Eldra fólk frekar með fordóma Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. júní 2016 06:00 Juan Camilo og Anna Lára fræða Íslendinga um fordóma og fjölmenningu í verkefninu Vertu næs á vegum Rauða Krossins. Fréttablaðið/Vilhelm „Fjölmenningarsamfélagið hefur stækkað ört síðustu ár og ungt fólk er vanara því að umgangast fólk af ólíkum menningarsvæðum,“ segir Juan Camilo Roman Estrada sem hefur ásamt Önnu Láru Steindal sinnt fræðslu um allt land á vegum Rauða krossins. Þau eru verkefnisstjórar verkefnisins Vertu næs, um fordóma og fjölmenningu og nú þegar hafa þau rætt við um fimm þúsund manns. Eitt af því sem þau hafa tekið eftir er að eldra fólk hefur frekar fordóma fyrir ákveðnum hópum fólks sem sest að hér á landi. Anna Lára segir fordóma eldra fólks helst beinast gegn múslimum og hælisleitendum. „Það er svolítið leiðinlegt að því eldri sem áheyrendurnir eru því líklegra er að við finnum fordóma. Við höfum hitt fólk sem er mjög sammála okkur og tekur fullan þátt í samtalinu. En svo kemur einhvers staðar fram að það telur ekki það sama eiga við um hælisleitendur og múslima,“ segir Anna Lára. „Þetta er það grátlegasta, það þarf að fræða fólk betur um þessa hópa,“ segir hún. „Mér finnst við þurfa að efna til sérstaks átaks þegar kemur að múslimum því fólk tekur þennan hóp sérstaklega út,“segir Anna Lára. Juan Camilo er frá Kólumbíu. Hann minnir á að fordómar séu hluti af almennri hugsun. „Enginn er laus við fordóma, það er mikilvægt að hafa það í huga. En við verðum að vera gagnrýnin á eigið hugarfar. Þegar við eldumst verðum við stífari í hugsun á meðan yngra fólk hefur tækifæri til að tengjast ólíku fólki án dóma. Það tengist jafnöldrum sínum í leikskóla og skólakerfinu, á jafningjagrundvelli,“ segir Juan. „Við bjóðum fyrirtækjum fyrirlestra og viljum endilega fræða fullorðið fólk betur um fordóma og fjölmenningu,“segir hann. Hann segir yngra fólk helst þurfa að fræðast um dulda fordóma. „Stór hluti innflytjenda finnur fyrir duldum fordómum í sinn garð,“ segir Juan og segir auðvelt að uppræta slíka fordóma enda feli þeir frekar í sér hugsunarleysi eða skort á þekkingu en vilja til að særa og beita órétti.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Sjá meira
„Fjölmenningarsamfélagið hefur stækkað ört síðustu ár og ungt fólk er vanara því að umgangast fólk af ólíkum menningarsvæðum,“ segir Juan Camilo Roman Estrada sem hefur ásamt Önnu Láru Steindal sinnt fræðslu um allt land á vegum Rauða krossins. Þau eru verkefnisstjórar verkefnisins Vertu næs, um fordóma og fjölmenningu og nú þegar hafa þau rætt við um fimm þúsund manns. Eitt af því sem þau hafa tekið eftir er að eldra fólk hefur frekar fordóma fyrir ákveðnum hópum fólks sem sest að hér á landi. Anna Lára segir fordóma eldra fólks helst beinast gegn múslimum og hælisleitendum. „Það er svolítið leiðinlegt að því eldri sem áheyrendurnir eru því líklegra er að við finnum fordóma. Við höfum hitt fólk sem er mjög sammála okkur og tekur fullan þátt í samtalinu. En svo kemur einhvers staðar fram að það telur ekki það sama eiga við um hælisleitendur og múslima,“ segir Anna Lára. „Þetta er það grátlegasta, það þarf að fræða fólk betur um þessa hópa,“ segir hún. „Mér finnst við þurfa að efna til sérstaks átaks þegar kemur að múslimum því fólk tekur þennan hóp sérstaklega út,“segir Anna Lára. Juan Camilo er frá Kólumbíu. Hann minnir á að fordómar séu hluti af almennri hugsun. „Enginn er laus við fordóma, það er mikilvægt að hafa það í huga. En við verðum að vera gagnrýnin á eigið hugarfar. Þegar við eldumst verðum við stífari í hugsun á meðan yngra fólk hefur tækifæri til að tengjast ólíku fólki án dóma. Það tengist jafnöldrum sínum í leikskóla og skólakerfinu, á jafningjagrundvelli,“ segir Juan. „Við bjóðum fyrirtækjum fyrirlestra og viljum endilega fræða fullorðið fólk betur um fordóma og fjölmenningu,“segir hann. Hann segir yngra fólk helst þurfa að fræðast um dulda fordóma. „Stór hluti innflytjenda finnur fyrir duldum fordómum í sinn garð,“ segir Juan og segir auðvelt að uppræta slíka fordóma enda feli þeir frekar í sér hugsunarleysi eða skort á þekkingu en vilja til að særa og beita órétti.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Sjá meira