Tengslanet frumkvöðla Þórunn Jónsdóttir skrifar 9. október 2013 07:00 Tengslanetið er eitt mikilvægasta en vanmetnasta verkfæri frumkvöðulsins. Ég hitti iðulega frumkvöðla sem segja mér að þeir sé lélegir í að „networka“ og nota það sem afsökun fyrir því að tala ekki við ókunnugt fólk á ráðstefnum og kokteilboðum. Ég hef örlitla samúð en mjög litla þolinmæði fyrir slíkum afsökunum. Sjálf var ég mjög feimin sem barn og unglingur og jafnvel langt fram á fullorðinsár. En eftir að í frumkvöðlaheiminn kom sá ég fljótt að feimnin þyrfti að fjúka því maður kæmist ekki langt ef maður þyrði ekki að tala við nýtt fólk. Hvernig ætlarðu að fá fyrsta viðskiptavininn þinn ef þú þorir ekki að tala við hann? Til að brjóta ísinn er gott að leggja sig fram um að vera brosmild-/ur og opin-/nn í fasi á tengslanetsviðburðum. Það gerir öðrum auðveldara fyrir að nálgast þig. Þá er ekki verra að mæta ein-/n þíns liðs á viðburði því það neyðir þig til að fara út fyrir þægindahringinn og tala við aðra.Kynntu aðra Íslendingar eru ekkert sérstaklega góðir í að kynna samferðarfélaga sína fyrir öðrum sem veldur því að samtöl verða oft þannig að tveir tala og einn stendur vandræðalegur hjá því hann hefur ekki verið kynntur og á því erfiðara með að blanda sér í samtalið. Ef þú ferð með öðrum á viðburði, vendu þig þá á að kynna þá fyrir fólki. Það er almenn kurteisi og gerir það að verkum að fólkið í kringum þig fer að kynna þig fyrir öðrum í staðinn og aðstoðar þig þannig við að stækka þitt tengslanet.Nýttu samfélagsmiðlana Til eru hinir ýmsu miðlar til að halda samskiptum gangandi og er LinkedIn einna bestur fyrir viðskiptatengsl. Leggðu smá vinnu í að uppfæra LinkedIn prófílinn þinn, setja inn fagmannlega mynd (ekki mynd af þér með börnunum þínum!), fylla í alla reiti sem hægt og biðja fólk um að gefa þér meðmæli. Ég mæli með því að halda viðskiptatengslum utan Facebook ef mögulegt er, en ef þú ert með viðskiptatengiliði á Facebook er gott að hafa þá í sér hópi sem sér ekki allt sem þú gerir á miðlinum. Þannig nærðu að hafa fagmannlegt yfirbragð án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að vera merkt/-ur á myndum af djamminu. Eftir hverju ertu að bíða? Farðu út að networka! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Tengslanetið er eitt mikilvægasta en vanmetnasta verkfæri frumkvöðulsins. Ég hitti iðulega frumkvöðla sem segja mér að þeir sé lélegir í að „networka“ og nota það sem afsökun fyrir því að tala ekki við ókunnugt fólk á ráðstefnum og kokteilboðum. Ég hef örlitla samúð en mjög litla þolinmæði fyrir slíkum afsökunum. Sjálf var ég mjög feimin sem barn og unglingur og jafnvel langt fram á fullorðinsár. En eftir að í frumkvöðlaheiminn kom sá ég fljótt að feimnin þyrfti að fjúka því maður kæmist ekki langt ef maður þyrði ekki að tala við nýtt fólk. Hvernig ætlarðu að fá fyrsta viðskiptavininn þinn ef þú þorir ekki að tala við hann? Til að brjóta ísinn er gott að leggja sig fram um að vera brosmild-/ur og opin-/nn í fasi á tengslanetsviðburðum. Það gerir öðrum auðveldara fyrir að nálgast þig. Þá er ekki verra að mæta ein-/n þíns liðs á viðburði því það neyðir þig til að fara út fyrir þægindahringinn og tala við aðra.Kynntu aðra Íslendingar eru ekkert sérstaklega góðir í að kynna samferðarfélaga sína fyrir öðrum sem veldur því að samtöl verða oft þannig að tveir tala og einn stendur vandræðalegur hjá því hann hefur ekki verið kynntur og á því erfiðara með að blanda sér í samtalið. Ef þú ferð með öðrum á viðburði, vendu þig þá á að kynna þá fyrir fólki. Það er almenn kurteisi og gerir það að verkum að fólkið í kringum þig fer að kynna þig fyrir öðrum í staðinn og aðstoðar þig þannig við að stækka þitt tengslanet.Nýttu samfélagsmiðlana Til eru hinir ýmsu miðlar til að halda samskiptum gangandi og er LinkedIn einna bestur fyrir viðskiptatengsl. Leggðu smá vinnu í að uppfæra LinkedIn prófílinn þinn, setja inn fagmannlega mynd (ekki mynd af þér með börnunum þínum!), fylla í alla reiti sem hægt og biðja fólk um að gefa þér meðmæli. Ég mæli með því að halda viðskiptatengslum utan Facebook ef mögulegt er, en ef þú ert með viðskiptatengiliði á Facebook er gott að hafa þá í sér hópi sem sér ekki allt sem þú gerir á miðlinum. Þannig nærðu að hafa fagmannlegt yfirbragð án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að vera merkt/-ur á myndum af djamminu. Eftir hverju ertu að bíða? Farðu út að networka!
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun