Mourinho tekur þátt í hörkubaráttu gegn Madrid Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. nóvember 2010 06:00 Jose Mourinho, styður golfíþróttina í Portúgal. Nordic Photos/Getty Images Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018. Mourinho velur að venju ekki auðveldustu verkefnin því Spánverjar hafa einnig áhuga á að halda þriðja stærsta íþróttaviðburð heims árið 2018 og borgin er að sjálfsögðu Madrid. Í Ryderkeppninni eigast við úrvalslið frá Bandaríkjunum og Evrópu, og fer keppnin fram á tveggja ára fresti. „Ég stefni allta að sigri, og ég veit að allir þeir sem standa að baki umsókn Portúgals eru á sömu skoðun," sagði Mourinho í dag en hann hefur lítið skipt sér að golfíþróttinni fram til þessa. Og hann leikur ekki sjálfur golf. Portúgal vill halda keppnina á Herdade da Comporta vellinum á vesturströnd Portúgals en völlurinn er hannaður af Tom Fazio. „Comporta hérað á stað í hjarta mínu, og þegar ég ungur fór ég oft til Comporta frá heimabæ mínum Setubal. Þetta svæði er eitt af best geymdu leyndarmálum Evrópu, fallegar og ósnortar strendur, kristalblár sjór og ótrúlegri náttúrufegurð," sagði Mourinho. Hann er ekki í vafa um að Ryderkeppnin yrði mikil lyftistöng fyrir efnahagslífið í Portúgal. „Ef keppnin færi fram í Portúgal gætum við sýnt umheiminum hvað landið hefur upp á bjóða. Á hverjum degi set ég mér það markmið að sigra og koma nafni Portúgals á alheimskortið." Forráðamenn Ryderkeppninnar taka ákvörðun næsta vor hvar keppnin fer fram árið 2018. Spánverjar hafa sótt um keppnina sem fram fór árið 1987 á Valderama á Spáni. Það er í eina skiptið sem Ryderkeppnin hefur farið fram utan Bretlandseyja í Evrópu. Frakkar, Hollendingar og Þjóðverjar hafa einnig sótt um að halda keppnina sem fram fór á Celtic Manor í Wales í haust. Næsta keppni fer fram í Chicago í Bandaríkjunum haustið 2012, og árið 2014 fer keppnin fram á Gleneagles í Skotlandi. Golf Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri spænska stórliðsins Real Madrid, einbeitir sér ekki aðeins að því að stjórna einu stærsta fótboltaliði heims. Hann hefur tekið að sér það hlutverk að vera talsmaður umsóknar Portúgala sem vilja halda Ryderkeppnina í golfi árið 2018. Mourinho velur að venju ekki auðveldustu verkefnin því Spánverjar hafa einnig áhuga á að halda þriðja stærsta íþróttaviðburð heims árið 2018 og borgin er að sjálfsögðu Madrid. Í Ryderkeppninni eigast við úrvalslið frá Bandaríkjunum og Evrópu, og fer keppnin fram á tveggja ára fresti. „Ég stefni allta að sigri, og ég veit að allir þeir sem standa að baki umsókn Portúgals eru á sömu skoðun," sagði Mourinho í dag en hann hefur lítið skipt sér að golfíþróttinni fram til þessa. Og hann leikur ekki sjálfur golf. Portúgal vill halda keppnina á Herdade da Comporta vellinum á vesturströnd Portúgals en völlurinn er hannaður af Tom Fazio. „Comporta hérað á stað í hjarta mínu, og þegar ég ungur fór ég oft til Comporta frá heimabæ mínum Setubal. Þetta svæði er eitt af best geymdu leyndarmálum Evrópu, fallegar og ósnortar strendur, kristalblár sjór og ótrúlegri náttúrufegurð," sagði Mourinho. Hann er ekki í vafa um að Ryderkeppnin yrði mikil lyftistöng fyrir efnahagslífið í Portúgal. „Ef keppnin færi fram í Portúgal gætum við sýnt umheiminum hvað landið hefur upp á bjóða. Á hverjum degi set ég mér það markmið að sigra og koma nafni Portúgals á alheimskortið." Forráðamenn Ryderkeppninnar taka ákvörðun næsta vor hvar keppnin fer fram árið 2018. Spánverjar hafa sótt um keppnina sem fram fór árið 1987 á Valderama á Spáni. Það er í eina skiptið sem Ryderkeppnin hefur farið fram utan Bretlandseyja í Evrópu. Frakkar, Hollendingar og Þjóðverjar hafa einnig sótt um að halda keppnina sem fram fór á Celtic Manor í Wales í haust. Næsta keppni fer fram í Chicago í Bandaríkjunum haustið 2012, og árið 2014 fer keppnin fram á Gleneagles í Skotlandi.
Golf Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira