Eldra fólk frekar með fordóma Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. júní 2016 06:00 Juan Camilo og Anna Lára fræða Íslendinga um fordóma og fjölmenningu í verkefninu Vertu næs á vegum Rauða Krossins. Fréttablaðið/Vilhelm „Fjölmenningarsamfélagið hefur stækkað ört síðustu ár og ungt fólk er vanara því að umgangast fólk af ólíkum menningarsvæðum,“ segir Juan Camilo Roman Estrada sem hefur ásamt Önnu Láru Steindal sinnt fræðslu um allt land á vegum Rauða krossins. Þau eru verkefnisstjórar verkefnisins Vertu næs, um fordóma og fjölmenningu og nú þegar hafa þau rætt við um fimm þúsund manns. Eitt af því sem þau hafa tekið eftir er að eldra fólk hefur frekar fordóma fyrir ákveðnum hópum fólks sem sest að hér á landi. Anna Lára segir fordóma eldra fólks helst beinast gegn múslimum og hælisleitendum. „Það er svolítið leiðinlegt að því eldri sem áheyrendurnir eru því líklegra er að við finnum fordóma. Við höfum hitt fólk sem er mjög sammála okkur og tekur fullan þátt í samtalinu. En svo kemur einhvers staðar fram að það telur ekki það sama eiga við um hælisleitendur og múslima,“ segir Anna Lára. „Þetta er það grátlegasta, það þarf að fræða fólk betur um þessa hópa,“ segir hún. „Mér finnst við þurfa að efna til sérstaks átaks þegar kemur að múslimum því fólk tekur þennan hóp sérstaklega út,“segir Anna Lára. Juan Camilo er frá Kólumbíu. Hann minnir á að fordómar séu hluti af almennri hugsun. „Enginn er laus við fordóma, það er mikilvægt að hafa það í huga. En við verðum að vera gagnrýnin á eigið hugarfar. Þegar við eldumst verðum við stífari í hugsun á meðan yngra fólk hefur tækifæri til að tengjast ólíku fólki án dóma. Það tengist jafnöldrum sínum í leikskóla og skólakerfinu, á jafningjagrundvelli,“ segir Juan. „Við bjóðum fyrirtækjum fyrirlestra og viljum endilega fræða fullorðið fólk betur um fordóma og fjölmenningu,“segir hann. Hann segir yngra fólk helst þurfa að fræðast um dulda fordóma. „Stór hluti innflytjenda finnur fyrir duldum fordómum í sinn garð,“ segir Juan og segir auðvelt að uppræta slíka fordóma enda feli þeir frekar í sér hugsunarleysi eða skort á þekkingu en vilja til að særa og beita órétti.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Fjölmenningarsamfélagið hefur stækkað ört síðustu ár og ungt fólk er vanara því að umgangast fólk af ólíkum menningarsvæðum,“ segir Juan Camilo Roman Estrada sem hefur ásamt Önnu Láru Steindal sinnt fræðslu um allt land á vegum Rauða krossins. Þau eru verkefnisstjórar verkefnisins Vertu næs, um fordóma og fjölmenningu og nú þegar hafa þau rætt við um fimm þúsund manns. Eitt af því sem þau hafa tekið eftir er að eldra fólk hefur frekar fordóma fyrir ákveðnum hópum fólks sem sest að hér á landi. Anna Lára segir fordóma eldra fólks helst beinast gegn múslimum og hælisleitendum. „Það er svolítið leiðinlegt að því eldri sem áheyrendurnir eru því líklegra er að við finnum fordóma. Við höfum hitt fólk sem er mjög sammála okkur og tekur fullan þátt í samtalinu. En svo kemur einhvers staðar fram að það telur ekki það sama eiga við um hælisleitendur og múslima,“ segir Anna Lára. „Þetta er það grátlegasta, það þarf að fræða fólk betur um þessa hópa,“ segir hún. „Mér finnst við þurfa að efna til sérstaks átaks þegar kemur að múslimum því fólk tekur þennan hóp sérstaklega út,“segir Anna Lára. Juan Camilo er frá Kólumbíu. Hann minnir á að fordómar séu hluti af almennri hugsun. „Enginn er laus við fordóma, það er mikilvægt að hafa það í huga. En við verðum að vera gagnrýnin á eigið hugarfar. Þegar við eldumst verðum við stífari í hugsun á meðan yngra fólk hefur tækifæri til að tengjast ólíku fólki án dóma. Það tengist jafnöldrum sínum í leikskóla og skólakerfinu, á jafningjagrundvelli,“ segir Juan. „Við bjóðum fyrirtækjum fyrirlestra og viljum endilega fræða fullorðið fólk betur um fordóma og fjölmenningu,“segir hann. Hann segir yngra fólk helst þurfa að fræðast um dulda fordóma. „Stór hluti innflytjenda finnur fyrir duldum fordómum í sinn garð,“ segir Juan og segir auðvelt að uppræta slíka fordóma enda feli þeir frekar í sér hugsunarleysi eða skort á þekkingu en vilja til að særa og beita órétti.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira