréf í Airbus og Boeing, helsta keppinaut þeirra, hafa lækkað um 60 prósent á þessu ári. Flugfélög heims, helstu viðskiptavinir flugvélaframleiðenda, hafa þurft að draga verulega úr starfsemi sinni til þess að eygja von um að komast hjá gjaldþroti. Dæmi um slíkar aðgerðir er að finna hér á landi, en í gær sagði Icelandair upp meira en 2000 starfsmönnum sínum. Yfirmenn hjá Airbus hafa lýst því yfir að þeir voni að afhending þeirra flugvéla sem dróst vegna kórónuveirufaraldursins geti farið fram á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa hins vegar ekki treyst sér til þess að gefa út áætlun þess efnis þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar í heiminum er enn í fullum gangi og ríkisstjórnir heims hafa margar hverjar ekki viljað aflétta ferðatakmörkunum. Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbus Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Guillaume Faury, framkvæmdastjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, telur að sú niðursveifla sem flugbransinn um víða veröld stendur nú frammi fyrir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé enn á frumstigi. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs tapaði Airbus um 481 milljónum evra, eða um 77 milljörðum íslenskra króna. Þá hefur fyrirtækið þurft að taka milljarða evra lán, auk þess sem starfsfólki hefur verið sagt upp eða sent í launalaust leyfi. Faury segir að þegar dregið verði úr þeim ferðatakmörkunum sem ríki nú víða um heim, verði samt erfitt að sannfæra fólk um að ferðast með flugfélögum. Sjálfur kveðst hann ekki viss um hversu langan tíma það muni taka. „Við erum í alvarlegustu krísu sem flugbransinn hefur staðið frammi fyrir. Nú þurfum við að vinna saman sem starfsgrein og endurheimta traust farþega á flugferðalögum, á sama tíma og við lærum að lifa með þessum heimsfaraldri.“ Hlutabréf í Airbus og Boeing, helsta keppinaut þeirra, hafa lækkað um 60 prósent á þessu ári. Flugfélög heims, helstu viðskiptavinir flugvélaframleiðenda, hafa þurft að draga verulega úr starfsemi sinni til þess að eygja von um að komast hjá gjaldþroti. Dæmi um slíkar aðgerðir er að finna hér á landi, en í gær sagði Icelandair upp meira en 2000 starfsmönnum sínum. Yfirmenn hjá Airbus hafa lýst því yfir að þeir voni að afhending þeirra flugvéla sem dróst vegna kórónuveirufaraldursins geti farið fram á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa hins vegar ekki treyst sér til þess að gefa út áætlun þess efnis þar sem útbreiðsla kórónuveirunnar í heiminum er enn í fullum gangi og ríkisstjórnir heims hafa margar hverjar ekki viljað aflétta ferðatakmörkunum.
Fréttir af flugi Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Airbus Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira