Ein hola stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2012 11:30 Borpallurinn Cosl Pioneer. Gerir hann Færeyinga að olíuþjóð í haust? Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, að sögn netmiðilsins oljan.fo. Þrjú félög standa að holunni; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borpallinum Cosl Pioneer er ætlað að bora 4.000-5.000 metra djúpa holu á Brugdan-svæðinu suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetrum frá miðlínunni við Bretlandseyjar, en þar er hafdýpið um 500 metrar. Til samanburðar má geta þess að dýpsta hola sem boruð hefur verið á Íslandi er um 3.200 metra djúp, í Hellisheiðarvirkjun. Færeysk fyrirtæki taka virkan þátt í verkinu. Auk olíufélagsins Atlantic Petroleum hafa þrjú þarlend félög fengið samninga sem undirverktakar; flugfélagið Atlantic Airways, skipafélagið Thor og fyrirtækið Atlantic Supply Base, sem rekur þjónustumiðstöð fyrir olíuleit í Rúnavík. Þá munu um 30 Færeyingar verða í vinnu á olíuborpallinum. Það er ekki síst þátttaka Exxon-Mobil sem ýtir undir nýja bylgju bjartsýni meðal Færeyinga, samkvæmt grein á Faroe Business Report, en þar segir að bandaríski olíurisinn hafi orð á sér fyrir varkárni og að ráðast ekki í verkefni nema að undangengnum vönduðum rannsóknum. Þetta verður áttunda holan sem boruð er við Færeyjar frá árinu 2001 en hinar sjö skiluðu ekki tilætluðum árangri. Síðast var borað árið 2006, niður 4.200 metra dýpi, en þá vildi svo illa til að borinn festist. Hann var þá komin niður á gaslind, sem ekki var talin nægilega stór til að vinnsla svaraði kostnaði. Færeyingar eru viðbúnir því að þurfa að sýna þolinmæði og minna sig á að yfir 30 holur voru boraðar án árangurs í lögsögu Noregs áður en olían fannst og 90 holur í Barentshafi. Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Olíuborun sem er að hefjast í færeysku lögsögunni eftir tíu daga verður stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja til þessa. Mikil spenna ríkir meðal Færeyinga og ríkir bjartsýni um að nú hylli loksins undir að þeir verði olíuþjóð enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borun einnar holu kosti yfir 20 milljarða króna og á verkið að taka fjóra til fimm mánuði, að sögn netmiðilsins oljan.fo. Þrjú félög standa að holunni; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borpallinum Cosl Pioneer er ætlað að bora 4.000-5.000 metra djúpa holu á Brugdan-svæðinu suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetrum frá miðlínunni við Bretlandseyjar, en þar er hafdýpið um 500 metrar. Til samanburðar má geta þess að dýpsta hola sem boruð hefur verið á Íslandi er um 3.200 metra djúp, í Hellisheiðarvirkjun. Færeysk fyrirtæki taka virkan þátt í verkinu. Auk olíufélagsins Atlantic Petroleum hafa þrjú þarlend félög fengið samninga sem undirverktakar; flugfélagið Atlantic Airways, skipafélagið Thor og fyrirtækið Atlantic Supply Base, sem rekur þjónustumiðstöð fyrir olíuleit í Rúnavík. Þá munu um 30 Færeyingar verða í vinnu á olíuborpallinum. Það er ekki síst þátttaka Exxon-Mobil sem ýtir undir nýja bylgju bjartsýni meðal Færeyinga, samkvæmt grein á Faroe Business Report, en þar segir að bandaríski olíurisinn hafi orð á sér fyrir varkárni og að ráðast ekki í verkefni nema að undangengnum vönduðum rannsóknum. Þetta verður áttunda holan sem boruð er við Færeyjar frá árinu 2001 en hinar sjö skiluðu ekki tilætluðum árangri. Síðast var borað árið 2006, niður 4.200 metra dýpi, en þá vildi svo illa til að borinn festist. Hann var þá komin niður á gaslind, sem ekki var talin nægilega stór til að vinnsla svaraði kostnaði. Færeyingar eru viðbúnir því að þurfa að sýna þolinmæði og minna sig á að yfir 30 holur voru boraðar án árangurs í lögsögu Noregs áður en olían fannst og 90 holur í Barentshafi.
Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira