Má stofna skóla ef hann er ekki skóli? 18. október 2004 00:01 Órannsakanlegir eru vegir menntamálaráðuneytisins. Iðulega hef ég orðið hugsi yfir því sem þaðan kemur en nýjasta útspilið tekur út yfir allan þjófabálk. Fyrst er pínulítil forsaga.Veðurfræðingur nokkur stofnar skóla vestur í bæ. Reyndar er gott að hann býr ekki á Melunum eð því þá hefði hann líklega stofnað Melaskóla upp á nýtt. Ég tek það fram að ég ætla ekki að fjalla um starfsemina sem slíka en verð þó að benda skólastjóranum á að íslenskukennsla felst ekki bara í að láta börn læra utan að Eldgamla Ísafold og málfræði. Ég hef kennt íslensku í grunn- og framhaldskólum í Reykjavík í hátt á þriðja áratug og svona námskrá er náttúrulega bull, herra skólastjóri. Jæja. Svo kemur aðalatriðið. Menntamálaráðherra fréttir af þessum skóla og sendir vaska sveit kontórista til að rannsaka málið. Niðurstaða þessarar vetttvangsathugunar er alger perla. Hún er í stuttu máli sú að þarna sé allt í finasta lagi vegna þess að þetta sé alls ekki skóli samkvæmt grunnskólalögum. Ráðuneytið gerir sem sagt ekki athugasemd við skóla sem er ekki skóli samkvæmt lögunum. Þvílík rökhugsun! Þvílík leikfimi hugans! Hér er vitaskuld um slík tímamót að ræða að jafnast á við merkustu viðburði íslandssögunnar. Hér er líka loks komið tækifæri fyrir almenning. Í samræmi við þetta gæti ég til að mynda stofnað banka, hann gæti heitið Björgúlfsbankinn eða KR-bankinn. Þessi nöfn bý til í gamni, en það er vitaskuld til dobía af gömlum ónýtum bankanöfnum sem mætti hugsa sér að nota. Svo fer ég í ró og næði að taka við peningum frá fólki og fjárfesta og græða á tá og fingri. Þegar svo fjármálaeftirlitið kemur í heimsókn þá segi ég: Nei, strákar mínir. Þið hafið ekkert hér að gera. Þetta er nefnilega ekki banki samkvæmt bankalögunum. Og mér er heimilt að stofna banka án leyfis svo fremi hann sé ekki banki að lögum Það má líka hugsa sér minna umstang og einfaldlega setja TAXI merki á bílinn sinn og fara að harka niðrí bæ. Þetta mætti heita Leigubílastöðin Blöndungur eða Ruglingur. Og svo þegar þar til bær yfirvöld koma að skoða starfsemina þá segir maður bara: Nei, elskurnar mínar. Þetta kemur ykkur ekkert við. Þetta er nefnilega alls ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Og ég má stofna leigubílastöð svo fremi hún sé ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Svo gætu nokkrir grunnskólakennarar stofnað menntamálaráðuneyti og farið að gefa út allskonar námskrár. Einn gæti orðið menntamálaráðherra og farið niðrá þing að bulla eins og kallarnir og kellingarnar gera þar. Og svo þegar einhver kall kemur að rannsaka málið þá segja bara kennararnir: Hí á þig, þetta kemur þér ekkert við vegna þess að samkvæmt lögum um stjórnarráðið er þetta ekki menntamálaráðuneyti. Heldur bara plat-menntamálaráðuneyti!! Segið svo að það sé ekki gaman að eiga heima á Íslandi? Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Órannsakanlegir eru vegir menntamálaráðuneytisins. Iðulega hef ég orðið hugsi yfir því sem þaðan kemur en nýjasta útspilið tekur út yfir allan þjófabálk. Fyrst er pínulítil forsaga.Veðurfræðingur nokkur stofnar skóla vestur í bæ. Reyndar er gott að hann býr ekki á Melunum eð því þá hefði hann líklega stofnað Melaskóla upp á nýtt. Ég tek það fram að ég ætla ekki að fjalla um starfsemina sem slíka en verð þó að benda skólastjóranum á að íslenskukennsla felst ekki bara í að láta börn læra utan að Eldgamla Ísafold og málfræði. Ég hef kennt íslensku í grunn- og framhaldskólum í Reykjavík í hátt á þriðja áratug og svona námskrá er náttúrulega bull, herra skólastjóri. Jæja. Svo kemur aðalatriðið. Menntamálaráðherra fréttir af þessum skóla og sendir vaska sveit kontórista til að rannsaka málið. Niðurstaða þessarar vetttvangsathugunar er alger perla. Hún er í stuttu máli sú að þarna sé allt í finasta lagi vegna þess að þetta sé alls ekki skóli samkvæmt grunnskólalögum. Ráðuneytið gerir sem sagt ekki athugasemd við skóla sem er ekki skóli samkvæmt lögunum. Þvílík rökhugsun! Þvílík leikfimi hugans! Hér er vitaskuld um slík tímamót að ræða að jafnast á við merkustu viðburði íslandssögunnar. Hér er líka loks komið tækifæri fyrir almenning. Í samræmi við þetta gæti ég til að mynda stofnað banka, hann gæti heitið Björgúlfsbankinn eða KR-bankinn. Þessi nöfn bý til í gamni, en það er vitaskuld til dobía af gömlum ónýtum bankanöfnum sem mætti hugsa sér að nota. Svo fer ég í ró og næði að taka við peningum frá fólki og fjárfesta og græða á tá og fingri. Þegar svo fjármálaeftirlitið kemur í heimsókn þá segi ég: Nei, strákar mínir. Þið hafið ekkert hér að gera. Þetta er nefnilega ekki banki samkvæmt bankalögunum. Og mér er heimilt að stofna banka án leyfis svo fremi hann sé ekki banki að lögum Það má líka hugsa sér minna umstang og einfaldlega setja TAXI merki á bílinn sinn og fara að harka niðrí bæ. Þetta mætti heita Leigubílastöðin Blöndungur eða Ruglingur. Og svo þegar þar til bær yfirvöld koma að skoða starfsemina þá segir maður bara: Nei, elskurnar mínar. Þetta kemur ykkur ekkert við. Þetta er nefnilega alls ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Og ég má stofna leigubílastöð svo fremi hún sé ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Svo gætu nokkrir grunnskólakennarar stofnað menntamálaráðuneyti og farið að gefa út allskonar námskrár. Einn gæti orðið menntamálaráðherra og farið niðrá þing að bulla eins og kallarnir og kellingarnar gera þar. Og svo þegar einhver kall kemur að rannsaka málið þá segja bara kennararnir: Hí á þig, þetta kemur þér ekkert við vegna þess að samkvæmt lögum um stjórnarráðið er þetta ekki menntamálaráðuneyti. Heldur bara plat-menntamálaráðuneyti!! Segið svo að það sé ekki gaman að eiga heima á Íslandi? Höfundur er kennari
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun