Treystum stoðirnar 9. janúar 2010 05:00 Rétt fyrir jól birtist leiðari í Fréttablaðinu eftir Pál Baldvin Baldvinsson sem bar heitið „Vandi grunnskóla“. Þar fer Páll mikinn og hefur greinilega horn í síðu kennara og Kennarasambandsins. Það er vissulega rétt hjá Páli að Kennarasambandið getur ekki og má ekki vera stikkfrí í því að finna leiðir til hagræðingar og úrbóta innan skólakerfisins. Að tala niður til heillar starfsstéttar með þeim hætti sem Páll gerir vegna pirrings í garð forystu hennar er hins vegar hvorki til þess fallið að hvetja kennara til samráðs né til dáða. Rekstrarvandi sveitarfélaga og rekstur skólaÁstæður rekstrarvanda sveitarfélaga má rekja til margra ólíkra þátta. Rekstur leik- og grunnskóla vegur vissulega þungt í rekstri margra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmenn mega ekki skorast undan því að skoða gagnrýnum augum útgjöld til menntamála og leita allra leiða til skynsamlegrar hagræðingar og endurmats á þjónustu. Slík hagræðing má þó ekki á neinum tíma bitna á börnum, ungmennum og fjölskyldum. Mörg sveitarfélög hafa nú þegar skorið niður viðbótarþjónustu sem ekki er lögbundin og „fitulag“ sem sums staðar hafði safnast utan um reksturinn, s.s. í tengslum við stjórnunarkostnað. Ljóst er að ekki verður mikið meira að gert í niðurskurði nema viðmiðunarkennslustundum verði fækkað, skólaárið stytt eða kennsluskylda kennara aukin til þess sem hún var fyrir síðustu kjarasamninga. Slíkar aðgerðir myndu vissulega þýða fækkun stöðugilda og þannig lækkun kostnaðar en um leið værum við að skerða grunnþjónustu sem við höfum sem þjóð sammælst um að standa vörð um.Menntamálaráðherra hefur lýst sig andvíga skerðingu í þessa átt en hefur enn ekki vakið máls á öðrum lausnum.Þjóðin treystir menntakerfinuFyrir rétt rúmu ári hrundu margar grunnstoðir íslensks samfélags og þjóð í sárum finnur nú til vantrausts í garð stofnana og embætta, og ekki síður fólks, sem áður naut mikils trausts. Skólinn er hins vegar fastur punktur í tilveru þjóðarinnar og undanfarið ár hefur traust hennar á stoðir menntakerfisins aukist til muna. Þetta traust kom bersýnilega í ljós á Þjóðfundinum í nóvember síðastliðnum þar sem þátttakendur settu menntun og jafnan rétt allra til menntunar í forgrunn við enduruppbyggingu samfélagsins. Í þessum skilaboðum felst trú á mátt menntunar til að vinna þjóðina út úr þeim vanda sem hún er stödd í. Styrkjum stoðirnar sem enn standaSkólinn er ekki bara kjölfesta í samfélaginu heldur líka griðastaður fyrir mörg börn og ungmenni. Það má vera að traust á einstaka háskólanámi hafi dalað sökum þess að mörgum finnst að háskólarnir hafi ekki staðið sig í því að skila út í samfélagið gagnrýnu menntuðu fólki. Foreldrar eru hins vegar sem aldrei fyrr ánægðir með starf í leikskólum og íslenskum börnum líður betur í grunnskólanum sínum en í mörgum öðrum löndum Evrópu. Fjölmörg viðfangsefni bíða úrlausnar í skólakerfinu en það skilar engu inn í umræðuna að tala menntakerfið niður og reka rýting milli viðsemjenda. Stærsta verkefnið á tímum þar sem mikils aðhalds er þörf er að tryggja áfram rétt allra barna til kennslu við sitt hæfi í námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Það er skýlaus krafa þjóðarinnar að allir hagsmunaaðilar – foreldrar, kennarar, nemendur, sveitarstjórnarmenn og ríkisvald – komi að samningaborðinu með það sameiginlega markmið að standa vörð um skólana okkar og menntakerfi og hafi framtíðarhagsmuni þeirra að leiðarljósi. Höfundur er fyrrverandi formaður Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra, sat í nefnd um endurskoðun laga um grunnskóla og er varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Rétt fyrir jól birtist leiðari í Fréttablaðinu eftir Pál Baldvin Baldvinsson sem bar heitið „Vandi grunnskóla“. Þar fer Páll mikinn og hefur greinilega horn í síðu kennara og Kennarasambandsins. Það er vissulega rétt hjá Páli að Kennarasambandið getur ekki og má ekki vera stikkfrí í því að finna leiðir til hagræðingar og úrbóta innan skólakerfisins. Að tala niður til heillar starfsstéttar með þeim hætti sem Páll gerir vegna pirrings í garð forystu hennar er hins vegar hvorki til þess fallið að hvetja kennara til samráðs né til dáða. Rekstrarvandi sveitarfélaga og rekstur skólaÁstæður rekstrarvanda sveitarfélaga má rekja til margra ólíkra þátta. Rekstur leik- og grunnskóla vegur vissulega þungt í rekstri margra sveitarfélaga og sveitarstjórnarmenn mega ekki skorast undan því að skoða gagnrýnum augum útgjöld til menntamála og leita allra leiða til skynsamlegrar hagræðingar og endurmats á þjónustu. Slík hagræðing má þó ekki á neinum tíma bitna á börnum, ungmennum og fjölskyldum. Mörg sveitarfélög hafa nú þegar skorið niður viðbótarþjónustu sem ekki er lögbundin og „fitulag“ sem sums staðar hafði safnast utan um reksturinn, s.s. í tengslum við stjórnunarkostnað. Ljóst er að ekki verður mikið meira að gert í niðurskurði nema viðmiðunarkennslustundum verði fækkað, skólaárið stytt eða kennsluskylda kennara aukin til þess sem hún var fyrir síðustu kjarasamninga. Slíkar aðgerðir myndu vissulega þýða fækkun stöðugilda og þannig lækkun kostnaðar en um leið værum við að skerða grunnþjónustu sem við höfum sem þjóð sammælst um að standa vörð um.Menntamálaráðherra hefur lýst sig andvíga skerðingu í þessa átt en hefur enn ekki vakið máls á öðrum lausnum.Þjóðin treystir menntakerfinuFyrir rétt rúmu ári hrundu margar grunnstoðir íslensks samfélags og þjóð í sárum finnur nú til vantrausts í garð stofnana og embætta, og ekki síður fólks, sem áður naut mikils trausts. Skólinn er hins vegar fastur punktur í tilveru þjóðarinnar og undanfarið ár hefur traust hennar á stoðir menntakerfisins aukist til muna. Þetta traust kom bersýnilega í ljós á Þjóðfundinum í nóvember síðastliðnum þar sem þátttakendur settu menntun og jafnan rétt allra til menntunar í forgrunn við enduruppbyggingu samfélagsins. Í þessum skilaboðum felst trú á mátt menntunar til að vinna þjóðina út úr þeim vanda sem hún er stödd í. Styrkjum stoðirnar sem enn standaSkólinn er ekki bara kjölfesta í samfélaginu heldur líka griðastaður fyrir mörg börn og ungmenni. Það má vera að traust á einstaka háskólanámi hafi dalað sökum þess að mörgum finnst að háskólarnir hafi ekki staðið sig í því að skila út í samfélagið gagnrýnu menntuðu fólki. Foreldrar eru hins vegar sem aldrei fyrr ánægðir með starf í leikskólum og íslenskum börnum líður betur í grunnskólanum sínum en í mörgum öðrum löndum Evrópu. Fjölmörg viðfangsefni bíða úrlausnar í skólakerfinu en það skilar engu inn í umræðuna að tala menntakerfið niður og reka rýting milli viðsemjenda. Stærsta verkefnið á tímum þar sem mikils aðhalds er þörf er að tryggja áfram rétt allra barna til kennslu við sitt hæfi í námsumhverfi sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan. Það er skýlaus krafa þjóðarinnar að allir hagsmunaaðilar – foreldrar, kennarar, nemendur, sveitarstjórnarmenn og ríkisvald – komi að samningaborðinu með það sameiginlega markmið að standa vörð um skólana okkar og menntakerfi og hafi framtíðarhagsmuni þeirra að leiðarljósi. Höfundur er fyrrverandi formaður Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra, sat í nefnd um endurskoðun laga um grunnskóla og er varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar