Voru föllnu bankarnir ein stór svikamylla? Helgi Gunnlaugsson skrifar 17. desember 2011 11:00 Kastljós RÚV gaf okkur á dögunum áhugaverða innsýn í flókið net viðskipta föllnu bankanna með eigin bréf. Fyrir venjulega borgara líta gjörningar af þessu tagi út sem hreinræktaðar svikamyllur en dómstólarnir munu hugsanlega gefa okkur allt aðra mynd. Almennt er þó víðtæk samstaða í fræðaheiminum um að efnahagsbrot séu með alvarlegustu brotum samfélagsins og kostnaðurinn margfalt meiri en hlýst af venjulegum auðgunar- og strætisbrotum. Hins vegar er jafnljóst að viðbrögð samfélagsins og réttarvörslukerfisins eru í litlu samræmi við þennan alvarleika sem birtist t.d. í því að hvítflibbar eru sjaldséðir í fangelsum, ekki bara hér á landi, heldur víðar í V-Evrópu. Sumir telja ástæðuna felast í því að málin séu flókin og erfitt að sýna fram á saknæman ásetning meðan aðrir álíta löggjöfina sniðna að hagsmunum hinna auðugu og valdameiri. Stundum heyrum við að hart sé tekið á efnahagsbrotum í Bandaríkjunum og bent á Madoff og Enron-málið því til staðfestingar en þessi mál eru undantekningar. Sem dæmi má taka að engin víðtæk afbrotarannsókn er í gangi vegna fjármálakreppunar vestra þótt margir telji fulla ástæðu til. Rannsókn sérstaks saksóknaraRannsókn sérstaks saksóknara hér á landi vekur því óneitanlega mikla athygli og ekki bara hér á landi heldur erlendis líka. Umfangið er stórfellt og ef eitthvað svipað væri í gangi í Bandaríkjunum væru nokkur hundruð þúsund bankamanna með stöðu grunaðra á Wall Street, sem örugglega myndi sæta tíðindum í því landi. Af þessum sökum er brýnt að vandað sé til verka við rannsókn fjármálafyrirtækjanna. Málsmeðferðin verður að vera skotheld og dómsniðurstöður trúverðugar sem endurspegla allan málatilbúnaðinn. Ef málalyktir verða rýrar og almenningur fær á tilfinninguna að margir sleppi auðveldlega frá réttvísinni geta afleiðingarnar orðið dýrkeyptar. Því hvers vegna eiga venjulegir borgarar að fara eftir lögunum þegar efnamenn virðast komast upp með stórfelld brot án þess að lögum verði komið yfir þá? Og auðveldara verður fyrir síbrotamenn að réttlæta afbrotahegðan sína og erfiðara að fá þá til að snúa við blaðinu. Sumir fræðimenn telja alvarlegustu afleiðingar viðskiptabrota einmitt siðferðislegar. Traust almennings á fjármálakerfinu og opinberum stofnunum getur auðveldlega dvínað og erfitt getur reynst að endurheimta það. Mikið er því í húfi að rannsókn sérstaks saksóknara byggist á traustum grunni og dómstólarnir reynist vandanum vaxnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Kastljós RÚV gaf okkur á dögunum áhugaverða innsýn í flókið net viðskipta föllnu bankanna með eigin bréf. Fyrir venjulega borgara líta gjörningar af þessu tagi út sem hreinræktaðar svikamyllur en dómstólarnir munu hugsanlega gefa okkur allt aðra mynd. Almennt er þó víðtæk samstaða í fræðaheiminum um að efnahagsbrot séu með alvarlegustu brotum samfélagsins og kostnaðurinn margfalt meiri en hlýst af venjulegum auðgunar- og strætisbrotum. Hins vegar er jafnljóst að viðbrögð samfélagsins og réttarvörslukerfisins eru í litlu samræmi við þennan alvarleika sem birtist t.d. í því að hvítflibbar eru sjaldséðir í fangelsum, ekki bara hér á landi, heldur víðar í V-Evrópu. Sumir telja ástæðuna felast í því að málin séu flókin og erfitt að sýna fram á saknæman ásetning meðan aðrir álíta löggjöfina sniðna að hagsmunum hinna auðugu og valdameiri. Stundum heyrum við að hart sé tekið á efnahagsbrotum í Bandaríkjunum og bent á Madoff og Enron-málið því til staðfestingar en þessi mál eru undantekningar. Sem dæmi má taka að engin víðtæk afbrotarannsókn er í gangi vegna fjármálakreppunar vestra þótt margir telji fulla ástæðu til. Rannsókn sérstaks saksóknaraRannsókn sérstaks saksóknara hér á landi vekur því óneitanlega mikla athygli og ekki bara hér á landi heldur erlendis líka. Umfangið er stórfellt og ef eitthvað svipað væri í gangi í Bandaríkjunum væru nokkur hundruð þúsund bankamanna með stöðu grunaðra á Wall Street, sem örugglega myndi sæta tíðindum í því landi. Af þessum sökum er brýnt að vandað sé til verka við rannsókn fjármálafyrirtækjanna. Málsmeðferðin verður að vera skotheld og dómsniðurstöður trúverðugar sem endurspegla allan málatilbúnaðinn. Ef málalyktir verða rýrar og almenningur fær á tilfinninguna að margir sleppi auðveldlega frá réttvísinni geta afleiðingarnar orðið dýrkeyptar. Því hvers vegna eiga venjulegir borgarar að fara eftir lögunum þegar efnamenn virðast komast upp með stórfelld brot án þess að lögum verði komið yfir þá? Og auðveldara verður fyrir síbrotamenn að réttlæta afbrotahegðan sína og erfiðara að fá þá til að snúa við blaðinu. Sumir fræðimenn telja alvarlegustu afleiðingar viðskiptabrota einmitt siðferðislegar. Traust almennings á fjármálakerfinu og opinberum stofnunum getur auðveldlega dvínað og erfitt getur reynst að endurheimta það. Mikið er því í húfi að rannsókn sérstaks saksóknara byggist á traustum grunni og dómstólarnir reynist vandanum vaxnir.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun