Mercedes Benz sýnir rafmagnsbíl í París Finnur Thorlacius skrifar 9. júní 2016 10:25 Mercedes Benz sér framtíðina í rafmagnsbílum. Mercedes Benz er með í undirbúningi mikla samkeppni við rafbílaframleiðandann Tesla með smíði fjögurra rafmagnsbíla. Benz mun kynna einn þeirra á bílasýningunni í París í haust. Þessi bíll á að vera svo til tilbúinn til framleiðslu og mun sýna hvernig þessir bíla Benz munu líta út á næstu árum, bæði að innra og ytra útliti. Þessi tiltekni bíll á þó ekki að koma á markað fyrr en árið 2019. Nýi rafmagnsbíll Mercedes Benz á að klúfa loftið betur en núverandi framleiðslubílar fyrirtækisins og því má búast við afar sportlegu útliti hans. Búist er við því að útlit bílsins verði ekki mjög frábrugðið útliti fyrri tilraunbíls fyrirtækisns, Concept IAA. Grill nýja bílsins ætti því að vera mjög frábrugðið núverandi framleiðslubílum, enda er ekki þörf á sömu kælingu og í brunabílum og loftinntök að mestu óþörf í rafmagnsbílum.Mercedes Benz Concept IAA rafmagnsbíllinn. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent
Mercedes Benz er með í undirbúningi mikla samkeppni við rafbílaframleiðandann Tesla með smíði fjögurra rafmagnsbíla. Benz mun kynna einn þeirra á bílasýningunni í París í haust. Þessi bíll á að vera svo til tilbúinn til framleiðslu og mun sýna hvernig þessir bíla Benz munu líta út á næstu árum, bæði að innra og ytra útliti. Þessi tiltekni bíll á þó ekki að koma á markað fyrr en árið 2019. Nýi rafmagnsbíll Mercedes Benz á að klúfa loftið betur en núverandi framleiðslubílar fyrirtækisins og því má búast við afar sportlegu útliti hans. Búist er við því að útlit bílsins verði ekki mjög frábrugðið útliti fyrri tilraunbíls fyrirtækisns, Concept IAA. Grill nýja bílsins ætti því að vera mjög frábrugðið núverandi framleiðslubílum, enda er ekki þörf á sömu kælingu og í brunabílum og loftinntök að mestu óþörf í rafmagnsbílum.Mercedes Benz Concept IAA rafmagnsbíllinn.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent