Miami 3 - Detroit 2 3. júní 2005 00:01 Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins. Dwayne Wade tognaði á vöðva við rifbein og þurfti að yfirgefa völlinn sárkvalinn í þriðja leikhluta, en það kom ekki að sök í gær því varamenn liðsins skiluðu sínu og rúmlega það. Óvíst er hvort Wade getur leikið með í næsta leik og það yrði svo sannarlega skarð fyrir skyldi. "Þessu fylgir mikill sársauki og honum líður eins og sé verið að stinga hann þegar hann dregur andann. Við verðum bara að bíða og sjá," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. "Ég gat ekki hreyft mig til hliðanna, bara hlaupið beint áfram. Vonandi næ ég mér fljótt," sagði Dwayne Wade eftir leikinn. "Það var einfaldlega meiri orka í þeim í kvöld en í okkur. Stóru mennirnir okkar fengu engin hraðaupphlaup í kvöld eins og síðast og þeir voru bara betri en við," sagði Larry Brown, óvenju æðrulaus, því lið hans var á löngum köflum skelfilegt í sóknarleiknum. Þeir Udonis Haslem, Caron Butler og Damon Jones léku allir eins og englar fyrir Miami í gær og liðið getur þakkað þeim sigurinn. Shaquille O´Neal var þokkalegur í sóknarleiknum framan af og vildi tileinka frammistöðu sína George Mikan sem lést á miðvikudagskvöldið, en hann var fyrsta stórstjarnan í NBA deildinni. Ljóst er að meistarar Detroit verða að gyrða sig í brók ef þeir ætla ekki að falla úr keppni og fastlega má búast við að þeir mæti dýrvitlausir til leiks á heimavelli í næsta leik. Miami eru mjög háðir heilsu Dwayne Wade og það er alls óvíst að þeir geti unnið annan leik í röð ef bæði Shaquille O´Neal og Dwayne Wade eru að leika á hálfum styrk. Atkvæðamestir hjá Miami:Shaquille O´Neal 20 stig, Damon Jones 15 stig (6 stoðs), Dwayne Wade 15 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák), Rasual Butler 12, Eddie Jones 7 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Chauncey Billups 19 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Ben Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 5 stig. NBA Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins. Dwayne Wade tognaði á vöðva við rifbein og þurfti að yfirgefa völlinn sárkvalinn í þriðja leikhluta, en það kom ekki að sök í gær því varamenn liðsins skiluðu sínu og rúmlega það. Óvíst er hvort Wade getur leikið með í næsta leik og það yrði svo sannarlega skarð fyrir skyldi. "Þessu fylgir mikill sársauki og honum líður eins og sé verið að stinga hann þegar hann dregur andann. Við verðum bara að bíða og sjá," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. "Ég gat ekki hreyft mig til hliðanna, bara hlaupið beint áfram. Vonandi næ ég mér fljótt," sagði Dwayne Wade eftir leikinn. "Það var einfaldlega meiri orka í þeim í kvöld en í okkur. Stóru mennirnir okkar fengu engin hraðaupphlaup í kvöld eins og síðast og þeir voru bara betri en við," sagði Larry Brown, óvenju æðrulaus, því lið hans var á löngum köflum skelfilegt í sóknarleiknum. Þeir Udonis Haslem, Caron Butler og Damon Jones léku allir eins og englar fyrir Miami í gær og liðið getur þakkað þeim sigurinn. Shaquille O´Neal var þokkalegur í sóknarleiknum framan af og vildi tileinka frammistöðu sína George Mikan sem lést á miðvikudagskvöldið, en hann var fyrsta stórstjarnan í NBA deildinni. Ljóst er að meistarar Detroit verða að gyrða sig í brók ef þeir ætla ekki að falla úr keppni og fastlega má búast við að þeir mæti dýrvitlausir til leiks á heimavelli í næsta leik. Miami eru mjög háðir heilsu Dwayne Wade og það er alls óvíst að þeir geti unnið annan leik í röð ef bæði Shaquille O´Neal og Dwayne Wade eru að leika á hálfum styrk. Atkvæðamestir hjá Miami:Shaquille O´Neal 20 stig, Damon Jones 15 stig (6 stoðs), Dwayne Wade 15 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák), Rasual Butler 12, Eddie Jones 7 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Chauncey Billups 19 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Ben Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 5 stig.
NBA Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira