Hvers vegna umhverfismat hótels í Kerlingarfjöllum? Snorri Baldursson skrifar 9. júní 2016 07:00 Hans Kristjánsson, einn eigenda Fannborgar ehf. sem rekur ferðaþjónustu og hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 26. maí sl. undir heitinu „Skrýtin svör og starfsaðferðir Landverndar“. Þar sem vitnað er í undirritaðan með beinum hætti og spurt hvað Landvernd sé að kæra er sjálfsagt að bregðast við.Forsagan Forsaga málsins er að Landvernd kærði 4. ágúst sl. ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki þyrfti að meta fyrsta áfanga af þremur í uppbyggingu 342 manna gistiaðstöðu í Kerlingarfjöllum, þar með stóra hótelbyggingu fyrir 240 manns. Stofnunin úrskurðaði þó að umhverfismeta skyldi seinni áfangana tvo. Landvernd taldi þetta sérkennilega ákvörðun sem ekki stæðist lög um mat á umhverfisáhrifum og kærði því úrskurðinn. Þegar fyrir lá að framkvæmdir væru hafnar við fyrsta áfanga og að þær gætu hugsanlega klárast áður en úrskurður ÚUA lægi fyrir fór Landvernd annarsvegar fram á stöðvun framkvæmda og hins vegar kærðu samtökin byggingarleyfi það sem Hrunamannahreppur gaf út. Þetta kallar Hans skrýtnar starfsaðferðir.Ástæður kæru Kærurnar eru lögum samkvæmt, eins og Hans raunar bendir á, og settar fram til þess að tryggja að hótelframkvæmdin í heild sinni fari í mat á umhverfisáhrifum. Deiliskipulagsbreytingin fór framhjá okkur á sínum tíma, því miður, og þar með möguleiki til athugasemda á því stigi. Landvernd krefst heildstæðs umhverfismats af eftirfarandi ástæðum: Fyrirhuguð hótelbygging er hin fyrsta sinnar tegundar á miðhálendinu að umfangi og útliti og er því fordæmisgefandi. Útlitshönnun sýnir að horfið er frá uppbyggingu í anda fjallaskála og þjónustustig er hækkað. Óvíst er hvernig byggingin fellur að markmiðum landsskipulagsstefnu þar sem m.a. er kveðið á um að uppbygging innviða skuli taka mið af sérstöðu í náttúrufari miðhálendisins (þ.m.t. víðernum). Ófært er að undanskilja umhverfisáhrif af fyrsta áfanga t.d. hvað varðar breytt þjónustustig, ágang ferðamanna á nærliggjandi náttúruverndarsvæði, samspil við vegagerð á Kili, o.s.frv. Þetta eru meginástæður fyrir kærum Landverndar. Við þær má svo bæta að rannsóknir Önnu Dóru Sæþórsdóttur, prófessors í ferðamálafræði við HÍ, hafa sýnt að hótel eru þau mannvirki sem 93% ferðamanna telja síst samræmast hugmyndum um víðerni á hálendinu. Sams konar viðhorf koma fram í könnun meðal ferðamanna sem Fannborgarmenn sjálfir stóðu að í tengslum við gerð umhverfismatsskýrslu. Þar með hefur þú svarið sem þú kallar eftir, Hans. Málið snýst ekki um það hvort Fannborg hafi gengið vel eða illa um Kerlingarfjöll. Málið snýst ekki í grunninn um Fannborgu ehf., þótt vissulega geti þessar kærur tafið fyrir áformum þess fyrirtækis. Við bendum á að allt miðhálendið, sem Landvernd ásamt fleirum berst fyrir að verði gert að þjóðgarði, er þjóðlenda í eigu allra Íslendinga og einn okkar mikilvægasti og verðmætasti náttúruarfur. Þess vegna verða þeir, sem vilja standa í miklum framkvæmdum á borð við hótelbyggingar á miðhálendinu, að þola það að samtök, sem gæta réttar almennings og náttúrunnar, grípi til allra þeirra ráða sem tiltæk eru lögum samkvæmt til að tryggja að umhverfisáhrif framkvæmdanna séu metin í heild sinni. Krafan er ekki stærri en það. Á sama hátt er það alls ekki einkamál eins sveitarfélags hvernig uppbyggingu á miðhálendinu verður háttað.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Hans Kristjánsson, einn eigenda Fannborgar ehf. sem rekur ferðaþjónustu og hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 26. maí sl. undir heitinu „Skrýtin svör og starfsaðferðir Landverndar“. Þar sem vitnað er í undirritaðan með beinum hætti og spurt hvað Landvernd sé að kæra er sjálfsagt að bregðast við.Forsagan Forsaga málsins er að Landvernd kærði 4. ágúst sl. ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki þyrfti að meta fyrsta áfanga af þremur í uppbyggingu 342 manna gistiaðstöðu í Kerlingarfjöllum, þar með stóra hótelbyggingu fyrir 240 manns. Stofnunin úrskurðaði þó að umhverfismeta skyldi seinni áfangana tvo. Landvernd taldi þetta sérkennilega ákvörðun sem ekki stæðist lög um mat á umhverfisáhrifum og kærði því úrskurðinn. Þegar fyrir lá að framkvæmdir væru hafnar við fyrsta áfanga og að þær gætu hugsanlega klárast áður en úrskurður ÚUA lægi fyrir fór Landvernd annarsvegar fram á stöðvun framkvæmda og hins vegar kærðu samtökin byggingarleyfi það sem Hrunamannahreppur gaf út. Þetta kallar Hans skrýtnar starfsaðferðir.Ástæður kæru Kærurnar eru lögum samkvæmt, eins og Hans raunar bendir á, og settar fram til þess að tryggja að hótelframkvæmdin í heild sinni fari í mat á umhverfisáhrifum. Deiliskipulagsbreytingin fór framhjá okkur á sínum tíma, því miður, og þar með möguleiki til athugasemda á því stigi. Landvernd krefst heildstæðs umhverfismats af eftirfarandi ástæðum: Fyrirhuguð hótelbygging er hin fyrsta sinnar tegundar á miðhálendinu að umfangi og útliti og er því fordæmisgefandi. Útlitshönnun sýnir að horfið er frá uppbyggingu í anda fjallaskála og þjónustustig er hækkað. Óvíst er hvernig byggingin fellur að markmiðum landsskipulagsstefnu þar sem m.a. er kveðið á um að uppbygging innviða skuli taka mið af sérstöðu í náttúrufari miðhálendisins (þ.m.t. víðernum). Ófært er að undanskilja umhverfisáhrif af fyrsta áfanga t.d. hvað varðar breytt þjónustustig, ágang ferðamanna á nærliggjandi náttúruverndarsvæði, samspil við vegagerð á Kili, o.s.frv. Þetta eru meginástæður fyrir kærum Landverndar. Við þær má svo bæta að rannsóknir Önnu Dóru Sæþórsdóttur, prófessors í ferðamálafræði við HÍ, hafa sýnt að hótel eru þau mannvirki sem 93% ferðamanna telja síst samræmast hugmyndum um víðerni á hálendinu. Sams konar viðhorf koma fram í könnun meðal ferðamanna sem Fannborgarmenn sjálfir stóðu að í tengslum við gerð umhverfismatsskýrslu. Þar með hefur þú svarið sem þú kallar eftir, Hans. Málið snýst ekki um það hvort Fannborg hafi gengið vel eða illa um Kerlingarfjöll. Málið snýst ekki í grunninn um Fannborgu ehf., þótt vissulega geti þessar kærur tafið fyrir áformum þess fyrirtækis. Við bendum á að allt miðhálendið, sem Landvernd ásamt fleirum berst fyrir að verði gert að þjóðgarði, er þjóðlenda í eigu allra Íslendinga og einn okkar mikilvægasti og verðmætasti náttúruarfur. Þess vegna verða þeir, sem vilja standa í miklum framkvæmdum á borð við hótelbyggingar á miðhálendinu, að þola það að samtök, sem gæta réttar almennings og náttúrunnar, grípi til allra þeirra ráða sem tiltæk eru lögum samkvæmt til að tryggja að umhverfisáhrif framkvæmdanna séu metin í heild sinni. Krafan er ekki stærri en það. Á sama hátt er það alls ekki einkamál eins sveitarfélags hvernig uppbyggingu á miðhálendinu verður háttað.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun