Nýsköpun í skólastarfi Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 9. júní 2016 07:00 Fræðsluyfirvöld Hafnarfjarðar hafa stigið stórt skref með samþykkt nýs sjálfstæðs grunnskóla í bæjarfélaginu en unglingaskólinn Nú tekur þar til starfa á komandi hausti. Í skólanum verður lögð áhersla á íþróttir og heilsusamlegan lífsstíl og byggja kennsluaðferðir á nýjustu tækni. Þjónustusamningur milli skólans og bæjarins vegna rekstrar hans var samþykktur í kjölfar viðurkenningar menntamálastofnunar á starfsemi hans. Stofnun þessa nýstárlega skóla er í góðu samræmi við málefnasamning meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar en þar er lögð áhersla á nýsköpun og fjölbreytni á öllum stigum skólastarfs. Að baki ákvörðun fræðsluráðs liggur mikil og ígrunduð vinna en það hefur haft málefni skólans til umfjöllunar í tæp tvö ár. Með auknu sjálfstæði skóla, hvort sem er innan hefðbundna kerfisins eða þar sem kraftar einkaaðila eru nýttir, felast sóknarfæri í menntun, tækifæri til umbóta og aukins árangurs. Ein leið til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda er að bjóða upp á fjölbreytni og aukið val. Sjálfstætt starfandi skólar eru viðbót við öflugt opinbert skólastarf. Valfrelsi gerir einstaklingum enn frekar mögulegt að vaxa og dafna á eigin forsendum og nýta styrkleika sína sem best. Það veitir kennurum einnig fjölbreyttara starfsumhverfi og er aukið val námsgagna þáttur í því. Fyrir áhugafólk um menntamál er það einnig umhugsunarvert að á Norðurlöndunum er hlutur sjálfstætt rekinna grunnskóla minnstur hér á landi og töluvert stærri að meðaltali í Evrópu. Nú þegar stunda á annað hundrað hafnfirsk börn nám í sjálfstætt reknum grunnskólum, innan sveitarfélagsins sem utan, og greiðir bæjarfélagið með hverjum nemanda 75% af landsmeðaltali rekstrarkostnaðar grunnskóla eins og lög gera ráð fyrir. Greiðslur með nemendum í nýja skólanum verða að hluta til viðbót við þá heildarupphæð sem nú þegar er sett í fræðslumálin í bæjarfélaginu. Í þjónustusamningi bæjarins við nýja skólann er sett hámark á skólagjöld, innritunarreglur skýrari en tíðkast í sambærilegum samningum sem og ákvæði um eftirlit og mat á skólastarfinu. Það er ánægjulegt að taka þátt í þeirri nýsköpun og frumkvöðlastarfi sem verið er að ýta úr vör með því að samþykkja nýjan unglingaskóla í Hafnarfirði. Og um leið skapa börnum aukin tækifæri og nýja möguleika til menntunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fræðsluyfirvöld Hafnarfjarðar hafa stigið stórt skref með samþykkt nýs sjálfstæðs grunnskóla í bæjarfélaginu en unglingaskólinn Nú tekur þar til starfa á komandi hausti. Í skólanum verður lögð áhersla á íþróttir og heilsusamlegan lífsstíl og byggja kennsluaðferðir á nýjustu tækni. Þjónustusamningur milli skólans og bæjarins vegna rekstrar hans var samþykktur í kjölfar viðurkenningar menntamálastofnunar á starfsemi hans. Stofnun þessa nýstárlega skóla er í góðu samræmi við málefnasamning meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar en þar er lögð áhersla á nýsköpun og fjölbreytni á öllum stigum skólastarfs. Að baki ákvörðun fræðsluráðs liggur mikil og ígrunduð vinna en það hefur haft málefni skólans til umfjöllunar í tæp tvö ár. Með auknu sjálfstæði skóla, hvort sem er innan hefðbundna kerfisins eða þar sem kraftar einkaaðila eru nýttir, felast sóknarfæri í menntun, tækifæri til umbóta og aukins árangurs. Ein leið til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda er að bjóða upp á fjölbreytni og aukið val. Sjálfstætt starfandi skólar eru viðbót við öflugt opinbert skólastarf. Valfrelsi gerir einstaklingum enn frekar mögulegt að vaxa og dafna á eigin forsendum og nýta styrkleika sína sem best. Það veitir kennurum einnig fjölbreyttara starfsumhverfi og er aukið val námsgagna þáttur í því. Fyrir áhugafólk um menntamál er það einnig umhugsunarvert að á Norðurlöndunum er hlutur sjálfstætt rekinna grunnskóla minnstur hér á landi og töluvert stærri að meðaltali í Evrópu. Nú þegar stunda á annað hundrað hafnfirsk börn nám í sjálfstætt reknum grunnskólum, innan sveitarfélagsins sem utan, og greiðir bæjarfélagið með hverjum nemanda 75% af landsmeðaltali rekstrarkostnaðar grunnskóla eins og lög gera ráð fyrir. Greiðslur með nemendum í nýja skólanum verða að hluta til viðbót við þá heildarupphæð sem nú þegar er sett í fræðslumálin í bæjarfélaginu. Í þjónustusamningi bæjarins við nýja skólann er sett hámark á skólagjöld, innritunarreglur skýrari en tíðkast í sambærilegum samningum sem og ákvæði um eftirlit og mat á skólastarfinu. Það er ánægjulegt að taka þátt í þeirri nýsköpun og frumkvöðlastarfi sem verið er að ýta úr vör með því að samþykkja nýjan unglingaskóla í Hafnarfirði. Og um leið skapa börnum aukin tækifæri og nýja möguleika til menntunar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar