Bíllakk sem breytir um lit Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2013 08:45 Ekki er víst að mikil eftirspurn verði eftir bíllakki sem breytir um lit eftir hitastigi, þó verður að segjast að það er hreint með ólíkindum að sjá hve hratt það gerist. Það er fyrirtækið Auto Kandy í Bretlandi sem býður nú uppá svona lakk. Ef köldu vatni er hellt yfir þennan Nissan Skyline GT-R bíl breytist appelsínuguli litur hans í svarbrúnan. Gerist það svo hratt að undrum sætir. Kannski er voða spennandi að eiga bíl sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig er á litinn þegar maður lítur hann næst augum, en þó er líklegra að Auto Kandy verði ekki stærsta fyrirtæki Bretlands á næstunni. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent
Ekki er víst að mikil eftirspurn verði eftir bíllakki sem breytir um lit eftir hitastigi, þó verður að segjast að það er hreint með ólíkindum að sjá hve hratt það gerist. Það er fyrirtækið Auto Kandy í Bretlandi sem býður nú uppá svona lakk. Ef köldu vatni er hellt yfir þennan Nissan Skyline GT-R bíl breytist appelsínuguli litur hans í svarbrúnan. Gerist það svo hratt að undrum sætir. Kannski er voða spennandi að eiga bíl sem maður hefur ekki hugmynd um hvernig er á litinn þegar maður lítur hann næst augum, en þó er líklegra að Auto Kandy verði ekki stærsta fyrirtæki Bretlands á næstunni.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent