Má stofna skóla ef hann er ekki skóli? 18. október 2004 00:01 Órannsakanlegir eru vegir menntamálaráðuneytisins. Iðulega hef ég orðið hugsi yfir því sem þaðan kemur en nýjasta útspilið tekur út yfir allan þjófabálk. Fyrst er pínulítil forsaga.Veðurfræðingur nokkur stofnar skóla vestur í bæ. Reyndar er gott að hann býr ekki á Melunum eð því þá hefði hann líklega stofnað Melaskóla upp á nýtt. Ég tek það fram að ég ætla ekki að fjalla um starfsemina sem slíka en verð þó að benda skólastjóranum á að íslenskukennsla felst ekki bara í að láta börn læra utan að Eldgamla Ísafold og málfræði. Ég hef kennt íslensku í grunn- og framhaldskólum í Reykjavík í hátt á þriðja áratug og svona námskrá er náttúrulega bull, herra skólastjóri. Jæja. Svo kemur aðalatriðið. Menntamálaráðherra fréttir af þessum skóla og sendir vaska sveit kontórista til að rannsaka málið. Niðurstaða þessarar vetttvangsathugunar er alger perla. Hún er í stuttu máli sú að þarna sé allt í finasta lagi vegna þess að þetta sé alls ekki skóli samkvæmt grunnskólalögum. Ráðuneytið gerir sem sagt ekki athugasemd við skóla sem er ekki skóli samkvæmt lögunum. Þvílík rökhugsun! Þvílík leikfimi hugans! Hér er vitaskuld um slík tímamót að ræða að jafnast á við merkustu viðburði íslandssögunnar. Hér er líka loks komið tækifæri fyrir almenning. Í samræmi við þetta gæti ég til að mynda stofnað banka, hann gæti heitið Björgúlfsbankinn eða KR-bankinn. Þessi nöfn bý til í gamni, en það er vitaskuld til dobía af gömlum ónýtum bankanöfnum sem mætti hugsa sér að nota. Svo fer ég í ró og næði að taka við peningum frá fólki og fjárfesta og græða á tá og fingri. Þegar svo fjármálaeftirlitið kemur í heimsókn þá segi ég: Nei, strákar mínir. Þið hafið ekkert hér að gera. Þetta er nefnilega ekki banki samkvæmt bankalögunum. Og mér er heimilt að stofna banka án leyfis svo fremi hann sé ekki banki að lögum Það má líka hugsa sér minna umstang og einfaldlega setja TAXI merki á bílinn sinn og fara að harka niðrí bæ. Þetta mætti heita Leigubílastöðin Blöndungur eða Ruglingur. Og svo þegar þar til bær yfirvöld koma að skoða starfsemina þá segir maður bara: Nei, elskurnar mínar. Þetta kemur ykkur ekkert við. Þetta er nefnilega alls ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Og ég má stofna leigubílastöð svo fremi hún sé ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Svo gætu nokkrir grunnskólakennarar stofnað menntamálaráðuneyti og farið að gefa út allskonar námskrár. Einn gæti orðið menntamálaráðherra og farið niðrá þing að bulla eins og kallarnir og kellingarnar gera þar. Og svo þegar einhver kall kemur að rannsaka málið þá segja bara kennararnir: Hí á þig, þetta kemur þér ekkert við vegna þess að samkvæmt lögum um stjórnarráðið er þetta ekki menntamálaráðuneyti. Heldur bara plat-menntamálaráðuneyti!! Segið svo að það sé ekki gaman að eiga heima á Íslandi? Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Órannsakanlegir eru vegir menntamálaráðuneytisins. Iðulega hef ég orðið hugsi yfir því sem þaðan kemur en nýjasta útspilið tekur út yfir allan þjófabálk. Fyrst er pínulítil forsaga.Veðurfræðingur nokkur stofnar skóla vestur í bæ. Reyndar er gott að hann býr ekki á Melunum eð því þá hefði hann líklega stofnað Melaskóla upp á nýtt. Ég tek það fram að ég ætla ekki að fjalla um starfsemina sem slíka en verð þó að benda skólastjóranum á að íslenskukennsla felst ekki bara í að láta börn læra utan að Eldgamla Ísafold og málfræði. Ég hef kennt íslensku í grunn- og framhaldskólum í Reykjavík í hátt á þriðja áratug og svona námskrá er náttúrulega bull, herra skólastjóri. Jæja. Svo kemur aðalatriðið. Menntamálaráðherra fréttir af þessum skóla og sendir vaska sveit kontórista til að rannsaka málið. Niðurstaða þessarar vetttvangsathugunar er alger perla. Hún er í stuttu máli sú að þarna sé allt í finasta lagi vegna þess að þetta sé alls ekki skóli samkvæmt grunnskólalögum. Ráðuneytið gerir sem sagt ekki athugasemd við skóla sem er ekki skóli samkvæmt lögunum. Þvílík rökhugsun! Þvílík leikfimi hugans! Hér er vitaskuld um slík tímamót að ræða að jafnast á við merkustu viðburði íslandssögunnar. Hér er líka loks komið tækifæri fyrir almenning. Í samræmi við þetta gæti ég til að mynda stofnað banka, hann gæti heitið Björgúlfsbankinn eða KR-bankinn. Þessi nöfn bý til í gamni, en það er vitaskuld til dobía af gömlum ónýtum bankanöfnum sem mætti hugsa sér að nota. Svo fer ég í ró og næði að taka við peningum frá fólki og fjárfesta og græða á tá og fingri. Þegar svo fjármálaeftirlitið kemur í heimsókn þá segi ég: Nei, strákar mínir. Þið hafið ekkert hér að gera. Þetta er nefnilega ekki banki samkvæmt bankalögunum. Og mér er heimilt að stofna banka án leyfis svo fremi hann sé ekki banki að lögum Það má líka hugsa sér minna umstang og einfaldlega setja TAXI merki á bílinn sinn og fara að harka niðrí bæ. Þetta mætti heita Leigubílastöðin Blöndungur eða Ruglingur. Og svo þegar þar til bær yfirvöld koma að skoða starfsemina þá segir maður bara: Nei, elskurnar mínar. Þetta kemur ykkur ekkert við. Þetta er nefnilega alls ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Og ég má stofna leigubílastöð svo fremi hún sé ekki leigubílastöð samkvæmt lögunum. Svo gætu nokkrir grunnskólakennarar stofnað menntamálaráðuneyti og farið að gefa út allskonar námskrár. Einn gæti orðið menntamálaráðherra og farið niðrá þing að bulla eins og kallarnir og kellingarnar gera þar. Og svo þegar einhver kall kemur að rannsaka málið þá segja bara kennararnir: Hí á þig, þetta kemur þér ekkert við vegna þess að samkvæmt lögum um stjórnarráðið er þetta ekki menntamálaráðuneyti. Heldur bara plat-menntamálaráðuneyti!! Segið svo að það sé ekki gaman að eiga heima á Íslandi? Höfundur er kennari
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar